Bæjarstjórn

1185. fundur 27. nóvember 2018 kl. 16:00 - 18:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögmaður
Dagskrá

Dagskrármál

1.1810889 - Fjárhagsáætlun 2019

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019, ásamt tillögu að álagningu gjalda. Þá gerði bæjarstjóri grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2019 og lagði til að þær yrðu samþykktar, ásamt framlagðri fjárhagsáætlun. Jafnframt lagði bæjarstjóri fram tillögur að gjaldskrám.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2020-2022 og lagði til að hvor um sig yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 17:08, fundur hófst kl. 17:11.

Forseti ber undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2019:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2019 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2019 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur:
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,23% í 0,22% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,60% í 1,50% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,23% í 0,22% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,23% í 0,22% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur lækki úr 0,07% í 0,065% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 41,63 (var 40,46) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 2,9%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði 0,105% og lækki úr 0,115% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 27.656 (var 26.877) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 2,9%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Fyrir lóðir annarra húsa lækki úr 185,00 kr/m² í 180 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2019 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar. Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2019. Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 15.02.2019 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2018:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 4.711.500 krónur (var 4.500 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 6.020.300 krónur (var 5.750 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 4.711.501 - 4.790.100 krónur (var 4.575 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.020.301 - 6.334.400 krónur (var 6.050 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.790.101 - 4.868.600 krónur (var 4.650 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.334.401 - 6.648.500 krónur (var 6.350 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.868.601 - 4.947.100 krónur (var 4.725 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.648.501 - 6.962.600 krónur (var6.650 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2019. Gjaldið hækkar vegna aukins úrgangs og vegna gjaldskrárhækkana Sorpu og verður kr. 36.800 á íbúð (var 33.300). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 27. nóvember 2019.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 svo breytta með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Bókasafn Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttahús og knatthallir Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sérdeildir grunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2020-2022.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2020-2022 með 11 atkvæðum.

Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2019 var unnin af fulltrúum allra flokka fjórða árið í röð. Verklagið sýnir að bæjarfulltrúar eru tilbúnir að bera ábyrgð á fjármálum bæjarins hvar í flokki sem þeir standa. Þrátt fyrir þessa samvinnu hafa flokkarnir ólíkar áherslur sem þeir standa fyrir.
Bæjarfulltrúar þakka starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar.

Önnur mál fundargerðir

2.1810022F - Bæjarráð - 2931. fundur frá 25.10.2018

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1811013F - Bæjarráð - 2934. fundur frá 15.11.2018

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1811017F - Bæjarráð - 2935. fundur frá 22.11.2018

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1810015F - Barnaverndarnefnd - 86. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1810673 - Fundargerð 14. eigendafundar Sorpu bs. frá 1.10.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1810672 - Fundargerð 17. eigendafundar Strætó bs. frá 1.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1811018F - Forsætisnefnd - 127. fundur frá 22.11.2018

Fundargerð í 1. lið.

Önnur mál fundargerðir

9.1809025F - Hafnarstjórn - 109. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1810013F - Íþróttaráð - 86. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1810018F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 63. fundur frá 17.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1811003F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 64. fundur frá 08.11.2018

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1810014F - Leikskólanefnd - 98. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1810026F - Leikskólanefnd - 99. fundur frá 25.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1810016F - Lista- og menningarráð - 94. fundur frá 18.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1810012F - Menntaráð - 32. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1810031F - Menntaráð - 33. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1810654 - Fundargerð 369. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 18. 09.18

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1810655 - Fundargerð 370. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 09.10.18

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.1811005F - Skipulagsráð - 39. fundur frá 19.11.2018

Fundargerð í 16. liðum.
Lagt fram.
  • 20.3 1808021 Álalind 18-20. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tvíhorf arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Álalind 18-20. Í breytingunni felst fjölgun íbúða úr 43 í 57 og fjölda bílastæða á lóð er fjölgað úr 73 í 84. Aðkomuhæð kjallara hækkar um 0,42 m og fyrstu hæðar um 0,32. Niðurgrafin bílgeymsla stækkar að grunnfleti um 300 m2. Að öðru leyti er tillagan óbreytt s.s. hámarkshæð og byggingarmagn íbúðarhúss á lóð.
    Á fundi skipulagsráðs 20. ágúst 2018 var samþykkt að lóðarhafi ynni tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar og að hún verði auglýst með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarráðs 23. ágúst 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 20.4 18051288 Fífuhvammur 47 (Hlíðarvegur 62a). Byggingaráform.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jakobs Líndals arkitekts dags. 29. maí 2018 fyrir hönd lóðarhafa Fífuhvamms 47, áður Hlíðarvegur 62a, að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Á lóðinni stendur íbúðarhús byggt 1932, 50 m2 að stærð. Óskað eftir að byggja við húsið 25 m2 til norðurs svo hægt sé að koma fyrir nýju salerni og stiga. Auk þess er óskað eftir að byggja nýtt íbúðarhús vestan við núverandi hús, alls 230 m2. Á fundi skipulagsráðs 4. júní 2018 var samþykkt að tillagan yrði auglýst í samræmi við 1. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 12. júní 2018 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Athugasemdafresti lauk 13. nóvember 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 20.5 1804618 Þinghólsbraut 63. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Ásmundar Sturlusonar arkitekts dags. 12. apríl 2018 fh. lóðarhafa Þinghólsbrautar 63 þar sem óskað er eftir heimild til að byggja bílskúr og geymslu á norð-vestur horni hússins, samtals 68 m2. Undir bílgeymslunni verður útigeymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Á fundi skipulagsráðs 7. maí 2018 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 64, 65 og 66. Kynningartíma lauk 12. október 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 15. október var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. 16. október 2018 var grenndarkynningin send að nýju vegna meintra galla á fyrri kynningu. Framlengdum athugasemdafresti lauk 14. nóvember 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 20.9 1810288 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Svæði 3. Tónahvarf 2, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 19. nóvember 2018 að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendahvarf ? athafnasvæði. Svæði 3.
    Í breytingunni felst að stofna nýja lóð, Tónahvarf 2 sem er 5.600 m2 að stærð og koma fyrir athafnahúsi á þremur hæðum og kjallara. Skipulagssvæðið sem er um 0.8 ha afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, fyrirhuguðum Arnarnesvegi til vesturs, Tónahvarfi 4 til suðurs og Tónahvarfi 3 til austurs. Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu. Núverandi götur liggja innan afmörkunar og koma til með að breytast. Hámarksvegg er 15 metrar á norðurhlið og á suðurhlið 12 metrar. Hámarks þakhæð er 15 metrar. Þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis.
    Hámarks byggingarmagn er 3.360 m2 en 3.800m2 með niðurgrafinni bílageymslu. Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag m.s.br. samþykkt í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 39 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum með þeirri breytingu að eftirfarandi setning verði felld út: ,,Samþykkt deiliskipulag gerir ráð fyrir 90 m. háum fjarskiptaturni á deiliskipulagssvæðinu."

    Breyting á deiluskipulagi er samþykkt með 10 greiddum atkvæðum. Bæjarfulltrúi Theodóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá.

Önnur mál fundargerðir

21.1811206 - Fundargerð fundar stjórnar Reykjanessfólkvangs frá 24.10.2018

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.1811302 - Fundargerð 460. fundar stjórnar SSH frá 03.09.2018

Fundargerð í 2. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.1811303 - Fundargerð 461. fundar stjórnar SSH frá 21.09.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.1811304 - Fundargerð 462. fundar stjórnar SSH frá 08.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.1811301 - Fundargerð 463. fundar stjórnar SSH frá 05.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.1810674 - Fundargerð 292. fundar stjórnar Strætó bs. 12.10.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.1811157 - Fundargerð 294. fundar stjórnar Strætó bs. 02.11.2018

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.1810677 - Fundargerð 84. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 17.08.2018

Fundargerð í 11. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

29.1810676 - Fundargerð 85. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.10.2018

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

30.1809022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 103. fundur frá 16.10.2018

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

31.1810025F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 104. fundur frá 06.11.2018

Fundargerð í 18. liðum.
Fundargerð í 18. liðum.

Önnur mál fundargerðir

32.1811001F - Ungmennaráð - 6. fundur frá 12.11.2018

Fundargerð í 2. liðum.

Önnur mál fundargerðir

33.1810020F - Velferðarráð - 35. fundur frá 22.10.2018

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

34.1811008F - Velferðarráð - 36. fundur frá 12.11.2018

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:11, fundur hófst kl. 18:30

Kosningar

35.18051215 - Kosningar í bæjarráð, forseta bæjarstjórnar, varaforseta og skrifara 2018-2022

Theodóra S. Þorsteinsdóttir er kosin aðalmaður í bæjarráð í stað Einars Arnar Þorvarðarsonar.

Einar Örn Þorvarðarson er kosinn varamaður í bæjarráð í stað Theodóru S. Þorsteinsdóttur.

Fundi slitið - kl. 18:40.