Bæjarstjórn

1216. fundur 26. maí 2020 kl. 16:00 - 17:56 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Jón Finnbogason varafulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá

Fundargerð

1.2005004F - Bæjarráð - 3002. fundur frá 14.05.2020

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

2.2005009F - Bæjarráð - 3003. fundur frá 20.05.2020

Fundargerð í 22 liðum.
Lagt fram.
 • 2.3 1804413 Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna
  Frá verkefnastjóra innleiðingar Barnasáttmálans, dags. 15. maí, lögð fram aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaða Bæjarráð - 3003 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum aðgerðaráætlun vegna innleiðingar Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna svo breytta.
 • 2.10 2002648 Samgöngusáttmáli ríkis og SSH.
  Frá SSH, dags. 6. maí, lagt fram erindi um greiðslur frá aðildarsveitarfélögum til samgöngusáttmálans, sem stjórn SSH samþykkti að vísa til kynningar aðildarsveitarfélaga, ásamt minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 27. apríl og drögum að greiðsluflæði. Bæjarráð samþykkti að fresta málinu á síðasta fundi. Niðurstaða Bæjarráð - 3003 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 17:29, fundi fram haldið kl. 17:34.

  Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka vegna annars vegar áfallins framlags til Borgarlínu kr. 146.125 þús. og hins vegar vegna framlags til starfsstöðva Kópavogsbæjar skv. máli 2003639 frá 22. maí 2020, sem nemur kr. 4.000 á hvern starfsmann eða um kr. 10.000 þús. Viðaukinn verður fjármagnaður með ádrætti á lánalínur bæjarins.

Fundargerð

3.2005011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 291. fundur frá 14.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

4.2005015F - Forsætisnefnd - 157. fundur frá 22.05.2020

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2005001F - Lista- og menningarráð - 113. fundur frá 07.05.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2004019F - Skipulagsráð - 76. fundur frá 18.05.2020

Fundargerð i 19 liðum.
Lagt fram og kynnt.
 • 6.10 2004306 Vogatunga 45. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Vígfúsar Halldórssonar byggingatæknifræðings dags. 22. febrúar 2020 fh. lóðarhafa Vogatungu 45 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að reisa 11,9 m2 sólstofu á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 22. febrúar 2020. á fundi skipulagsráðs 20. apríl 2020 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vogatungu 23, 25, 27, 29, 33, 35, 37, 39, 41, 43, 47 og 49. Fyrir liggur undirritað samþykki lóðarhafa í grennd fyrir breytingunni og því er kynningartími styttur. Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.11 1911866 Grundarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Þorgeirs Þorgeirssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Grundarhvarf. Í gildandi deiliskipulagi lóðarinnar, samþykkt í bæjarstjórn 2007 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 29. mars 2007 nr. 271, er gert ráð fyrir einbýlishúsi á einni hæð á lóðinni allt að 290 m2 að grunnfleti. Flatarmál lóðarinnar er 1.120 m2 og nýtingarhlutfall 0,26. Miðað er við þrjú bílastæði á lóð og hámarkshæð 4,0 m miðað við aðkomuhæð.

  Í tillögu að breyttu deiliskipulagi er gert ráð fyrir að á lóðinni rísi einnar hæðar parhús, Grundarhvarf 10b og 10c, samtals um 350 m2 að grunnfleti auk kjallara (tæknirými og geymslur) um 37 m2 að flatarmáli. Áætlað nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,34 og fyrirhuguð hámarkshæð er áætluð 3,9 m miðað við aðkomuhæð. Gert er ráð fyrir bílskýlum undir Grundarhvarfi 10b og 10c ´samt fjórum bílastæðum áa lóð. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. í mars 2020.
  Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvían til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 24. mars 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 18. maí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.12 2003201 Fífuhvammur 31. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Guðbjarts Á. Ólafssonar, tæknifræðings fh. lóðarhafa Fífuhvamms 31 þar sem óskað er heimildar til að reisa um 20 m2 sólstofu á þaki bílskúrs. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 30. janúar 2020.
  Á fundi skipulagsráðs 16. mars 2020 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Fífuhvammi 29, Víðihvammi 22 og 24. Kynningartíma lauk 18. maí 2020. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust á kynningartímanum.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið, vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.15 2005168 Nýbýlavegur 2-12. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi skipulags- og byggingardeildar dags. 18. maí 2020 þar sem ger er ráð fyrir breyttu deiliskipulagi fyrir lóðirnar Nýbýlaveg 2-12 (svæðið afmarkast af Skeljabrekku við Hafnarfjarðarveg til vesturs, íbúðarbyggð Lundar til norðurs og Nýbýlavegar 14 til austurs og Dalbrekku til suðurs). Í breytingunni felst að fallið verði frá sameiginlegri lóð húsanna að Nýbýlavegi 2 til 12 undir niðurgrafna bílageymslu og að lóðarmörk lóða stækki í samræmi við það. Að Nýbýlavegi 4, 6 og 8 er fallið frá að heimila samtals 46 íbúðir og í stað þess gert ráð fyrir 4.600 m2 í nýju atvinnuhúsnæði. Að Nýbýlavegi 6 er gert ráð fyrir einni íbúð. Ekki er gert ráð fyrir breytingu á heildarbyggingarmagni, fjölda bílastæða og hæð húsa á umræddum lóðum miðað við gildandi deiliskipulag.
  Að Nýbýlaveg 10 verður fallið frá áætlun um atvinnuhúsnæði í suðurhluta byggingarreits og veitt heimild fyrir 33 íbúðum auk bílageymslu og stoðrýma í kjallara. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni eftir breytingu verður 80 íbúðir. Heildarflatarmál eykst í 10.615 m2 og hluti byggingarreita hækkar um eina hæð. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 2.9 í 3.1 og fjöldi bílastæða eykst úr 92 í 114 stæði, eða 1.3 bílastæði á íbúð. Að Nýbýlavegi 2 og 12 eru ekki ráðgerðar aðrar breytingar en lóðarstækkun. Heildarstækkun lóða á Nýbýlavegi 2-12 verður 4.417 m2.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 6.18 2005446 Bergsmári 5. Breytt aðkoma að bílastæði.
  Lagt fram erindi lóðarhafa Bergsmára 5 þar sem óskað er eftir að bæta við tveimur bílastæðum til hliðar við núverandi bílastæði og lækka þar með kantstein á ca. 8 metra kafla sbr. erindi og skýringamyndir. Niðurstaða Skipulagsráð - 76 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Fundargerð

7.2005005F - Velferðarráð - 63. fundur frá 11.05.2020

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2004023F - Menntaráð - 61. fundur frá 05.05.2020

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2005498 - 16. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2005499 - 17. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.04.2020

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2005232 - Fundargerð 883. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.05.2020

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2005214 - Fundargerð 495. fundar stjórnar SSH frá 27.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2005215 - Fundargerð 496. fundar stjórnar SSH frá 04.05.2020

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2004352 - Fundargerð 320. fundar stjórnar Strætó frá 03.04.2020

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2005405 - Fundargerð 322. fundar stjórnar Strætó frá 22.04.2020

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2005409 - Fundargerð 323. fundar stjórnar Strætó frá 08.05.2020

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

17.1806586 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2018-2022

Tilnefning fjögurra fulltrúa bæjarstjórnar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs.
Fundarhlé hófst kl. 17:48, fundi fram haldið kl. 17:54.

Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi tilnefningu:
Aðalmenn:
Helga Hauksdóttir
Sigurður Sigurbjörsson
Tómas Þór Tómasson
Elvar Bjarki Helgason

Varamenn:
Halla Karí Hjaltested
Ýr Gunnlaugsdóttir

Kosningar

18.18051281 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2018-2022

Kosning varamanns:
Björn Þ. Rögnvaldsson kemur í stað Róberts Gíslasonar.

Fundi slitið - kl. 17:56.