Bæjarstjórn

1247. fundur 23. nóvember 2021 kl. 16:00 - 18:34 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2110889 - Fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 - Seinni umræða

Frá bæjarstjóra, lögð fram drög að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar og stofnana fyrir árið 2022 og drög að þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025, auk tillagna um breytingar á gjaldskrám.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2023-2025 og lagði til að hvor um sig yrði samþykkt.
Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2022:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2022 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2022 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur:

1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,212% í 0,20% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,47% í 1,44% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,212% í 0,20% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,212% í 0,20% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur lækki úr 0,065% í 0,064% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 45,66 (var 43,82) fyrir hvern m3 vatns (hækkar um 4,2%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði lækkar úr 0,09% í 0,075% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 29.480 (var 28.292) og innheimtist með fasteignagjöldum (hækkar um 4,2%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 180,00 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2022 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar. Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2022. Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 17.02.2022 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða. Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2020:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 5.862.000 krónur (var 5.435 þ). Hjón með heildarárstekjur allt að 7.490.000 krónur (var 6.945 þ).

75% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 5.862.001 - 5.959.000 krónur (var 5.525 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.490.001 - 7.881.000 krónur (var 7.307 þ).

50% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 5.959.001 - 6.057.000 krónur (var 5.616 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 7.881.001 ? 8.271.000 krónur (var 7.669 þ).

25% lækkun: Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 6.057.001 - 6.118.000 krónur (var 5.673 þ). Hjón með heildarárstekjur á bilinu 8.271.001 - 8.661.000 krónur (var 8.031 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2022. Gjaldið hækkar og verður kr. 47.400 á íbúð (var 41.300). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 23. nóvember 2022.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 svo breytta með 11 atkvæðum.

Þriggja ára áætlun:
Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2023-2025.
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2023-2025 með 11 atkvæðum.

Gjaldskrár:
Í greinargerð með fjárhagsáætlun 2022 sem samþykkt hefur verið kemur fram að gjaldskrár fyrir grunnskóla, leikskóla og frístund og gjaldskrár eldri borgara fyrir heimilishjálp og mat skuli hækka um 3,5%. Aðrar gjaldskrár bæjarins skuli hækka um 4,2%.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá velferðarsviðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að framlögum til einkaleikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sérdeildir grunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Fundarhlé hófst kl. 17:36, fundi fram haldið kl. 17:43

Bókun bæjarstjórnar:
"Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2022 er stefnumarkandi fjárhagsáætlunargerð sem felur í sér að við gerð hennar var tekið mið af stefnum og aðgerðaáætlun bæjarins, mælanlegum markmiðum, mælingum og aðgerðum.

Í fjárhagsáætluninni er áhersla lögð á málefni barna, lýðheilsu og velferð, og endurspeglast það í ýmsum verkefnum og framkvæmdum. Lögð er rækt við grunnþjónustu sveitarfélagsins auk þess sem öflug framkvæmdaáætlun fylgir.

Fjárhagsáætlunin var unnin í samvinnu allra flokka í bæjarstjórninni sem sýnir að bæjarfulltrúar eru tilbúnir til að bera sameiginlega ábyrgð á fjármálum bæjarins, hvar í flokki sem þeir standa, þó að fulltrúar einstakra framboða undirstriki ólíkar áherslur flokkanna.

Bæjarstjórn þakkar starfsfólki bæjarins fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar."
Jón Finnbogason vék af fundi kl. 17:45 vegna vanhæfis undir dagskrárlið nr. 2.

Dagskrármál

2.2111910 - Ábyrgðaryfirlýsing. Veð vegna lántöku strætó

Frá Strætó, dags. 18. nóvember, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir að sveitarstjórn samþykki óskipta ábyrgð í formi veðs í tekjum vegna lántöku Strætó hjá annars vegar Lánasjóði sveitarfélaga vegna vagnakaupa að fjárhæð 400 milljón króna og hins vegar vegna rekstrarláns frá Arion banka að fjárhæð 300 milljónir króna.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láni hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 400.000.000,-.
Þá samþykkir bæjarstjórn með 10 atkvæðum að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68 gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar rekstrarláni hjá Arion banka að fjárhæð allt að kr. 300.000.000,-.
Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni kt. xxxxx / Ingólfi Arnarsyni kt. xxxxx veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga og Arion banka sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
Jón Finnbogason tók sæti að nýju kl. 17:48 að afgreiðslu lokinni.

Fundargerð

3.2111002F - Bæjarráð - 3066. fundur frá 11.11.2021

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 3.6 2111222 Tilnefning varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
    Frá SSH, lagt fram erindi þar em óskað er eftir tilnefningu tveggja varamanna í Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða Bæjarráð - 3066 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn tilnefnir Hjördísi Ýr Johnson og Einar Örn Þorvarðarson sem varamenn í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins.
  • 3.7 2111221 Erindi frá SSH. Óskað eftir umboði til undirritunar samkomulags sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins
    Frá SSH, lagt fram erindi þar sem óskað eftir fullu og ótakmörkuðu umboði sveitarstjóra til undirritunar samkomulags sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða Bæjarráð - 3066 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagt samkomulag sveitarfélaganna um svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Fundargerð

4.2111007F - Bæjarráð - 3067. fundur frá 18.11.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

5.2111005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 330. fundur frá 05.11.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

6.2111017F - Forsætisnefnd - 188. fundur frá 18.11.2021

Fundargerð í tveim liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2111009F - Menntaráð - 87. fundur frá 16.11.2021

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2111164 - Fundargerð 459. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.10.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2111440 - Fundargerð 347. fundar stjórnar Strætó frá 29.10.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2111305 - Fundargerð 531. fundar stjórnar SSH frá 01.11.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

11.2111001F - Skipulagsráð - 109. fundur frá 15.11.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 11.4 2011485 Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga verkfræðisfotunnar Eflu f.h. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar dags. 8. nóvember 2021 að deiliskipulagi 3. áfanga Arnarnesvegar. Deiliskipulagið mótar skipulag fyrir nýjum 2 (plús) 2 stofnveg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og inn á Breiðholtsbraut í Reykjavík. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum hringtorgum við gatnamót Rjúpnavegar og Arnarnesvegar og við gatnamót Vatnsendavegar og Arnarnresvegar. Þá er gert ráð fyrir fjögurra akreina brú yfir Breiðholtsbraut og tengingu með ljósastýrðum plangatnamótum. Samhliða er gert ráð fyrir stofnstíg, aðskilinn hjóla- og göngustíg, frá Rjúpnavegi í Kópavogi og að Elliðaárdal ásamt tengistígum sem og meðfram Breiðholtsbrautinni og undir fyrirhugaða brú yfir Breiðholtsbraut. Jafnframt er gert ráð fyrir göngubrú/vistloki yfir veginn. Uppdráttur í mkv. 1:2000 og 1:1000 dags 4. nóvember 2021 ásamt greinargerð dags. 8. nóvember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Bókun frá Kristni Degi Gissurarsyni „Undirritaður efast stórlega um skynsemi deiliskipulags Arnarnesvegar, 3. áfanga er lýtur að breyttri útfærslu á vegamótum Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Að hverfa frá mislægum gatnamótum sem kynnt var árið 2003 við mat á umhverfisáhrifum og voru eftir það í áætlunum Reykjavíkur og Kópavogs, eru ótrúleg mistök. Mislæg gatnamót þarna tryggja flæði umferðar en þess í stað á að setja brú yfir Breiðholtsbrautina og ljósastýrð gatnamót sem mun örugglega leiða til vandræða frá fyrsta degi. Nær væri að skoða af alvöru einhvers konar útfærslu af hringtorgi eins og er á Arnarnesveginum yfir Reykjanesbraut ef menn telja fyrri áform ómöguleg."

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur „Undirrituð telur óábyrgt að vinna deiliskipulag fyrir Arnarnesveg sem byggir á 20 ára gömlu umhverfismati. Ljóst er að ýmislegt hefur breyst á undanförnum tveimur áratugum og eðlilegt væri að fá úr því skorið að forsendur matsins standi enn."

    Fundarhlé kl. 17:03.
    Fundi framhaldið kl. 17:06

    Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, J. Júlíusi Hafstein og Kristni Degi Gissurarsyni „Samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar frá 16. febrúar 2021 er breyting á útfærslu gatnamóta Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar ekki háð mati á umhverfisáhrifum."

    Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi með fimm atkvæðum. Kristinn D. Gissurarson og Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
  • 11.6 2109491 Skíðasvæðið í Bláfjöllum. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu erindi Ómars Ívarssonar skipulagsfræðings f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. september 2021 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að efri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Gosa við Suðurgil verði hliðrað um 60-70m til suðurs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs færist rör- og rafdreifikerfi fyrir snjóframleiðslu samhliða. Neðri hluta byggingarreits nýrrar stólalyftu Drottningar við Kóngsgil verði hliðrað um 10m til suðurs. Staðsetning hættumatslínu C vegna snjóflóða neðan Suðurgils verði uppfærð í samræmi við nýja legu línunnar frá Veðurstofu Íslands. Byggingarreit aðstöðuhúss Ulls verði hliðrað til suðurs um 30 m auk þess sem hann lengist um 15 m til vesturs. Vegna færslu byggingarreits til suðurs lengist bílastæði til suðurs að nýrri legu byggingarreits. Uppdrættir í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 15. september 2021. Kynningartíma lauk 15. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 11.11 2110804 Urðarhvarf 14. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Teits Guðmundssonar f.h. lóðarhafa Urðarhvarfs 14 dags. 8. nóvember 2021. Í breytingunni felst að stækka lóðina, inn á bæjarland, til suðurs um að meðaltali 10 m og komið verður fyrir 13 bílastæðum. Gerð er krafa um gróður á þeim hluta nýrrar lóðar sem ekki er nýttur undir bílastæði. Heildar lóðarstærð Urðarhvarfs 14 núna er 4.884 m² en verður 5.600 m² eftir breytingu. Uppdráttur og skýringar dags. 18. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 109 Skipulagsráð samþykkir erindið með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Pétur H. Sigurðsson vék af fundi kl.18:24 vegna vanhæfis undir þessum lið.

    Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Fundi slitið - kl. 18:34.