Bæjarstjórn

1105. fundur 11. nóvember 2014 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður og Páll Magnússon, bæjarritari
Dagskrá

1.1410030 - Skólanefnd, 3. nóvember

77. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

2.1401102 - Skólanefnd MK, 15. október

9. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

3.1410007 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 6. október

55. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

4.1409015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 4. nóvember

56. fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

5.1410501 - Fjárhagsáætlun Kópavogs 2015

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2015 sem samanstanda af rekstraryfirliti, rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og framkvæmdayfirliti, fyrir A-hluta og samstæðu Kópavogsbæjar. Lagði bæjarstjóri til að tillögunni yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Þá lagði Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, fram eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir 2015:

I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að útsvar fyrir árið 2015 verði óbreytt, 14,48%.
II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2015 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði lækki úr 1,64% í 1,62% af fasteignamati.
3. Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
4. Hesthús lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
5. Sumarhús lækki úr 0,27% í 0,265% af fasteignamati.
b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,09% af heildarfasteignamati í stað 0,10%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 36,30 (var 35,59) fyrir hvern m3 vatns.
2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 26.171 (var 25.658) og innheimtist með fasteignagjöldum.
c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa óbreytt 19,48 á kr/m².
2. Lækjarbotnar-lækka úr kr. 22,72 í 19,48 kr/m².
3. Fyrir lóðir annarra húsa óbreytt 190,00 kr/m².

Gjalddagar fasteignagjalda 2015 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2015.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 13.02. 2015 fá 3% staðgreiðsluafslátt
d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.852.000 krónur (var 2.750 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.935.000 krónur (var 3.795 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.852.001 - 3.287.000 krónur (var 3.170 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.935.001 - 4.433.000 krónur (var 4.275 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.287.001 - 3.547.000 krónur (var 3.420 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.433.001 - 4.812.000 krónur (var 4.640 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.547.001 - 3.754.000 krónur (var 3.620 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.812.001 - 5.107.000 krónur (var 4.925 þ).

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2015. Gjaldið hækkar vegna aukins úrgangs og vegna gjaldskrárhækkana Sorpu, m.a. vegna gas- og jarðefnastöðvar og verður kr. 24.500 á íbúð (var 22.000). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Hlé var gert á fundi kl. 18:30. Fundi var fram haldið kl. 19:05.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 sýnir að rekstur bæjarins er á réttri leið og afgangur nokkur. Bætt er í nokkra málaflokka umfram verðlagsþróun , þ.m.t. félags og menntamálum, sem er vel. Hætt er við að í rekstrartölum sé um vanáætlun að ræða, einkum á launahluta. Meirihlutinn velur að halda áfram að gefa eftir tekjur sem hægt væri að nota til uppbyggingar í velferðarþjónustu, þ.m.t. málefnum aldraðra og álögum á barnafjölskyldur. VGF munu gera breytingartillögur við aðra umræðu er snúa einkum að þessum málaflokkum og menntamálum og umhverfismálum.
Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2015 og tillögu um álagningu gjalda til seinni umræðu.

6.1411060 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2016-2018

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2016 - 2018, og lagði til að tillögunni verði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2016 - 2018 til seinni umræðu.

7.1411091 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 11. nóvember 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 30. október og 6. nóvember, byggingarfulltrúa frá 23. október og 6. nóvember, félagsmálaráðs frá 27. október og 3. nóvember, forsætisnefndar frá 6. nóvember, forvarna- og frístundanefndar frá 22. október, heilbrigðisnefndar frá 27. október, íþróttaráðs frá 4. nóvember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 29. október, lista- og menningarráðs frá 6. nóvember, skipulagsnefndar frá 3. nóvember, skólanefndar frá 3. nóvember, skólanefndar MK frá 15. október og umhverfis- og samgöngunefndar frá 6. október og 4. nóvember.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 21:09. Fundi var fram haldið kl. 21:29.

Hlé var gert á fundi kl. 21:31. Fundi var fram haldið kl. 21:37.

8.1410028 - Bæjarráð, 30. október

2748. fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

9.1411001 - Bæjarráð, 6. nóvember

2749. fundargerð í 48 liðum.
Lagt fram.

10.1410622 - Austurkór 60, umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 60 frá VSV ehf. kt. 691007-0490. Fyrirtækið hefur ekki verið starfandi undanfarin ár, en hefur nú verið endurvakið. Eigendur fyrirtækisins eru sömu og Mótx ehf. kt. 660505-2100 og hafa lagt fram gögn sem varða málið. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 60 til umsækjanda.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa VSV ehf. kt. 691007-0490 kost á byggingarrétti á Austurkór 60.

11.1410623 - Austurkór 62, umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 62 frá VSV ehf. kt. 691007-0490. Fyrirtækið hefur ekki verið starfandi undanfarin ár, en hefur nú verið endurvakið. Eigendur fyrirtækisins eru sömu og Mótx ehf. kt. 660505-2100 og hafa lagt fram gögn sem varða málið. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 62 til umsækjanda.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa VSV ehf. kt. 691007-0490 kost á byggingarrétti á Austurkór 62.

12.1410624 - Austurkór 64, umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 64 frá VSV ehf. kt. 691007-0490. Fyrirtækið hefur ekki verið starfandi undanfarin ár, en hefur nú verið endurvakið. Eigendur fyrirtækisins eru sömu og Mótx ehf. kt. 660505-2100 og hafa lagt fram gögn sem varða málið. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Austurkór 64 til umsækjanda.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa VSV ehf. kt. 691007-0490 kost á byggingarrétti á Austurkór 64.

13.1411011 - Hlíðarendi 2 og 4. Umsókn um hesthúsalóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Hlíðarendi 2-4 frá G. Á. byggingar ehf. kt. 660402-2680. Umsækjandi hefur skilað inn ársreikningi 2013 og tilskyldum gögnum. Umsækjandi er skuldlaus við bæjarsjóð.

Lóðin hefur verið auglýst í tilskilinn tíma samkvæmt úthlutunarreglum.

Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar Hlíðarendi 2 - 4 til umsækjanda.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa G. Á. byggingum ehf. kt. 660402-2680 kost á byggingarrétti á Hlíðarenda 2-4.

14.1408131 - Arakór 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 5. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

15.1408132 - Arakór 7. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Helga Más Hallgrímssonar, arkitekts fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til að byggja svalir út fyrir byggingarreit á norðvestur hlið Arakórs 7. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:200 ódags. Grenndarkynningu lauk 23.10.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

16.1410079 - Þverbrekka 8. Breytt notkun húsnæðis.

Lagt fram erindi Sveins Ívarssonar, arkitekt, f.h. lóðarhafa, dags. 16.10.2014, vegna fyrirhugaðra breytinga á Þverbrekku 8. Í breytingunni felst að verlsunarhúsnæði verði breytt í íbúðarhúsnæði með 12 íbúðum og verður hver íbúð um 67m2 að stærð. Einni hæð verður bætt ofan á núverandi hús, hækkunin nemur 1,5m á norðurhlið og 2,7m á suðurhlið. Í kjallara verða sjö bílastæði sbr. uppdráttum dags. 10.9.2014.
Lögð fram í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: Lýsing fyrir breytingu á verslunar- og þjónustusvæði við Þverbrekku 8, dags. 3.11.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir framlagt erindi með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði. Tillöguna samþykktu Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen E. Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra S Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Sigríður Ása Richardsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

17.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 lýsing á skipulagsverkefninu: "Deiliskipulag. Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Ný vistvæn borgarbyggð" dags. 20.10.2014. Í lýsingunni koma m.a. fram áherslur bæjaryfirvalda við deiliskipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo og um kynningu og samráð gangvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.
Þá greint frá fyrirhuguðum íbúafundi með íbúum Smárans sem halda á fimmtudaginn 13. nóvember 2014 í Smáraskóla.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu með áorðnum breytingum dags. 3.11.2014. Skipulagsnefnd samþykkti jafnframt með tilvísan í 38. grein skipulagslaga nr. 123/2010 heimild til að hefja vinnu við endurskoðun deiliskipulags á svæðinu sem afmarkast af Smárahvammsvegi, Fífuhvammsvegi, Reykjanesbraut og Hagasmára. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

18.1410609 - Grænir dagar í Kópavogi - Skipulag svæða

Lagt fram erindi Umhverfissviðs varðandi endurupptöku á átaki "Grænir dagar" í Kópavogi og skipulagningu svæða.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir einróma að fela Umhverfisfulltrúa að afmarka aðgerðarsvæði "Grænna daga" í samræmi við Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og samþykkt deiliskipulög þar sem þau eru til staðar og gera drög að aðgerðaráætlun í samráði við garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar. Kostnaðarliðum erindisins er vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að ráðist verði í átakið "Grænir dagar" og verði fjármagnað af framlagi á fjárhagsáætlun til umhverfismála á árinu 2015.

19.1410021 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 23. október

133. fundargerð í 9 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

20.1411006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 6. nóvember

134. fundargerð í 4 liðum.
Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 greiddum atkvæðum.

21.1410022 - Félagsmálaráð, 27. október

1378. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

22.1410031 - Félagsmálaráð, 3. nóvember

1379. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég undrast bókun fulltrúa minnihlutans varðandi félagslegt húsnæði. Sérstaklega undrast ég framgöngu aðstoðarmanns húsnæðismálaráðherra og hreinlega spyr um hæfi hans í ljósi stöðu hans hjá hinu opinbera. Bókunin er köld kveðja, ekki síst til starfsfólks bæjarins, þegar því er haldið fram "að verið sé að fela vandann" þegar fólk er að bæta vinnubrögðin.
Nær væri að fulltrúinn snéri sér að ráðherra sínum og aðstoðaði hana við að vinna að framgangi húsnæðismála í samræmi við skýrslu sem hún sjálf lét vinna.
Ármann Kr. Ólafsson"

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna taka undir bókun fulltrúa sinna í Félagsmálaráði frá 3. nóvember varðandi hvernig farið er með biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Kópavogsbæ.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson"

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Á síðasta kjörtímabili var samþykkt af öllum sem sátu í félagsmálaráði að þeir sem væru með færri en 17 stig væru ekki á biðlista um félagslegt húsnæði. Engin breyting hefur orðið á vinnureglum hvað þetta varðar á þessu kjörtímabili.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Gísli Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

23.1411003 - Forsætisnefnd, 6. nóvember

33. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

24.1410019 - Forvarna- og frístundanefnd, 22. október

24. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

25.1401094 - Heilbrigðiseftirlits, 27. október

195. fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

26.1410015 - Íþróttaráð, 4. nóvember

41. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

27.1410027 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 29. október

30. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

28.1410029 - Lista- og menningarráð, 6. nóvember

33. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

29.1410020 - Skipulagsnefnd, 3. nóvember

1248. fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.