Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2009, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, sem eru undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar og Vatnsveitu Kópavogsbæjar, einnig undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs, Hafnarsjóðs Kópavogs og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd og undirritaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf og Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Þá voru lagðar fram skýrslur skoðunarmanna reikninga og skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2009 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, þegar samþykktum í stjórn sjóðsins, sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar Kópavogs.
Bæjarstjóri gerði sérstaklega grein fyrir breytingu á ársreikningi frá fyrri umræðu í bæjarstjórn. Breytingin byggir á áliti reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga um meðferð leigusamninga fasteigna og færslu á lóðum og löndum. Áhrif á eigið fé í efnahagsreikningi Kópavogsbæjar er 4.458 m.kr. hvort sem litið er til A eða B - hluta bæjarsjóðs.
Bæjarstjórn samþykkir jafnréttisstefnuna með átta samhljóða atkvæðum.