Bæjarstjórn

1016. fundur 11. maí 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1004030 - Bæjarráð 29/4

2547. fundur

Til máls tóku Hafsteinn Karlsson um lið 21, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 21, Ólafur Þór Gunnarsson, um liði 21, 8 og 33, Ármann Kr. Ólafsson um lið 21, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 33 og 8, Hafsteinn Karlsson um lið 21  og Gunnar Ingi Birgisson um lið 21. Þá óskaði Hafsteinn Karlsson eftir því að bera af sér sakir.  Því næst tóku til máls Guðríður Arnardóttir um lið 21, Gunnar Ingi Birgisson um lið 21, Flosi Eiríksson um lið 21 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 21.  Þá óskaði Gunnar Ingi Birgisson eftir því að bera af sér sakir. Því næst tóku til máls Ómar Stefánsson um lið 21 og Flosi Eiríksson um lið 21.

2.1005005 - Bæjarráð 6/5

2548. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 28 og 30, Guðríður Arnardóttir um liði 30 og 28, Ómar Stefánsson um liði 28 og 30, Gunnar Ingi Birgisson um liði 28 og 30, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 28 og 30, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 3, 5, 15, 23, 28, og 30 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"VG ítreka fyrri afstöðu sína að ágreiningsefni milli Hestamannafélagsins Gusts og bæjarfélagsins verði að leysa með samningum.

Ólafur Þór Gunnarsson." Þá ræddi Ólafur Þór lið 37 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vinstri græn fagna undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. VG minna jafnframt á að sáttmálinn er aðeins virkt tæki ef farið er eftir honum og viðmið hans innleidd í alla ferla í stjórnsýslu bæjarins.

Ólafur Þór Gunnarsson."

 

Kl. 18:37 vék Sigurrós Þorgrímsdóttir af fundi og tók Ragnheiður K. Guðmundsdóttir sæti hennar.

Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir um liði 28 og 23 og Gunnar Ingi Birgisson um lið 30.  Guðríður Arnardóttir óskaði þá eftir því að bera af sér sakir. Því næst tók Ólafur Þór Gunnarsson til máls um stjórn fundarins. Þá tóku til máls Margrét Björnsdóttir um lið 23, Ármann Kr. Ólafsson um lið 23 og Flosi Eiríksson um lið 23.

3.1002119 - Tillaga um breytingu á innkaupareglum.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum gegn tveimur. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá.

4.809065 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Liður 37 í fundargerð bæjarráðs 6/5, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir einróma evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum.

5.1004035 - Félagsmálaráð 4/5

1283. fundur

6.1004027 - Forvarnanefnd 28/4

24. fundur

7.1001150 - Heilbrigðisnefnd 3/5

149. fundur

8.1004029 - Húsnæðisnefnd 21/4

352. fundur

9.1004023 - Íþrótta- og tómstundaráð 3/5

249. fundur

10.1004036 - Jafnréttisnefnd 4/5

291. fundur

11.1004020 - Lista- og menningarráð 23/4

356. fundur

12.1004021 - Skólanefnd 26/4

8. fundur

13.1001154 - Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 21/4

305. fundur

14.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 26/4

272. fundur

15.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 3/5

273. fundur

16.1001157 - Stjórn Strætó bs. 30/4

138. fundur

Til máls tóku Flosi Eiríksson og Ármann Kr. Ólafsson um lið 2.

17.1003019 - Umferðarnefnd 25/3

367. fundur

18.1004028 - Umferðarnefnd 29/4

368. fundur

19.1004018 - Umhverfisráð 3/5

388. fundur

20.1004365 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2009 - Seinni umræða

Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2009, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, sem eru undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar og Vatnsveitu Kópavogsbæjar, einnig undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs, Hafnarsjóðs Kópavogs og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd og undirritaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf og Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Þá voru lagðar fram skýrslur skoðunarmanna reikninga og skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2009 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, þegar samþykktum í stjórn sjóðsins, sem þarfnast staðfestingar bæjarstjórnar Kópavogs.
Bæjarstjóri gerði sérstaklega grein fyrir breytingu á ársreikningi frá fyrri umræðu í bæjarstjórn. Breytingin byggir á áliti reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitarfélaga um meðferð leigusamninga fasteigna og færslu á lóðum og löndum. Áhrif á eigið fé í efnahagsreikningi Kópavogsbæjar er 4.458 m.kr. hvort sem litið er til A eða B - hluta bæjarsjóðs.


Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson, Gunnar Ingi Birgisson, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og Flosi Eiríksson og lagði hann fram eftirfarandi bókun:

"Ársreikningar Kópavogsbæjar eru ávallt góð heimild um rekstur og afkomu bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Úr reikningunum má lesa bæði góð og dapurleg tíðindi en um leið segja þær mikla sögu um þau mistök sem gerð hafa verið hér á undanförnum árum. Það er dapurlegt að fjalla um slík tíðindi á 55 ára afmælisdegi bæjarins.

Sú aðferðafræði að vinna fjárhagsáætlun bæjarins í samvinnu allra bæjarfulltrúa skilar jákvæðri niðurstöðu og þrátt fyrir erfitt árferði tekst nokkuð vel að halda rekstrinum innan ramma fjárhagsáætlunar.  Er rík ástæða til þess að þakka öllum starfsmönnum bæjarins fyrir þeirra mikla þátt í þeirri niðurstöðu. Með samstilltu átaki hefur tekist að verja grunnþjónustu bæjarins og leitast hefur verið eftir fremsta megni að leggja ekki auknar byrðar á bæjarbúa.

En um leið opinberar reikningurinn með skýrum  og afgerandi hætti arfleifð lóðastefnu Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Skil á lóðum kosta bæjarbúa 867 milljónir króna og er rétt að hafa í huga að fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstra græna hafa eindregið varað við því að úthluta svo miklu magni af lóðum á skömmum tíma og að fjöldi teikna í efnahags- og atvinnulífi væru um að ástæða væri til að hafa varfærnissjónarmið í huga. Þeim varnarorðum sem sett voru fram af heilum hug af okkur var svarað svo til eingöngu með skætingi  af hálfu fulltrúa meirihlutaflokkanna. Rétt er þó að taka fram að allt yfirbragð umræðna í bæjarstjórn hefur breyst mjög til batnaðar frá síðasta sumri og lýðræðislegri umræðu gert hærra undir höfði.

Skuldaaukning sveitarfélagsins er ógnvænleg.  Skuldir Kópvogsbæjar hafa hátt í fjórfaldast á einu kjörtímabili sem er líklega Íslandsmet og eru nú heildarskuldir bæjarins 43 milljarðar eða 1,4 milljónir króna á hvern bæjarbúa. Hluti af slæmri niðurstöðu er gengistap sem endurspeglar þá áhættu sem tekin hefur verið við fjármögnun  fjárfestinga sveitarfélagsins  og hversu vandmeðfarið það er fyrir aðila með tekjur í  íslenskum krónum að skuldsetja sig í erlendri mynt.  Rangar ákvarðanir við uppkaup í Glaðheimum, kaup á Vatnsenda og fleiri afleiddir samningar í kjölfarið eru megin skýringar þess hve erfið fjárhagsstaða bæjarins er í dag. Að ógleymdum ýmsum gæluverkefnum meirihlutans sem betur hefðu verið óunnin.  Reynt er að gera lítið úr gengismálum í skýrslu bæjarstjóra en gott er þá að minnast þess að þegar um gengishagnað og rekstrarafgang vegna lóðasölu var að ræða þá börðu sömu menn sér á brjóst og töldu það dæmi um hversu miklir snilldarfjármálamenn hér væru við völd. Nú virðist þetta einhvern veginn allt vera öðrum að kenna.

Stórfelldur skuldavandi setur næstu sveitarstjórn verulegar skorður við að halda áfram að verja hér grunnþjónustu bæjarins og er eins og skuldaklafi á komandi kynslóðum. Skuldsetning komandi kynslóðar er á ábyrgð Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks og um leið arfleifð þeirra nú árið 2010.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Jón Júlíusson, Ólafur Þór Gunnarsson, Flosi Eiríksson."

Þá tóku til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Flosi Eiríksson, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Flosi Eiríksson og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri.

 

Hlé var gert á fundi kl. 19:45.  Fundi var fram haldið kl. 19:53.

 

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Mikilvægt er að halda því til haga að stærsti hluti skuldaaukningar er tilkominn vegna lóðaskila og gengisþróunar. Hins vegar er rekstur bæjarins traustur sem sjá má á háu hlutfalli veltifjár frá rekstri og eiginfjárhlutfalli upp á 20%. Aðdróttunum minnihlutans um meintan skæting vísum við til föðurhúsanna.

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Gunnsteinn Sigurðsson, Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir."

 

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með tíu samhljóða atkvæðum.
 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar.  

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.
 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar,Tónlistarhúss Kópavogs.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 
Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

 

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar,  þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum.

Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

21.1003047 - Kosningar

Varamenn í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar kjörnir Gunnsteinn Sigurðsson og Hafsteinn Karlsson.

22.911913 - Jafnréttisstefna 2010 - 2014

Tekin til annarrar umræðu tillaga að jafnréttisstefnu, sem lögð var fyrir bæjarstjórn á síðasta fundi.

Bæjarstjórn samþykkir jafnréttisstefnuna með átta samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.