Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 12. desember, tillaga um endurfjármögnun, lögð fram í bæjarráði 13/12 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar:
"Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð allt að kr. 5.000.000.000,- í kauphallarflokkum Lánasjóðs sveitarfélaga, LSS 2024 og/eða LSS2034. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
Jafnframt er Ármanni Kr. Ólafssyni, kt. 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."
Fundargerðin afgreidd án umræðu.