Bæjarstjórn

1095. fundur 22. apríl 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Elfur Logadóttir varamaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varamaður
  • Tjörvi Dýrfjörð varamaður
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon, bæjarritari og Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Hlé var gert á fundi kl. 16:08. Fundi var fram haldið kl. 16:09.

1.1402910 - Ársreikningur 2013 - Fyrri umræða

Lagður fram ársreikningur Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2013. Bæjarráð samþykkti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2013 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2013 er undirritaður af bæjarráði og er tilbúinn til endurskoðunar og til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sjóðsstreymi og niðurstöður Efnahagsreiknings. Einnig var lagður fram ársreikningur LSK til kynningar. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.

Kl. 16:55 mætti Gunnar Ingi Birgisson til fundar.

Bæjarstjórn samþykkir með ellefu greiddum atkvæðum að vísa ársreikningi Kópavogsbæjar og stofnana hans til seinni umræðu.

2.1403522 - Tillaga að aukningu starfshlutfalls bæjarfulltrúa

Lagðar fram tillögur forsætisnefndar um breytt starfshlutfall bæjarfulltrúa.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði til að málinu verði vísað til forsætisnefndar til frekari úrvinnslu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Kópavogs kjörtímabilið 2010 - 2014 samþykkir að starfshlutfall bæjarfulltrúa skuli verða 100% frá og með áramótum 2015. Nýrri bæjarstjórn sem tekur við að loknum kosningum 31. maí er falin nánari útfærsla á málinu og skuli liggja fyrir kjör og starfslýsing fyrir lok september 2014.

Guðríður Arnardóttir"

Hlé gert á fundi kl. 18:55. Fundi var fram haldið kl. 19:45.

Hlé gert á fundi kl. 19:55.. Fundi var fram haldið kl. 20:03.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar um að vísa málinu að nýju til forsætisnefndar til frekari úrvinnslu með sex atkvæðum gegn tveimur. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

3.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014

Lögð fram tillaga að nýrri lögreglusamþykkt Kópavogs 2014.

Bæjarstjórn vísar tillögu að nýrri lögreglusamþykkt Kópavogs til seinni umræðu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.

4.1404440 - Tillaga um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar

Hjálmar Hjálmarsson og Aðalsteinn Jónsson leggja fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar í Kópavogi.
Samkeppnin skal kynnt á heimasíðu Kópavogsbæjar og auglýst í öðrum fjölmiðlum ef henta þykir. Hún skal vera opin og öllum frjálst að senda inn tillögur, einstaklingum jafnt sem lögaðilum, félagasamtökum svo og arkítekta og hönnunarstofum.
Valnefnd á vegum Kópavogsbæjar mun velja úr öllum innsendum tillögum fimm hugmyndir sem kosið yrði á milli í íbúakosningu.
Aðalsteinn Jónsson Hjálmar Hjálmarsson"

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Legg til að tillögu varðandi Vallargerðisvöll verði vísað til íþróttaráðs og skipulagsnefndar til umsagnar.

Ómar Stefánsson"

Tillaga Ómars Stefánssonar var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

5.1402281 - Húsnæðismál

Lögð fram að nýju tillaga sem frestað var á síðasta fundi bæjarstjórnar:
Hafsteinn Karlsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Bæjarstjórn samþykkir að kaupa á þessu ári félagslegar leiguíbúðir til viðbótar við þær sem samþykktar hafa verið í fjárhagsáætlun. Fjöldi íbúðanna takmarkast við það lausafé sem kemur úr lóðaúthlutunum á árinu sem ekki kalla á mikil útgjöld.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að hefja undirbúning að byggingu tveggja fjölbýlishúsa með leiguíbúðum á almennum markaði í samstarfi við leigufélög sem ekki hafa hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að hefja nú þegar viðræður við slík félög og kanna möguleika á einhverskonar samstarfi. Einnig felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ræða við
lífeyrissjóði um að koma að fjármögnun. Þá felur bæjarstjórn framkvæmdasviði að kanna alla möguleika á heppilegri staðsetningu almennra leiguíbúða og huga sérstaklega að möguleikum á að koma a.m.k. annarri þeirra fyrir í nágrenni Hamraborgar.
Bæjarstjóri og framkvæmdasvið skili bæjarstjórn niðurstöðum í byrjun maí."

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að bæjarstjórn leiti álits Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga um framlagða tillögu.

Hlé var gert á fundi kl. 23:17. Fundi var fram haldið kl. 23:22.

Gunnar Ingi Birgisson lagði til að fundi verði frestað.

Bæjarstjórn samþykkir kl. 23:58 með níu atkvæðum gegn einu að fresta fundi til kl. 16:30 miðvikudaginn 23. apríl. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

Miðvikudaginn 23. apríl kl. 16:30 er fundi fram haldið. Skipan fundarmanna hefur breyst með þeim hætti að í stað Péturs Ólafssonar er Elfur Logadóttir og í stað Hreiðars Oddssonar er Una Björg Einarsdóttir og í stað Gunnars Inga Birgissonar er Karen Halldórsdóttir mætt.

Fundarhlé kl. 16:40, fundi fram haldið kl. 16:41.  

Fundarhlé kl. 16:41, fundi fram haldið kl. 16:42.

Guðríður Arnardóttir óskar eftir nafnakalli um afgreiðslu tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar.

Hjálmar Hjálmarsson segir nei

Karen Halldórsdóttir segir já

Ólafur Þór Gunnarsson gerir grein fyrir atkvæði sínu og situr hjá

Ómar Stefánsson gerir grein fyrir atkvæði sínu og segir já

Una Björg Einarsdóttir segir já

Aðalsteinn Jónsson segir já

Ármann Kr. Ólafsson segir já

Elfur Logadóttir segir nei

Guðríður Arnardóttir gerir grein fyrir atkvæði sínu og segir nei og leggur fram bókun:

"Það liggur fyrir að áður en frekari fjárútlát eiga sér stað þarf að leggja fram viðauka. Enn einu sinni er bæjarstjóri að tefja málið."

Hafsteinn Karlsson segir nei

Margrét Björnsdóttir segir já

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar er samþykkt með 6 atkv. gegn 4 atkv. en einn bæjarfulltrúi greiðir ekki atkvæði.

Bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:

"Frá því í haust hefur bæjarstjórn Kópavogs rætt um aðgerðir vegna neyðarástands í húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur hafa verið lagðar fram um fjölgun félagslegra leiguíbúða og aðgerðir til að greiða fyrir byggingu hagkvæmra íbúða á almennum leigumarkaði. Markmiðið hefur verið að stíga lítið skref í þá átt að vinna á löngum biðlista eftir félagslegum íbúðum í bænum og stuðla að framboði á hagkvæmum og varanlegum leiguíbúðum.

Þrátt fyrir skýran vilja meirihluta bæjarfulltrúa í þessum efnum hefur bæjarstjóri sem er framkvæmdastjóri bæjarins haft samþykktir bæjarstjórnar að engu. Í stað þess að vinna að málinu í samræmi við ákvarðanir bæjarstjórnar hefur hann barist gegn þessum hugmyndum af miklum krafti. Hann hefur enda margsinnis lýst þeim skoðunum sínum að hann telji enga þörf á að mæta óskum fólks um hagkvæmar leiguíbúðir, heldur eigi fólk að kaupa sér íbúð til að búa í.

Bæjarstjóri hefur með stuðningi oddvita Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa, sem nú er orðin Björt framtíð, tafið framgang þessa máls með ýmsum hætti. M.a. með því að framkvæma ekki samþykktir bæjarstjórnar eins og áður er sagt. Nú síðast með því að halda mikilvægri skýrslu frá bæjarfulltrúum um tíma meðan hann var að kynna sér hana. Þann tíma notaði hann til að semja fréttatilkynningu upp úr henni, þóknanlega hans málstað. Hann sendi hana og skýrsluna á fjölmiðla á sama tíma og hann sendi öðrum bæjarfulltrúum skýrsluna. Þetta er þeim mun alvarlegra að þennan sama dag var bæjarstjórnarfundur þar sem húsnæðismál voru á dagskrá. Skýrslan sem hann hafði haft undir höndum í tæpan sólarhring að hans sögn, var send bæjarfulltrúum svo seint að þeir höfðu ekki tíma til að lesa hana fyrir fundinn. Hann sat því einn að þeim upplýsingum sem í henni voru á fundinum.
Sem framkvæmdarstjóra bæjarins bar bæjarstjóra að hefja þá þegar vinnu við að framfylgja ákvörðun bæjarstjórnar m.a. með því að:

  *   Leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun og fá þannig heimild til viðbótar fjárútláta
  *   Hafa samband við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og tilkynna um ákvörðun bæjarstjórnar - að viðbótar fjárútlát yrðu fjármögnuð með tekjum af lóðaúthlutunum
  *   Að setja starfsmenn bæjarins í vinnu við nánari útfærslu tillögu bæjarstjórnar m.a. að finna hentuga lóð
  *   Að tala verkefnið upp og nálgast það af jákvæðni og standa með ákvörðun bæjarstjórnar

Það er bæjarstjórn sem fer með æðsta vald í málefnum bæjarins og þeim sem tekur að sér framkvæmdastjórn sveitarfélagsins ber að fylgja samþykktum hennar, jafnvel þó að hann sé þeim ekki sammála. Það hefur bæjarstjóri ekki gert í þessu máli og hefur því brugðist í því starfi sem hann tók að sér fyrir bæjarstjórn Kópavogs."

Bókun Hjálmars Hjálmarssonar:

"Ég tek undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar."

Fundarhlé kl. 17:07, fundi fram haldið kl. 17:23.

Bókun Aðalsteins Jónssonar, Margrétar Björnsdóttur, Ómars Stefánssonar og Ármanns Kr. Ólafssonar:

"Það er útilokað að ætlast til þess að bæjarstjóri framfylgi tillögu sem skortir lagaheimild en lögmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði"þetta liggur að mínu viti tiltölulega ljóst fyrir í lögunum að fjárhagsáætlun er bindandi og því er ekki heimilt að ákveða ný útgjöld úr bæjarsjóði nema viðauki sé samþykktur áður, þar sem kveðið er á um hvernig útgöldum skuli mætt. Mér sýnist að því leyti sem ég hef skoðað málið að ljóst sé að enginn viðauki hafi verið lagður fram"  Þá segir enn fremur "ég sé ekki að það sé hægt að samþykkja útgjöld úr bæjarsjóði nema að undangengnum viðauka í þessu máli".
Bæjarfulltrúar hafa verið sammála því að greiða niður skuldir bæjarins og því er framfylgt í gildandi fjárhagsáætlun sem og í þeirri síðustu og þess vegna gátum við greitt niður skuldir bæjarins um tvo milljarða eins og fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2013.
Umrædd skýrsla var send í tölvupósti að loknum vinnudegi til bæjarstjóra. Næsta dag var hún send á bæjarfulltrúa og í ljósi opinberrar umfjöllunar um húsnæðismál í Kópavogi var rétt að senda hana á fjölmiðla í kjölfarið."

Bókun Unu Bjargar Einarsdóttur:

"Með vísan í bókun Samfylkingarinnar þar sem kemur fram að Listi Kópavogsbúa sé orðinn að Bjartri framtíð vil ég taka fram að Listi Kópavogsbúa situr í bæjarstjórn og mun gera út kjörtímabilið. Björt framtíð kemur því ekki að þessu máli."

6.1404426 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 22. apríl 2014.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 10. og 16. apríl, byggingarfulltrúa frá 8. apríl, barnaverndarnefndar frá 10. apríl, forsætisnefndar frá 14. og 16. apríl, hafnarstjórnar frá 7. apríl, leikskólanefndar frá 3. apríl, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 10. apríl, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 11. apríl, stjórnar Sorpu bs. frá 7. apríl, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 11. apríl og umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. apríl og skipulagsnefndar frá 16. apríl.

Lagt fram.

Kl. 17:38 víkur Guðríður Arnardóttir af fundi og í hennar stað tekur sæti Tjörvi Dýrfjörð.

7.1404007 - Bæjarráð, 10. apríl

2727. fundargerð í 20 liðum.

Lagt fram.

 

 

 

 

8.1404014 - Bæjarráð, 16. apríl

2728. fundargerð í 16 liðum.

Lagt fram.

9.1404006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 8. apríl

112. fundur í 9 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

10.1404008 - Barnaverndarnefnd , 10. apríl

36. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

11.1404010 - Forsætisnefnd, 14. apríl

20. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

12.1404017 - Forsætisnefnd, 16. apríl

21. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

13.1403026 - Hafnarstjórn, 7. apríl

95. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

14.1403024 - Leikskólanefnd, 3. apríl

47. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

 

15.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 10. apríl

815. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

 

16.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 11. apríl

131. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

 

17.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 7. apríl

333. fundargerð í 14 liðum.

Lagt fram.

 

18.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 11. apríl

45. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

19.1404002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. apríl

48. fundargerð í 12 liðum.

Lagt fram.

 

20.1006243 - Kosningar í kjörstjórn 2010 - 2014

Kosning varamanna í kjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga 2014.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Ómar Stefánsson og Rannveig Ásgeirsdóttir.

Af B-lista:

21.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2011

Kosning varamanns í barnaverndarnefnd.

Margrét Júlía Rafnsdóttir kosin varamaður í barnaverndarnefnd í stað Láru Jónu Þorsteinsdóttur.

22.1403021 - Skipulagsnefnd - 1238

1238. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

23.1404352 - Vallakór 6-8 (áður nr. 10)og Vallakór 1-3. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 18.3.2014, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi við Vallakór 6-8 (áður nr. 10) og Vallakór 1-3.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkv. og tveimur hjásetum að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 43. gr. skipulagslaga.

24.14011091 - Hlíðarhjalli 16. Kynning á byggingarleyfi

Lagt fram erindi Random-ark ehf. dags. 23.1.2014 f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hlíðarhjalla 16. Í breytingunni felst að byggja 27m2 sólskála á suðurhlið hússins, svalir verða á þaki sólskálans.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslu skipulagsnefndar.

25.1309251 - Laufbrekka 8. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Árna Friðrikssonar, arkitekts, dags. 27.11.2013, að breyttu deiliskipulagi Laufbrekku 8. Í breytingunni felst að byggð verður 34m2 viðbygging við vesturhlið íbúðarhússins.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 8 atkv. og þremur hjásetum.

26.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

27.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20. Í gildi er byggingarleyfi samþ. 25. maí 1989 fyrir tveggja hæða tvíbýli með tvöfaldri stakstæðri bílgeymslu. Í framlögðu erindi kemur meðal annars fram að einnar hæðar hús sem stendur á lóðinni verður rifið og tveggja hæða parhús reist í stað þess.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.

28.1312013 - Álfhólsvegur 64. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lögð fram að nýju tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar, f.h. lóðarhafa að nýbyggingu við Álfhólsveg 64.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 10 atkv. og einni hjásetu.

29.1404313 - Geirland. Malarvinnsla. Endurnýjun starfsleyfis.

Lagt fram erindi Braga Sigurjónssonar dags. 9.4.2014. þar sem óskað er umsagnar skipulagsnefndar vegna umsóknar um framlengingu starfsleyfis hjá Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, vegna rekstrar á flokkunarvél, lager og söluaðstöðu jarðefna að Geirlandi við Suðurlandsveg.

Bæjarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að framkvæmdaleyfi fyrir malarvinnslu við Geirland verði framlengt í fjögur ár, með 10 atkv. og einni hjásetu.

30.14021052 - Sjóvarnir á Kársnesi og frágangur á opnum svæðum.

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 31.3.2014 var tekið fyrir mál vegna sjóvarna og frágangs á opnum svæðum á Kársnesi. Nefndin gerði ekki athugasemd við tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir að unnið verði deiliskipulag af umræddu svæði og það kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga, með 10 atkv. og einni hjásetu.

31.1212211 - Hagasmári 1, Smáralind, auglýsingarskilti

Lögð fram að nýju fyrirspurn G. Odds Víðissonar, arkitekts fh. Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 13.12.2012 þar sem óskað er álits skipulagsnefndar á áformum eiganda um að staðsetja flettiskilti á lóð Smáralindar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar með 6 atkv. gegn einu atkv. Fjórir sitja hjá.

32.1311250 - Svæðisskipulag 2015-2040

Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 24. mars þar sem óskað er eftir umsögnum og athugasemdum vegna kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi hbsv. 2015-2040. Skipulagsnefnd óskar eftir því að boðað verði til sérstaks samráðsfundar skipulagsnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og bæjarstjórnar þar sem fulltrúar SSH kynni framlagða vinnutillögu að nýju svæðisskipulagi.

Lagt fram.

33.903113 - Glaðheimar. Endurskoðun deiliskipulags.

Lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 6. desember 2013 um breytt deiliskipulag fyrir Glaðheima - Austurhluta.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi Glaðheima austurhluta uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð, skipulagsskilmálum dags. 6. desember 2013 og umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 18. mars 2014 um framkomnar athugasemdir og ábendingar. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt breytta afmörkun deiliskipulags Fífuhvammslands frá 9. desember 1993.

Samþykkt með 10 atkv. og einni hjásetu.

Fundi slitið - kl. 18:00.