Leikskólanefnd

31. fundur 02. október 2012 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
 • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
 • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
 • Sigurlaug Bjarnadóttir starfsmaður fræðslusviðs
 • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
 • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
 • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
 • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
 • Ásdís Helga Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1206392 - Dagforeldrar - þjónustusamningar og breytingar á niðurgreiðslum

Emilía Júlíusdóttir, daggæslufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Emilía Júlíusdóttir, kynnti nýjar reglur sem gilda um dagforeldra.

 

Sigurður Grétarsson og Arnþór Sigurðsson lýsa yfir óánægju með að hækkun framlags vegna dvalar hjá dagforeldrum hafi ekki verið eins mikil og lagt var upp með þegar þessi fjárhagsliður var hækkaður í fjárhagsáætlun.  

 

Sigurður Grétarsson lýsir ennfremur yfir óánægju yfir að foreldrum sé mismunað eftir því hvort þeir ákveði að taka allt fæðingarorlofið í byrjun eða nýta sér þann sveigjanleika sem lög um fæðingarorlof gefa.

 

Arnþór óskar eftir upplýsingum um þróun á fjölgun dagforeldra og þróun á fjölda barna sem dvelja hjá þeim.

2.1209412 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um undirritun þjónustusamnings.

3.1209411 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfið með fyrirvara um undirritun þjónustusamnings.  

4.1206139 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2012-2013

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlanir eftirfarandi leikskóla: Rjúpnahæð, Grænatún, Álfatún, Kópahvoll, Marbakki, Urðarhóll, Kór, Baugur.

Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju með hvað starfsáætlunirnar eru vel unnar og lýsa fjölbreyttu og góðu starfi.

5.1209408 - Umsókn frá Furugrund

Leikskólanefnd telur verkefnið áhugavert, en frestar afgreiðslu.

 

Leikskólanefnd óskar eftir því að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir framlagi til að styrkja almennt þróunarverkefni í leikskólum Kópavogs. Slíkt væri mikil lyftistöng fyrir leikskólastarfið. Framlag í þróunarsjóð var tekið út í sparnaðarskyni. Leikskólanefnd telur að heppilegra sé styrkir til þróunarverkefna fari í gegnum þróunarsjóð, en að styrkja einstök verkefni með breytingu á launum.

6.1208797 - Fundir leikskólastjóra 2012-2013

Fundargerð 1. fundar leikskólastjóra 2012-2013  lögð fram og rædd.

Arnþór Sigurðsson óskar eftir að leikskólastjórar fjalli aftur um tillögu um breytta gjaldskrá þar sem niðurstaða þeirra var byggð á röngum upplýsingum um stefnu Kennarasambandsins.

7.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum

Umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar.

8.1204358 - Tillaga að breyttri gjaldskrá leikskólanna í Kópavogi

Lögð fram samþykkt stjórnar Samleiks.

"Stjórn SAMLEIK hafnar tillögu Arnþór Sigurðssonar um að leikskólapláss sé gjaldfrítt sex fyrstu tíma dagsins. Í röksemdum með tillögunni

er lagt til að þetta verði tilraunaverkefni. Reynsla foreldra af tilaunaverkefnum í skólastarfi er ekki góð og engin ástæða til að ætla að hér verði undantekning á. Meðaldvalartími barna á leikskólum Kópavogs er 8 klst á dag. SAMLEIK tekur undir að ef að samfélagið væri í fullkomnu jafnvægi, þá væri sjálfgefið að foreldrum dygði 6 tímar til tekjuöflunar fyrir heimilið, en ekki að nýta sér þessa 8 klst. eins og raunin er í dag. Hér væri því verið að mismuna foreldrum út frá aldri barnanna og aðstæðum foreldra á vinnumarkaði".

 

Arnþór Sigurðsson óskar eftir að bókað verði: "Undirritaður skorar á stjórn Samleiks að gera víðtæka könnun á tillögu minni um breytta gjaldskrá í leikskólunum í stað þess að stjórn taki svo afdráttarlausa afstöðu til máls sem snertir þúsundir foreldra leikskólabarna í Kópavogi án samráðs".

 

9.1205606 - Tillaga um breytingu á þjónustu leikskóla í Kópavogi

Tillagan lýtur að breytingu á starfsemi yfir sumartímann. Flutningsmaður, Sigurður Grétarsson bókar: "Undirritaður leggur áherslu á að aukinn sveigjanleiki ríki hvað varðar sumarleyfi. Haft sé meira samráð við foreldra. Meðan ekki sé meiri sveigjanleiki en nú er geti foreldrar tekið lengra frí fyrir barn sitt án þess að greiða gjald".

Engin önnur mál

Fundi slitið - kl. 18:15.