Dagskrá
1.1206392 - Dagforeldrar - þjónustusamningar og breytingar á niðurgreiðslum
2.1209412 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
3.1209411 - Endurnýjun á leyfi til daggæslu barna
4.1206139 - Starfsáætlun leikskóla fyrir 2012-2013
5.1209408 - Umsókn frá Furugrund
6.1208797 - Fundir leikskólastjóra 2012-2013
7.1208715 - Reglur um innritun og dvöl í leikskólum
8.1204358 - Tillaga að breyttri gjaldskrá leikskólanna í Kópavogi
9.1205606 - Tillaga um breytingu á þjónustu leikskóla í Kópavogi
Fundi slitið - kl. 18:15.
Emilía Júlíusdóttir, daggæslufulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
Anna Birna Snæbjörnsdóttir og Emilía Júlíusdóttir, kynnti nýjar reglur sem gilda um dagforeldra.
Sigurður Grétarsson og Arnþór Sigurðsson lýsa yfir óánægju með að hækkun framlags vegna dvalar hjá dagforeldrum hafi ekki verið eins mikil og lagt var upp með þegar þessi fjárhagsliður var hækkaður í fjárhagsáætlun.
Sigurður Grétarsson lýsir ennfremur yfir óánægju yfir að foreldrum sé mismunað eftir því hvort þeir ákveði að taka allt fæðingarorlofið í byrjun eða nýta sér þann sveigjanleika sem lög um fæðingarorlof gefa.
Arnþór óskar eftir upplýsingum um þróun á fjölgun dagforeldra og þróun á fjölda barna sem dvelja hjá þeim.