Leikskólastjórar

6. fundur 19. janúar 2010 kl. 08:15 - 11:30 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir Leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1001080 - Vefsíðumál leikskóla

Þessi liður féll niður þar sem þeir sem ætluðu að taka málið fyrir mættu ekki. Athugað með að taka málið fyrir aftur á fundi í febrúar.

2.1001079 - Fjárhagsáætlun leikskóla 2010

Sindri Sveinsson og Anna Birna Snæbjörnsdóttir, gerðu grein fyrir fjárhagsáætlun næsta árs. Umræður urðu um þær leiðir sem verða farnar. Fram kom í máli nokkurra leikskólastóra að vandi verður að mæta kröfum um sparnað og halda uppi ósk um faglegt starf.

Valgerður [Álfatúni] og Elísabet [Álfaheiði] var falið að gera tillögu að texta þar sem heimavinnandi foreldrar eru hvattir til að stytta dvalartíma barnanna sinna. Leikskólinn tryggi lengri dvöl þegar og ef þarf.

Kosin var nefnd, Sesselja [leikskóladeild], Helga [Furugrund], Bjarney [Sólhvörf], vinna að tillögu um úrfærslu á sparnaði vegna fjarnema.

3.1001081 - Raddir barna - Mat barna á leikskólastarfi

Sigríður Síta Pétursdóttir gerði grein fyrir vinnu nefndar um mat barna á starfi leikskólans. Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktun; allir leikskólar Kópavogs geri mat barna árlega, og velji þá leið sem notuð hverju sinni. Leikskólar geri grein fyrir mat, niðurstöðum og umbótaáætlun í starfsáætlun og ársskýrlu. Ef ástæða þykir til er hægt að samþykkja að eitt árið sé notuð samræmd leið til að afla samræmdra upplýsinga.

4.1001111 - Dagur leikskólans 6. febrúar

Í tilefni af degi leikskólans 6.febrúar n.k. er mælst til þess að leikskólar gera eitthvað föstudaginn 5.febrúar, til að gera leikskólabarnið Kópavogi sýnilegt.  Yfirskrift leikskóla Kópavogs verður; Leikskólabarnið í Kópavogi. Leikskólastjórar eru beðnir að koma upplýsingum um það sem þeir ætla að gera til leikskóladeildar fyrir 28. janúar, sem sér um að koma þeim upplýsingum inn á heimasíðu Kópavogs, auk þess munu leikskólar auglýsa daginn á sínum heimasíðum. Björk [Núpi] óskaði eftir að leikskólakennurum yrði send kveðja í tilefni dagsins frá leikskólastjórum.

Sigríði Sítu [leikskóladeild] var falið að útbúa auglýsingu varðandi 6.febrúar sem innibæri kveðju frá leikskólastjórum.

5.1001120 - Önnur mál

a: Þegar senda á tölvupóst á alla leikskóla, nota hópinn leikskólar í Outlook.

b: nýtt fyrirkomulag á fundarboðun útskýrt.

c: Þar sem ekki er veitt í viðlagasjóð verður bókun t.d vegna afsláttar við 55 ára aldur leikskólakennara ekki framfylgt frá og með áramótum 2009/2010

d: vegna kostnaðar hafa einstaka leikskólar dregið úr sprittun á höndum barna og fullorðinna

e: skiplagning á heimsóknum milli leikskóla verður frestað til hausts 2010

f: Leikskólastjórar undrast veglegt plakati frá Menningardeild m.t.t. sparnaðar.

g: Athugsemd um að þeir leik- og grunnskólar sem eru með skráningarkerfinn Mentor hafi sjálfkrafa uppplýsingar fyrir Hagstofuskýrslu. Fram kom að þessar upplýsingar eru líka í Perlunni. 

h: Samræma á útlit á heimsíðum leikskólanna sbr. 1. lið.

i: Ekki er áformað að vinna endurskoðun á fjárhagsáætlun þessa árs. Leikskólastjórar stilli afleysingum t.d. vegna langtímaveikinda starfsfólks í hóf eins og kostur er. 

j: Athugasemd kom fram uð að illa hafi verið haldið utan um átaksverkefni sem snéru að leikskólunum og voru á vegum vinnumálastofnunar og bæjarins síðast liðið haust.    

Fundi slitið - kl. 11:30.