Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga Skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi hafnarsvæðisins á Kársnesi, Vesturvör 32-38. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri athafnalóð norðan Vesturvarar 34 og 36 þ.e. Vesturvör 38. Samkvæmt tillögunni verður lóðin tæplega 11.000 m2 að flatarmáli þar sem byggja má allt að 6000 m2 byggingu á 1-2 hæðum með vegghæð að hámarki 10 m og mænishæð 12 m. Aðkoma verður frá Vesturvör. Í tillögunni er einnig gert ráð fyrir aðstöðu til að sjóseta báta norðan lóðarinnar. Uppdráttur 1:2000 dags. í mars 2011.
Einnig lagt fram erindi skipulagsstjóra dags. 26. maí 2011 til lögboðinna umsagnaraðila; Mílu, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingastofnun Íslands, Isavia ohf. og Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar. Umsögn barst frá Isavia dags. 9. júlí 2011 og Siglingastofnun dags. 12. júlí 2011.
Kynningartíma lauk 18. júlí 2011. Eftirtaldir aðilar sendu inn athugasemdir og ábendingar: Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkurborgar dags. 15. júlí 2011, Ævar Guðmundsson fh. K-102 Vesturvör 36, dags. 18. júlí 2011; Kári Pálsson fh. Hamars ehf, Vesturvör 36, dags.18. júlí 2011; Þórarinn Þór fh. Kynnisferða, Vesturvör 34, dags.18. júlí 2011; Kári Pálsson og Davíð Þór Sigurbjartsson fh. Idea ehf. Vesturvör 36 dags.18. júlí 2011. Eftir að kynningartíma lauk bárust athugasemdir og ábendingar dags. 19. júlí 2011 frá Örnu Harðardóttur f.h. íbúasamtakanna Betri byggð á Kársnesi.
Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum á reitnum Lindasmári 2-54.