Á fundi skipulagsnefndar 16. mars 2010 var lagt fram erindi lóðarhafa nr. 13 við Þrymsali dags. 11. mars 2010. Byggt verði hús á lóðinni 12,4 m² umfram grunnflöt skv. skipulagsskilmálum, sem er 200 m². Leyft verði að hækka húsið um 0,825 m á 6,315 m kafla á austurhlið hússins, sem nemur lengd bílageymslu.
Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir dags. mars 2010 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti að senda málið í kynningu til lóðarhafa Þrymsölum 6, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 15, 16 og 17. Einnig verði Garðabæ sent erindið til kynningar.
Fulltrúar Samfylkingar sátu hjá við afgreiðsluna og óskuðu eftir ítarlegri gögnum um breytingar deiliskipulags lóða í hverfinu.
Erindið var kynnt frá 18. mars 2010 til 21. apríl 2010. Athugasemdir bárust.
Á fundi skipulagsnefndar 20. apríl 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt athugasemdum.
Skipulagsnefnd felur Skipulags- og umhverfissviði að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir.
Á fundi skipulagsnefndar 18. maí 2010 er erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn Skipulags- og umhverfissviðs dags. 18. maí 2010.