Greint frá stöðu mála.
Á fundi skipulagsnefndar 15. apríl 2011 var samþykkt verkefnalýsing og matslýsing að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins. Lögð fram erindi dags. 2. maí 2011 til eftirfarandi lögðboðinna umsagnaraðila: Skipulagsstofnunnar, Umhverfisstofnunnar, Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, Siglingarstofnunar, Vegagerðarinnar, Fornleifaverndar ríkisins, Skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar,Garðabæjar, Mosfellsbæjar, Hafnarfjarðar, Seltjarnarneskaupstaðar,Sveitarfélagsins Álftaness og Sveitarfélagsins Ölfuss. Óskað var eftir umsögn ofangreindra aðila um verkefnalýsingu skipulagsgerðar og umhverfislýsingu að endurskoðuðu aðalskipulagi fyrir 7. júní 2011. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun sbr. bréf dags. 19. maí 2011, Vegagerðinni sbr. bréf dags. 30. maí 2011, Fornleifavernd ríkisins sbr. bréf dags. 7. júní 2011, Siglingastofnun sbr. bréf dags. 1. júní 2011, Seltjarnarnesbæ sbr. bréf dags. 19. maí 2011, Sveitarfélaginu Ölfuss sbr. bréf dags. 20. maí og 30. maí 2011, Mosfellsbæ sbr. bréf dags. 17. maí og 18. maí 2011, frá Reykjavíkurborg sbr. bréf dags. 6. júní 2011 og frá Hafnarfjarðarbæ sbr. bréf dags. 6. júní 2011.
Lögð fram samantekt skipulagsstjóra dags. 10. júní 2011 þar sem fram koma athugasemdir og ábendingar ofangreindra umsagnaraðila.
Þá gerð grein fyrir og lagðar fram niðurstöður samráðfundum sem haldnir voru í Vatnsendaskóla 19. maí 2011 og í Salaskóla 26. maí 2011 með rýnihópum úr Hvörfum, Þingum, Kórum, Sölum og Lindum.
Greint frá stöðu mála.