Lagt fram erindi Ásmundar Hilmarssonar, Eyktarsmára 1, Einars Ólafssonar, Engjasmára 9, Guðrúnar Benediktsdóttur, Brekkusmára 2 og Jóhannesar Birgis jenssonar, Arnarsmára 28, dags. 27. október 2011 varðandi afgreiðslu skipulagsnefndar á fundi nefndarinnar 17. október 2011 og varðar Hagasmára 2.
Þá lögð fram fundargerð frá samráðfundi með fulltrúum íbúasamtaka Betri Nónhæð 2. nóvbember 2011 þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir við húsnæði og lóð Hagasmára 2 voru kynntar. Þá var lagt fram dreifibréf til næsta nágrenni óbyggðasvæðisins sunnan Smáralindar.
Skipulagsnefnd vísar í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um grenndarkynningu á óverulegri breytingu á deiliskipulagi en þar segir m.a. að skipulagsnefnd skuli láta fara fram grenndarkynningu. Skipulagsnefnd hefur ítrekað fjallað um og kynnt breytingar á deiliskipulagi við Austurkór 104 (92) þar sem tekið var m.a. á mögulegum snúningi á byggingarreit lóðarinnar (51° og 35°). Neikvæð afstaða hagsmunaaðila, í næsta nágrenni lóðarinnar, til óskar lóðarhafa Austurkórs 104 (92) um að snúa téðum byggingarreit, hefur ítrekað komið fram. Skipulagsnefnd telur fullreynt að sætta sjónarmið varðandi það atriði að snúa byggingarreit lóðarinnar við Austurkór 104 og hafnar því ósk lóðarhafa um nýja grenndarkynningu.
Vísað til bæjarstjórnar.