- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Við afgreiðslu þessa máls sat Linda Udengaard, deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að farið verði í samstarf við Félag íslenskra sjúkraþálfara og óskar eftir samstarfi við forvarna- og frístundanefnd og íþróttaráð í þessu verkefni.
Málið var rætt og kynnt fyrir nýrri nefnd og nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum.
Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í heildar endurskoðun umferðarskipulags á 30 km svæðum í Kópavogi og almennar hraðatakmarkandi aðgerðir.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnin verði könnun næsta haust og að skýrslan verði sett í samhengi við umferðaröryggisáætlun Kópavogs.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið kanni málið og svari erindinu.
Í samræmi við umferðarskipulag Kópavogs og 30 km áætlun af hverfinu er ekki gert ráð fyrir hraðahindrunum í Aflakór en umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að setja tímabundna hraðahindrun í götuna.
Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði að því að fá Bláfánann fyrir Ýmishöfnina og gert verði ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.
Málið rætt og umhverfissvið vinnur áfram að málinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að næsti fundur nefndarinnar verði að hluta varið í kynningu á starfsemi Strætó bs.
Málið kynnt og næstu skref ákveðin.
Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að fá kynningu á Reykjanesfólkvangi og starfsemi hans.
Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar tekur undir umsögn Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2. maí 2011 þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við að jarðhitanýting við Gráuhnúka hafi engin áhrif á loftgæði. Nú þegar finnst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og eru líkur á að hún muni aukast með frekari vinnslu á svæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs bendir sérstaklega á þá staðreynd að þynningarsvæði fyrir Hellisheiðarvirkjun hefur ekki verið skilgreint og að í nágrenni vinnslusvæðisins (Lækjarbotnum) er leik- og grunnskóli sem óskað hefur verið eftir stækkun á, frístundabyggð og skógræktar- og útivistarsvæði.
Fundi slitið - kl. 19:00.