Umhverfis- og samgöngunefnd

3. fundur 09. maí 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Hólmfríður Þorsteinsdóttir umhverfisfulltrúi
Dagskrá
Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri sat fundinn við afgreiðslu mála nr. 3, 4 og 5.

1.1101859 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs 2011

Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 19. janúar, 1. mars og 6. apríl 2011 voru lagðar fram.

Umhverfis- og samgöngunefnd óskar eftir að fá kynningu á Reykjanesfólkvangi og starfsemi hans.

2.1101848 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 2011

Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogsbæjar tekur undir umsögn Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 2. maí 2011 þar sem gerðar voru alvarlegar athugasemdir við að jarðhitanýting við Gráuhnúka hafi engin áhrif á loftgæði. Nú þegar finnst brennisteinsmengun á höfuðborgarsvæðinu og eru líkur á að hún muni aukast með frekari vinnslu á svæðinu. Umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs bendir sérstaklega á þá staðreynd að þynningarsvæði fyrir Hellisheiðarvirkjun hefur ekki verið skilgreint og að í nágrenni vinnslusvæðisins (Lækjarbotnum) er leik- og grunnskóli sem óskað hefur verið eftir stækkun á, frístundabyggð og skógræktar- og útivistarsvæði.

 

3.1105002 - Bæjarráð - 2593

Bæjarráð 5. maí 2011
1103256 - Skólagarðar 2011
Bæjarráð afgreiðir liðinn án athugasemda.
1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs
Umsögn leikskólanefndar lögð fram.

4.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2011

Á fundi bæjarstjórnar 26. apríl 2011 voru eftirtalin kosin sem varamenn í umhverfis- og samgöngunefnd Kópavogs kjörtímabilið 2010- 2014.
Af A- lista:
Sigurður Grétarsson
Brynjar Örn Gunnarsson
Aldís Aðalbjarnarnardóttir
Af B- lista
Helgi Magnússon
Haukur Ingvarsson

5.1105026 - Brúkum bekki

Héðinn Jónsson frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara kynnti verkefnið Brúkum bekki. Verkefnið miðar að því að koma upp bekkjum með 200-300m millibili við göngustíga sem mikið eru notaðir af eldri borgurum. Er það gert til að auðvelda eldri borgurum að fara gangandi um hverfin og um leið hvetja þá til göngu.

Við afgreiðslu þessa máls sat Linda Udengaard, deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að farið verði í samstarf við Félag íslenskra sjúkraþálfara og óskar eftir samstarfi við forvarna- og frístundanefnd og íþróttaráð í þessu verkefni.

6.1011283 - Framkvæmdir á opnum svæðum

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars kynnti garðyrkjustjóri drög að áætlun um framkvæmdir á opnum svæðum fyrir árið 2011.
Lagt fram.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var kostnaðar- og tímaáætlun lögð fram og kynnt vegna framkvæmda á opnum svæðum árið 2011.

7.801287 - Grjótnám í Lækjarbotnum

Á fundi skipulagsnefndar 1. apríl 2008 var lagt fram erindi S. Helgason dags. 22. janúar 2008. Í erindinu var óskað eftir endurnýjun samnings um leyfi til námuvinnslu á svæðinu. Skipulagsefnd samþykkti að vísa erindinu til umfjöllunar í umhverfisráði. Á fundi umhverfisráðs 7. apríl 2008 var óskað eftir heildstæðum gögnum yfir umfang verkefnisins með lýsingu á fyrri samningum um námuvinnsluna, núverandi stöðu í námunni og fyrirhugaðri viðbótarvinnslu, ásamt áætlun um frágang námu ef leyfi verður veitt til frekari vinnslu. Á fundi umhverfisráðs 20. október 2008 var skipulags- og umhverfissviði falið að boða til fundar með stjórnendum S. Helgasonar. Fundur var haldinn með stjórnenda S. Helgasonar þann 17. desember 2008. Á fundinum var ákveðið að ganga frá drögum að samningi og framkvæmdaráætlun að frágangi námunnar. Á fundi umhverfisráðs 26. janúar voru lögð fram drög að samningi og framkvæmdaráætlun um vinnslu og frágang á námu í Lækjarbotnum dags. 22. janúar 2009. Umhverfisráð óskaði eftir að tekið verði saman minnisblað um áður gerða samninga og ferli málsins. Einnig að fá mat á lagalegri stöðu eldri samnings um námuvinnslu á svæðinu. Á fundi umhverfisráðs 23. febrúar 2009 var umsögn frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs lögð fram um lagalega stöðu áður gerðra samninga. Tekið hefur verið saman ferli málsins og ný drög af samningi kynnt. Umhverfisráð samþykkti stækkun á námusvæði samkv. uppdrætti og samningi skipulags- og umhverfissviðs 20. febrúar 2009 og vísaði málinu til bæjarráðs. Vakin er athygli á að enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um vinnslugjald. Umhverfisráð lagði til að málinu yrði vísað til framkvæmda- og tæknisviðs varðandi tillögu þar að lútandi. Á fundi bæjarráðs 16. apríl 2009 var tillaga umhverfisráðs samþykkt. Á fundi umhverfisráðs 6. júlí 2009 var erindið lagt fram að nýju ásamt samningi á milli Kópavogsbæjar og S. Helgasonar sem nú innihélt vinnslugjald.
Samningsdrögin voru samþykkt og námugjald og vísað til bæjarráðs.
Á fundi bæjarráðs 9. júlí 2009 voru samningsdrögin samþykkt.
Á fundi umhverfisráðs 27. september 2010 var lögð fram úttekt á svæðinu og staða málsins kynnt.
Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að samningur um grjótnámið verði uppfylltur hvað varðar verktryggingu og frágang svæðisins og að frekara grjótnám fari ekki fram fyrr en þessi skilyrði verði uppfyllt.
Á fundi bæjarráðs 7. október 2010 var tillaga umhverfisráðs samþykkt.
Á fundi umhverfisráðs 19. október 2010 er málið lagt fram á ný.
Fyrirtækið S. Helgason er búið að uppfylla skilyrði samningsins hvað varðar verktryggingu og frágang og umhverfisráð felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að vinna að endurskoðun samningsins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var lögð fram tillaga skrifstofustjóra umhverfissviðs að endurskoðuðum samningi.

Málið var rætt og kynnt fyrir nýrri nefnd og nefndin óskaði eftir frekari upplýsingum.

8.1104315 - Dalaþing, ósk um hraðahindrun

Lagt fram erindi íbúa við Dalaþing dags. 28. apríl 2011 vegna umferðarhraða í hverfinu. Í erindinu var óskað eftir hraðahindrun við hringtorgið inn í Dalaþing.

Umhverfis- og samgöngunefnd vísar í heildar endurskoðun umferðarskipulags á 30 km svæðum í Kópavogi og almennar hraðatakmarkandi aðgerðir.

9.1105024 - Umferðaröryggi í kring um grunnskóla Kópavogs

Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl 2011 óskaði nefndin eftir því að unnin yrði heildrænu skipulagi umferðarmála í kring um grunnskóla bæjarins.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lögð fram drög að áætluninni og lagt til að gerð verði könnun á fjölda þeirra sem skutla börnum í skólana næsta haust.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að unnin verði könnun næsta haust og að skýrslan verði sett í samhengi við umferðaröryggisáætlun Kópavogs.

10.1105059 - Hlíðarvegur, biðskylda

Lagt fram erindi frá Erlingi Jónassyni dags. 19. apríl 2010 þar sem óskað var eftir því að biðskyldumerki við Hlíðarveg sé fært.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til að umhverfissvið kanni málið og svari erindinu.

11.1007183 - Aflakór. Hraðahindrun.

Á fundi umferðarnefndar 21. september 2010 var lagt fram erindi frá íbúum í Aflakór þar sem óskað var eftir hraðahindrunum í götuna. Umferðarnefnd fól starfsmanni að koma með tillögur að hraðatakmörkunum í Rjúpnahæð í heild sinni.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var lögð fram tillaga að hraðatakmörkunum í Rjúpnahæð.

Í samræmi við umferðarskipulag Kópavogs og 30 km áætlun af hverfinu er ekki gert ráð fyrir hraðahindrunum í Aflakór en umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að setja tímabundna hraðahindrun í götuna.

12.1103195 - Kópavogshafnir: umsókn um Bláfánann

Á fundi bæjarstjórnar 8. mars 2011 var samþykkt að skoðað yrði hvort Kópavogshafnirnar tvær sæki um alþjóðlegu umhverfisviðurkenninguna Bláfánann, fyrir árið 2012. Bæjarstjórn vísaði málinu til úrvinnslu í umhverfis- og samgöngunefnd.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfisfulltrúa að vinna að málinu.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var lagður fram listi yfir þau verkefni sem Ýmishöfnin þarf að vinna að til að fá Bláfánann og kostnaður við það.

Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð að unnið verði að því að fá Bláfánann fyrir Ýmishöfnina og gert verði ráð fyrir fjármagni í verkefnið í fjárhagsáætlun fyrir árið 2012.

13.1103134 - Umhverfisviðurkenningar 2011

Frá árinu 1964 hafa verið veittar viðurkenningar vegna umhverfismála í Kópavogi með breyttu sniði í gegnum árin. Síðustu árin hafa verið veittar viðurkenningar fyrir: endurgerð húsnæðis, hönnun, frágang húss og lóðar á nýbyggingasvæðum, framlag til ræktunarmála, framlag til umhverfismála og framlag til umhverfis og samfélags. Á fundi umhverfisráðs 21. mars 2011 fól umhverfis- og samgöngunefnd umhverfissviði að annast undirbúning málsins.
Á fundu umhverfis- og samgöngunefndar 11. apríl voru kynntar viðurkenningar frá síðasta ári.
Umhverfis- og samgöngunefnd fól umhverfissviði að vinna áfram að málinu samkvæmt því sem fram kom á fundinum.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 voru lagðar fram tillögur að tilnefningum.

Málið rætt og umhverfissvið vinnur áfram að málinu.

14.1104033 - Umhverfisstefna Strætó bs.

Lögð fram til kynningar umhverfisstefna Strætó bs. sem samþykkt var af stjórn Stræót bs. þann 29. apríl 2011. Einnig var gerð grein fyrir væntanlegri ferð til höfuðstöðva Strætó bs. á næsta fundi umhverfis- og samgöngunefndar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að næsti fundur nefndarinnar verði að hluta varið í kynningu á starfsemi Strætó bs.

15.1011345 - Friðlýsing Skerjafjarðar.

Mál er varðar friðlýsingu Álftaness - Skerjafjarðar í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008 hefur verið til umfjöllunar í umhverfisráði.
Á fundi umhverfisráðs 29. nóvember 2010 var málið lagt fram á ný.
Guðríður Þorvarðardóttir frá Umhverfisstofnun og Sigurður Ármann Þráinsson kynntu verkefnið um friðlýsingu Skerjafjarðar, reglur og næstu skref við friðlýsingu svæðisins og Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs kynnti svæðið út frá náttúru og hvaða áhrif friðlýsing hefur á það. Umhverfisráð þakkar þeim komuna og felur skipulags- og umhverfissviði áframhaldandi vinnu við friðlýsingu svæðisins og að fundað verði með þeim sveitarfélögum sem hlut eiga að máli.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 21. mars 2011 er lögð fram fundargerð frá fundi aðila nærliggjandi sveitarfélaga dags. 13. janúar 2011 og greint er frá fundi með nefndarmönnum umhverfis- og skipulagsnefnda á höfuðborgarsvæðinu 11. mars 2011.
Staða málsins kynnt og nefndin látin vita af kynningarfundi um svæðið sem haldinn verður fljótlega.
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 9. maí 2011 var gerð grein fyrir fundi sem haldinn var á Umhverfisstofnun 29. apríl 2011 vegna þar sem nefndarmönnum í umhverfis- og skipulagsnefndum á höfuðborgarsvæðinu gafst kostur á að kynna sér málið. Margrét Júlía Rafnsdóttir, formaður umhverfis- og samgöngunefndar og umhverfisfulltrúi kynntu stöðu friðlýsingar í Kópavogi.

Málið kynnt og næstu skref ákveðin.

Önnur mál:
- Umhverfis- og samgöngunefnd kallar eftir því frá bæjarráði að fá formlega niðurstöðu úr tilraunaverkefninu um sorpflokkun á Nónhæð.

- Umhverfis- og samgöngunefnd felur umhverfissviði að koma með samræmdar tillögur að útfærslu á hraðatakmarkandi aðgerðum, þar sem áhersla verði lögð á lá

Fundi slitið - kl. 19:00.