Umhverfis- og samgöngunefnd

85. fundur 03. apríl 2017 kl. 16:30 - 19:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalmaður
  • Einar Baldursson aðalmaður
  • Hreggviður Norðdahl áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Steingrímur Hauksson sviðsstjóri skipulags- umhverfissviðs
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

1.17031297 - Hverfisáætlun Fífuhvamms 2017. Drög.

Skipulags- og byggingardeild Kópavogs hefur frá ársbyrjun 2014, í kjölfar Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, unnið að mótun hverfisáætlana fyrir hverfin fimm í Kópavogi; Kársnes, Digranes, Smárann, Fífuhvamm og Vatnsenda. Hlutverk hverfisáætlana er að kveða nánar en gert er í aðalskipulagi á um helstu þætti hvers bæjarhluta, með áherslu á hvar breytinga er að vænta eða hvar þeirra er þörf. Í hverfisáætlunum er fyrst og fremst fjallað um byggðina, þjónustu, umhverfi, umferð og íbúa. Hverfisáætlun Fífuhvamms (Linda- og Salahverfa) er þriðja áætlunin sem unnin er í bænum. Þegar hafa verið unnar hvarfisáætlanir fyrir Smárann og Kársnes.
Frestað.

2.17031359 - Auðbrekka - þróunarsvæði. Svæði 1 - reitur 5. Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Aubrekku - Þróunarsvæði - deiliskipulag svæði 1, 2 og 3 frá því í apríl 2016, kafla um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform og áfangaskipting", er lögð fram tillaga Kristins Ragnarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að byggingaráformum á svæði 1, reit 5, (Nýbýlavegur 10 og Auðbrekka 29). Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja 36 íbúðir á reitnum, liðlega 1.000 m2 í verslun og þjónustu og um 3.300 m2 í aðra atvinnustarfsemi (hótel). Uppdrættir í mkv. 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Nýbýlavegar 8 og 12 dags. 31. mars 2017.
Lagt fram og kynnt.

3.1409395 - Erindisbréf. Stefnumótun.

Með tilvísan í erindisbréf skipulagsráðs skal ráðið í samráði við aðrar nefndir umhverfissviðs, móta heildarstefnu í skipulagsmálum og umhverfis- og samgöngumálum. Í stefnu skal sett fram hugmyndafræði um framangreind málefni, framtíðarsýn, gildi og markmið.

Eftirfarandi lagt fram:
1.
Aðgerðaráætlun Aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024.
Aðgerðaráætluninni er ætlað að skapa yfirsýn yfir markmið aðalskipulagsins og útfæra nánar leiðir að markmiðum þess.
2.
Samgöngustefna - Nýja línan. Hugmyndafræði.
Markmið samgöngustefnu er að framfylgja framtíðarsýn Kópavogsbæjar um þróun samgangna í sveitarfélaginu. Í samgöngustefnunni "Nýja línan" tengjast saman þættir eins og lýðheilsa, öryggi, byggðamynstur, náttúra og umhverfi.
3.
Umhverfisstefna.
Sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi í umhverfisstefnu Kópavogsbæjar varðandi alla ákvarðanatöku, framkvæmdir, rekstur, innkaup og aðra starfssemi á vegum bæjarins. Í stefnunni eru tengdir saman umhverfisþættir, félagsleg velferð og hagrænir þættir.
4.
Heildrænt skipulag.
Í skipulagi svæða og hönnun mannvirkja sé tekið tillit til lýðheilsu, fagurfræði, hagkvæmni, vistkerfis og þeim arfi sem felst í náttúru, landslagi, sögu og menningu.
Frestað.

4.1702285 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Borgarlína.

Borgarlína er nýtt hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hrafnkell Proppé og Eyjólfur Árni Rafnsson gera gerin fyrir stöðu verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.

5.1701009 - Sandskeiðslína 1. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Á fundi skipulagsráðs 20. mars sl. var lagt fram erindi Landsnets hf. dags. 29. desember 2016 þar sem óskað er eftir að fá útgefið framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Sandskeiðslínu 1, 220/400 kV háspennulínu í upplandi Kópavogs. Afgreiðslu erindisins var frestað og óskað eftir samantekt um málið.
Lagt fram að nýju. Þórarinn Bjarnason Landsneti og Sigurður Thorlacius verkfræðistofunni Eflu gera grein fyrir málinu.
Lagt fram og kynnt.

6.17031300 - 201 Smári. Reitur A 02 a og b. Byggingaráform.

Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga TARK arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reit A02 a og b í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitnum 5 hæða fjölbýlishús með 6. hæðinni inndreginni með alls 76 íbúðum. Halldór Eiríksson, arkitekt og Ingvi Jónasson, framkævmdastjóri Klasa ehf. kynna byggingaráformin.
Lagt fram og kynnt.

7.1611452 - 201 Smári. Nafnasamkeppni. Tillögur.

Lagt fram vinnuskjal dags. 28. mars 2017 með tillögum er bárust í nafnasamkeppni - götur og torg í 201 Smári. Alls bárust liðlega 1.200 tillögur um nöfn.
Lagt fram og kynnt.

Fundi slitið - kl. 19:15.