Umhverfis- og samgöngunefnd

126. fundur 28. apríl 2020 kl. 08:30 - 10:30 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Sigurður Sigurbjörnsson aðalmaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Erlendur H. Geirdal áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birgir Hlynur Sigurðsson skipulagsstjóri
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2004266 - Megin hjóla- og göngustígakerfi í Kópavogi. Áætlun.

Lagt fram minnisblað dags. 15. apríl 2020 varðandi flokkun stígakerfis, heildrænt skipulag stofnstígakerfis og kortlagningu á flokkuðu stígakerfi og stofnstígum fyrir hjólreiðar í Kópavogi.
1.Flokkun stígakerfis í Kópavogi er í samræmi við Hönnunarleiðbeiningar fyrir reiðhjól sem gefnar voru út í fyrstu útgáfu af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu, Vegagerðinni og Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu árið 2019.
2.Stofnstígakerfi fyrir reiðhjól í Kópavogi miðast við vinnu samráðshóps sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu undir leiðsögn Vegagerðarinnar í samstarfi við Samtök sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um samkomulag um uppbyggingu á vistvænum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu útaf hágæða almenningssamgöngum þar sem kortlagt var hvaða stígar teldust til þess að vera stofnstígar fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu.
3.Kortlagning á flokkuðu stígakerfi byggir á gögnum um flokkun stígakerfis og ákvörðun um hvaða stígar teljist til þess að vera stofnstígar innan sveitarfélagsins og sýnir einnig aðra tengistíga og útivistarstíga innan sveitarfélagsins.
4.Sett fram áætlun um framkvæmdir á stofnstígum fyrir reiðhjóla í Kópavogi í samræmi við uppbyggingu á vistvænum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu útaf hágæða almenningssamgöngum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

2.1605115 - Stofnhjólanet fyrir höfuðborgarsvæðisins

Kynnt kortlagning á stofnstígakerfi fyrir reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu. Vinnuhópur undir leiðsögn Vegagerðarinnar hefur skilgreint og kortlagt stofnstíga fyrir reiðhjól á höfuðborgarsvæðinu ásamt framkvæmdaáætlun í þremur skrefum fyrir uppbyggingu stofnstígakerfis í samræmi við kortlagningu. Uppbygging er samkvæmt samkomulagið ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu á innviðum fyrir vistvænar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða kortlagningu Vegagerðarinnar á stofnustígakerfi fyrir hjólareiðar á höfuðborgarsvæðinu.

Almenn erindi

3.1910462 - Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020 að breyttu deiliskipulagi Í gildandi deiliskipulagi fyrir Glaðheima vesturhluta, reit 1 er gert ráð fyrir um 88.000 m2 í atvinnuhúsnæði (verslun- þjónustu og athafnahúsnæði án kjallara og bílageymslna) en svæðið er óbyggt í dag.
Í breytingunni felst að landnýtingu á austari hluta skipulagssvæðisins er breytt og í stað athafnahúsnæðis á 5 til 8 hæðum koma 298 íbúðir í fjölbýlishúsabyggð á 5 til 12 hæðum. Byggingarmagn án kjallara og bílageymslna er áætlað um 85.000 m2. Get er ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi að núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist sem og staðsetning hringtorga. Þrjár nýjar húsagötur verða lagðar og leikskóla komið fyrir á stórri lóð sem nýtist fyrirhugaðri sem og núverandi byggð Glaðheima. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu- og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Turn verslunar og þjónustu í norðvestur hluta svæðisins lækkar úr 32 hæðum í 25. Heildaryfirbragð hverfisins verður í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og svæðið verður í góðum tengslum við nærliggjandi íbúðar og þjónustusvæði.
Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu komi til með að búa 800 íbúar.
Nýtingarhlutfall reitsins sem er hlutfallið milli gólfflatar fyrirhugaðrar byggðar og stærð skipulagssvæðisins án kjallara (eins og útreikningar voru gerðir í gildandi aðal- og deiliskipulagi) er óbreytt eða um 1.0
Heildarbyggingamagn á skipulagssvæðinu er um 140.000 m2 þar af um 40.000 m2 í niðurgröfnum bílageymslum.
Eitt bílastæði er áætlað á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 1.760 stæði, þarf af 1.070 neðanjarðar. Með tilliti til bílastæðakröfu getur fjöldi stæða breyst ef hlutföll milli verslunarm þjónustu og athafnasvæðis í húsnæði breytast.
Aðkoma að svæðinu breytist með breyttri legu Glaðheimavegar og nýjum húsagötum. Lóðamörk breytast en breyting á heildar stærð lóða er óveruleg.
Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag 2012 til 2024 m.s.br. en umrætt svæði er skilgreint sem miðsvæði og þróunarsvæði. Tillagan er einnig í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um uppbyggingu svæðiskjarnans við Smára og Mjódd.
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 10. nóvember 2009 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. nóvember 2009.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A0) dags. 20. apríl 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B, minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 20. apríl 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í apríl 2020. Nánar vísast til kynningargagna.
Lagt fram og kynnt.
Smári Smárason gerði grein fyrir stöðu mála.

Almenn erindi

4.2004393 - Sorpsamþykkt og kröfulýsing

Lagðar fram leiðbeiningarit og kröfulýsing um fyrirkomulag djúpgáma í Kópavogi sem og uppfærð samþykkt um sorphirðu í Kópavogi þar sem bætt er inn nýrri grein um djúpgáma.
Frestað.

Almenn erindi

5.2004456 - Opið svæði við Salaveg

Frá gatnadeild kynning á tillögu að útfærslu á opnu svæði við Salaveg.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Almenn erindi

6.2004454 - Grillaðstaða í Kópavogsdal

Frá gatnadeild kynning á tillögu að útfærslu grillaðstöðu í Kópavogsdal neðan við Digraneskirkju.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Almenn erindi

7.2004453 - Framkvæmdir á útvistarsvæðum 2020

Frá gatnadeild kynning á tillögu á framkvæmdum á útvistarsvæðum í Kópavogi árið 2020.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Almenn erindi

8.2004295 - Umhverfi menningarhúsa

Lögð fram tillaga að frágangi og útfærslu á gosbrunni við Menningarhúsin dags. 22. maí 2019 ásamt fylgigögnum.
Frestað.

Almenn erindi

9.1706410 - Hælið og gamli Kópavogsbærinn. Frágangur lóða / umhverfi.

Frá gatnadeild kynning á tillögu að útfærslu á frágangi lóðar og nánasta umhverfis við Kópavogshælið.
Frestað.

Fundi slitið - kl. 10:30.