Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 20. apríl 2020 að breyttu deiliskipulagi Í gildandi deiliskipulagi fyrir Glaðheima vesturhluta, reit 1 er gert ráð fyrir um 88.000 m2 í atvinnuhúsnæði (verslun- þjónustu og athafnahúsnæði án kjallara og bílageymslna) en svæðið er óbyggt í dag.
Í breytingunni felst að landnýtingu á austari hluta skipulagssvæðisins er breytt og í stað athafnahúsnæðis á 5 til 8 hæðum koma 298 íbúðir í fjölbýlishúsabyggð á 5 til 12 hæðum. Byggingarmagn án kjallara og bílageymslna er áætlað um 85.000 m2. Get er ráð fyrir að lega tengibrautar í framhaldi að núverandi Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist sem og staðsetning hringtorga. Þrjár nýjar húsagötur verða lagðar og leikskóla komið fyrir á stórri lóð sem nýtist fyrirhugaðri sem og núverandi byggð Glaðheima. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu- og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Turn verslunar og þjónustu í norðvestur hluta svæðisins lækkar úr 32 hæðum í 25. Heildaryfirbragð hverfisins verður í samræmi við markmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og svæðið verður í góðum tengslum við nærliggjandi íbúðar og þjónustusvæði.
Miðað við 2,7 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu komi til með að búa 800 íbúar.
Nýtingarhlutfall reitsins sem er hlutfallið milli gólfflatar fyrirhugaðrar byggðar og stærð skipulagssvæðisins án kjallara (eins og útreikningar voru gerðir í gildandi aðal- og deiliskipulagi) er óbreytt eða um 1.0
Heildarbyggingamagn á skipulagssvæðinu er um 140.000 m2 þar af um 40.000 m2 í niðurgröfnum bílageymslum.
Eitt bílastæði er áætlað á hverja 100 m2 í geymslurými, eitt stæði á hverja 50-60 m2 í skrifstofurými og eitt stæði á hverja 35 m2 í verslunarrými. Hámarksfjöldi bílastæða á lóð verður eftir breytingu 1.760 stæði, þarf af 1.070 neðanjarðar. Með tilliti til bílastæðakröfu getur fjöldi stæða breyst ef hlutföll milli verslunarm þjónustu og athafnasvæðis í húsnæði breytast.
Aðkoma að svæðinu breytist með breyttri legu Glaðheimavegar og nýjum húsagötum. Lóðamörk breytast en breyting á heildar stærð lóða er óveruleg.
Tillagan er í samræmi við gildandi Aðalskipulag 2012 til 2024 m.s.br. en umrætt svæði er skilgreint sem miðsvæði og þróunarsvæði. Tillagan er einnig í samræmi við stefnu svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins um uppbyggingu svæðiskjarnans við Smára og Mjódd.
Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 10. nóvember 2009 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 27. nóvember 2009.
Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 (A0) dags. 20. apríl 2020 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum, skýringarhefti B, minnisblaði frá verkfræðistofunni Mannviti dags. 20. apríl 2020 og hljóðvistarútreikningur dags. í apríl 2020. Nánar vísast til kynningargagna.