Umhverfis- og samgöngunefnd

142. fundur 29. júní 2021 kl. 16:30 - 19:47 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson formaður
  • Guðjón Ingi Guðmundsson varamaður
  • Kristín Hermannsdóttir aðalmaður
  • Hreiðar Oddsson aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Bjarki Þórir Valberg starfsmaður nefndar
  • Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarki Valberg umhverfisfulltrúi
Dagskrá

Almenn erindi

1.2106974 - Fyrirkomulag umferðarstýringa á Símamóti 8. til 11. júlí 2021

Farið yfir og kynnt fyrirkomulag og tillögu að umferðarstýringu á Símamóti Breiðabliks 8. til 11. júlí 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir fyrirkomulag umferðarstýringar í Furugrund á Símamóti Breiðabliks 8. til 11. júlí 2021.

Almenn erindi

2.2105939 - Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lagt fram erindi Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 þar sem sótt er um framkvæmdarleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

3.1901481 - Aðalskipulag Kópavogs 2019-2040

Lögð fram að nýju tillaga að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti 9. mars 2021 að auglýsa tillögu að nýju Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 - dags. 24. nóvember 2021, uppfærð í febrúar 2021 - í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 um auglýsingu aðalskipulagstillögu. Tillagan var uppfærð í febrúar 2021 með vísan til athugasemda Skipulagsstofnunar dags. 8. febrúar 2021.
Í tillögunni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál innan lögsögu Kópavogs til næstu 20 ára. Enn fremur er kynnt umhverfismat aðalskipulagsins sem sett er fram í umhverfisskýrslu. Matið er unnið í samræmi við lög nr. 105 frá 2006 en markmið laganna er að stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og jafnframt stuðla að því að við áætlanagerð sé tekið tillit til umhverfissjónarmiða. Kynningartími var framlengdur um þrjár vikur til 27. maí 2021.
Kynningartíma lauk þann 27. maí 2021. Athugasemdir, ábendingar og umsagnir bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram drög að umsögn skipulagsdeildar dags. 18. júní 2021 ásamt minnisblaði dags. 18. júní 2021. Einnig lagt fram undirritað samþykki umhverfis- og auðlindamálaráðherra dags. 11. júní 2021 á frestun Kópavogsbæjar á gerð aðalskipulagsáætlunar sunnan Vatnsvíkur í landi Vatnsenda
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

4.2011485 - Arnarnesvegur frá Rjúpnavegi að Breiðholtsbraut. Tillaga að deiliskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar, dags. 19. mars 2021, að deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar 3. áfanga. Fyrirhugað deiliskipulag nær til hluta Arnarnesvegar frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að fyrirhuguðum gatnamótum Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar og veghelgunarsvæða hans sem nær að jafnaði 30 metra út frá miðlínu vegarins. Hluti veghelgunarsvæðis Arnarnesvegar er innan sveitarfélagsmarka Reykjavíkur, en stærsti hluti vegarins liggur innan sveitarfélagsmarka Kópavogs. Arnarnesvegur sem liggur innan marka skipulagssvæðisins er um 1,9 km að lengd og liggur frá suðausturhluta Leirdals að grænu opnu svæði norðan Breiðholtsbrautar. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Á fundi skipulagsráðs 7. júní 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lögð fram samantekt umsagna við skipulagslýsingu.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að á grundvelli framlagðrar deiliskipulagslýsingar fyrir 3. áfanga Arnarnesvegar dags. 19. mars 2021 og framkominna umsagna, athugasemda og ábendinga verði hafin vinna við gerð tillögu að deiliskipulagi fyrir umrætt svæði.

Indriði Ingi Stefánsson sat hjá við afgreiðslu málsins og bókar "ég styð lagningu Arnarnesvegar en vegna þess hversu gamalt umhverfismatið er sé ég mig knúinn til að sitja hjá við afgreiðslu málsins."

Almenn erindi

5.2003236 - Borgarlínan. Verk- og matslýsing aðalskipulagsbreytinga í Reykjavík og Kópavogi.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu vinnslutillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034. Kynning á vinnslutillögu að rammahluta er ætlað að tryggja að sjónarmið og ábendingar íbúa og hagaðila nýtist við mótun skipulagstillögu og hönnunarvinnu fyrir Borgarlínuna. Samhliða kynningu á vinnslutillögunni verða kynnt frumdrög 1. lotu Borgarlínunnar, Ártúnshöfði - Hamraborg dags. í janúar 2021. Frumdrögin eru fylgigögn til hliðsjónar vinnslutillögunni. Á fundi skipulagsráðs 18. janúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var samþykkt að framlögð vinnslutillaga að rammahluta tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, verði kynnt ítarlega fyrir íbúum Kópavogs og í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kynningartíma lauk 31. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að á grundvelli framlagðrar vinnslutillögu rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi dags. í janúar 2021 og umsagna, athugasemda og ábendinga er fram komu er vinnslutillagan var kynnt verði hafin vinna við gerð tillögu að rammahluta aðalskipulags þar sem sjónarmið í ofangreindum ábendingum verða höfð til hliðsjónar. Samhliða þeirri vinnu verður farið í frekara samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Hreiðar Oddsson situr hjá við afgreiðslu erindisins.

Almenn erindi

6.2011714 - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag

Lögð fram að lokinni kynningu tillaga skipulagsdeildar að deiliskipulagslýsingu með tilvísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir nýtt deiliskipulag í Vatnsendahvarfi dags. 26. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var framlögð lýsing samþykkt og að hún verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 13. apríl 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 25. maí 2021. Þá lagðar fram athugasemdir, ábendingar og umsagnir sem bárust á kynningartíma.
Lagt fram og kynnt.
Fundarhlé gert kl. 18:02
Fundarhlé lokið kl. 18:22

Almenn erindi

7.1905562 - Aðstaða fyrir hjólandi Kópavogsbúa

Lagt fram erindi Pírata dags. 20 maí 2019 varðandi tillögu að úttekt á aðstöðu til geymslu reiðhjóla (núverandi fjölda hjólastæða og áætlaða þörf við helstu stofnanir bæjarins, skóla, sundlaugar, menningarhús, og strætóskiptistöðvar. Lögð fram umsögn umhverfissvið Kópavogsbæjar dags. 13. júní 2021 varðandi aðstöðu fyrir hjólandi við skóla, sundlaugar og skiptistöðvar í Kópavogi.
Frestað.

Almenn erindi

8.1810923 - Úttekt á þeim húsum sem klædd eru með Asbesti. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 14. október 2018 um að gerð verði úttekt á þeim húsum sem klædd eru með asbesti sem komin eru til ára sinna og hvenær þau komast á sjálfkrafa friðun. Könnuð verði áhætta bæjarins komi til að gömul hús verði látin grotna niður vegna þess að ytra birði er er friðað. Lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 14. júní 2021 varðandi úttekt á asbest klæðningu í húsum og stöðu mála.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

9.1911317 - Að Kópavogsbær hefði milligöngu/aðkomu að því að segja upp drop off box fyrir verslanir í Hamraborg erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 10. maí 2019 varðandi að Kópavogsbær hefði milligöngu eða aðkomu að því að segja upp drop off box fyrir verslanir þannig að farþegar strætó gætu í Hamraborginni nálgast innkaup dagsins. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi uppsetningu á Drop off boxum í Hamraborg og mögulegum útfærslum.
Lagt fram og kynnt. Málið verði sent til Markaðsstofu Kópavogs til umfjöllunar.

Almenn erindi

10.1911316 - Gera steyputorgið að mathöll með matvögnum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 10. maí 2019 varðandi að gera steyputorgið að mathöll með matvögnum þannig myndum við búa til infrastrúctúr þannig að þeir sem eiga matvagnana geti þá séð sér hag í því að vera með matvagna á svæðinu og farþegar strætó fengju þjónustu sem sárlega vantar í Hamraborgina við Strætó. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi að aðstaða fyrir matarvagna verði komið fyrir á Hálsatorgi og mögulegum útfærslum og atriðum sem þarf að hafa í huga.
Lagt fram og kynnt. Umhverfis- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að farið verði í tilraunaverkefni með matarvagna á Hálsatorgi sumarið 2021.

Almenn erindi

11.1906217 - Leiðbeinandi merkingar fyrir hjólreiðamenn erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 5. júní 2019 varðandi tillögu að settar yrðu upp leiðbeinandi merkingar um hraða þannig að hjólreiðamenn hafi hraðaviðmið á stígum innan Kópavogsbæjar og að farið verði í átak þess efnis að stemma stigu við ólölegum faratækjum á hjólreiðastígum, líkt og skellinöðrum án númera, rafhjólum sem búið er að breyta þannig að þau fari langt yfir 25 og öðrum ólöglegum faratækjum. Í kjölfarið væri hægt að reyna að fá önnur sveitarfélög í samstarf um að gera sambærilega átök innan sinna hjólastíga.
Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 14. júní 2021 varðandi hraðatakmarkanir á stígum og merkingar á hjólreiðaleiðum.
Umhverfis- og samgöngunefnd hafnar erindinu.

Almenn erindi

12.2010518 - Að komið verði á fót verkefni að koma upp þreifilistum erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 12. október 2020 varðandi til að auka aðgengi fyrir alla verði komið á fót verkefni um að koma upp þreifilistum með upplýsingum fyrir blinda og sjónskerta við gatnamót, strætóstoppistöðvar og hugsanlega á fleiri stöðum þar sem blint fólk gengur um. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi uppsetningu þreifilista við gatnamót.
Frestað.

Almenn erindi

13.1911318 - Speglar á hjólastígum þar sem hjól þvera götu erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 12. nóvember 2019 varðandi að að komið verði upp speglum á hjólastígum þar sem hjól þvera götur eftir að hafa farið samsíða umferð. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi uppsetningu á speglum á hjólastígum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

14.1908993 - Vettvangur fyrir gangbrautarvörslu foreldra erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 20. mars 2019 varðandi að Kópavogsbær búi til vettvang og stuðning þannig að foreldrar geti sinnt gangbrautarvörslu tímabundið. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 14. júní 2021 varðandi að búinn sé til vettvangur og stuðningur fyrir foreldra til að sinna gangbrautarvörslu tímabundið.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

15.1908977 - Fróðleiksskilti á gönguleiðum tillaga frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 26. júní 2019 varðandi að Kópavogsbær komi upp á gönguleiðum og hugsanlega fleiri stöðum þar sem sæist frá sama sjónarhorni gamlar myndir sem að myndu sýna hvernig bærinn hefur byggst upp. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 16. júní 2021 varðandi uppsetningu á skiltum sem sýna þróun og sögu Kópavogsbæjar á ljósmyndum.
Vísað til afgreiðslu umhverfissviðs.

Almenn erindi

16.1901034 - Frágangur verktaka og aðgerðir gegn götulokunum og lokun gangstétta. Erindi frá Indriða Stefánssyni

Lagt fram erindi Indriða Stefánssonar dags. 2. janúar 2019 varðandi að finna úrlausnir sem koma í veg fyrir að eins mikið verði um götulokanir til lengri tíma og að það verði vitundarvekning meðal verktaka um að gangstéttar eigi sér hlutverk. Að lokuð gangstétt sé mannréttindamál þar sem ekki sé hægt að gefa sér að hreyfihamlaðir geti komist leiðar sinnar. Lögð fram umsögn umhverfisvið dags. 15. júní 2021 varðandi nauðsynlegar lokanir á gangstéttum og gönguleiðum.
Lagt fram og kynnt.

Almenn erindi

17.2106980 - Evrópsk samgönguvika 2021

Kynnt fyrirkomulag Evrópskrar samgönguviku 2021 og að opnað hefur verið á skráningu fyrir borgir, bæjarfélög, skóla, góðgerðarsamtök og fyrirtæki sem vilja taka þátt í evrópskri samgönguviku 2021 sem haldinn verður 16. til 22. september 2021. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur tilkynnt að slagorð evrópskrar samgönguviku á Íslandi 2021 verður "Veljum grænu leiðina fyrir umhverfið og heilsuna". Þátttaka borga og bæjarfélaga miðast við undirritun bæjarstjóra á „Charter 2021“ þar sem því er lýst yfir að skuldbinda sig til að taka þátt í Evrópskri samgönguviku 2021 með eftirfarandi aðgerðum:
1. Skipuleggja viðburð fyrir hvern dag samgönguviku
2. Innleiða að minnsta kosti eina varanlega framkvæmd sem stuðla að breyttu ferðavenjum frá notkun bifreiðar yfir í notkun virkra ferðamáta.
3. Halda upp á bíllausa daginn með því að afmarka og taka frá svæði sem eru þá ný svæði fyrir virka ferðamáta á bíllausa deginum, það er klukkustund fyrir almennan vinnutíma og klukkustund eftir að almennum vinnudegi lýkur. Viðburður fyrir bíllausa daginn skal að jafnaði vera haldinn 22. september 2021.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að sækja um þátttöku í evrópskri samgönguviku 2021 fyrir Kópavogsbæ. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Almenn erindi

18.2105064 - Umhverfisviðurkenningar 2021

Farið yfir tillögur að umhverfisviðurkenningum fyrir árið 2021 og götu ársins 2021 til bæjarstjórnar.
Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagðar tillögur að umhverfisviðurkenningum 2021. Götu ársins vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 19:47.