Íþróttaráð

Íþróttaráð fer með íþróttamál í umboði bæjarstjórnar. Íþróttaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. 

Íþróttaráð hefur eftirtalin verkefni: Að móta og framfylgja pólitískri stefnumörkun íþróttamála í bæjarfélaginu. Að fylgjast með framkvæmd íþróttamála með hliðsjón af stefnumörkun í málaflokkunum. Að sjá til þess að jafnan sé fyrir hendi viðeigandi húsnæði/aðstaða fyrir starfsemi í málaflokknum. Að starfa í umboði bæjarstjórnar/bæjarráðs og vera til ráðgjafar um íþróttamál. Að starfa samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins hverju sinni.
Að fara að öðru leyti með verkefni á sviði íþróttamála sem ráðinu eru falin af bæjarráði, bæjarstjórn og/eða samkvæmt lögum. Íþróttaráð skal vinna að aukinni fræðslu um íþróttamál meðal íbúa í Kópavogi og hvetja þá til þátttöku.

Síðast uppfært 04. mars 2024