Stjórn Sorpu

Stjórn Sorpu starfar eftir reglum sem byggja á stofnsamningi SORPU bs. /eigendastefnu. Stjórnin er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags.

Stjórn Sorpu hefur eftirtalin verkefni:

  1. Að annast stefnumótun fyrirtækisins og sjá til þess að henni sé fylgt.
  2. Að samþykkja fjárhagsáætlun og starfsáætlun þar sem markmiðum í rekstri og þjónustustigi er lýst.
  3. Að samþykkja árlega fimm ára áætlun um rekstur, fjárfestingu og fjármál.
  4. Að hafa eftirlit með rekstri fyrirtækisins og sjá um að lögum, reglugerðum, samþykktum og markaðri stefnu fyrirtækisins sé fylgst. Sérstaklega skal stjórnin gæta þess að nægilegt eftirlit sé með bókhaldi og fjármunameðferð.
  5. Að ráða framkvæmdastjóra og ákveða ráðningakjör hans, staðfesta skipurit, veita prókúruumboð og skera úr um ágreining.

Orri Vignir Hlöðversson situr í stjórn Sorpu fyrir hönd Kópavogsbæjar.

Síðast uppfært 15. júní 2022