Kársnes er vestasti hluti Kópavogs og að mörgu leyti aðskilið frá öðrum hverfum bæjarins vegna Hafnarfjarðarvegar. Byggðin á Kársnesi er mjög gróin en á sitthvorum enda hennar, við hafnarsvæðið og í Hamraborg, eru spennandi uppbyggingar- og þróunarsvæði. Ólík staðareinkenni innan Kársnessins skipta því í fjóra hluta þar sem Borgarlínan mun fara um; Hafnarsvæðið á Kársnesi (Bakkabraut), Borgarholtsbraut vestur, Borgarholtsbraut austur og Hamraborg.