Staðan núna

Upplýsingafundir

Næsti upplýsingafundur  fyrir íbúa og fyrirtæki á Fannborgarreit er 28. janúar 2026, kl. 16:30 í Safnaðarheimilinu Borgum að Hábraut 1a í Kópavogi. Fylgjast má með í streymi sem birtist hér á upplýsingasíðunni.

Hreinsun úr húsum og ástandsskoðun

  • Hafin er hreinsun úr húsum í Fannborg 2, 4 og 6. Ástandsskoðanir vegna framkvæmdanna eru einnig að fara af stað og er áætlað að þær standi fram í febrúar 2026.
  • VSÓ mun sjá um ástandsskoðanirnar og munu þeir senda út dreifipóst til íbúa með frekari upplýsingum. Í byrjun desember verður hafist handa við að hafa samband við íbúa og húsfélög til að finna hentugar dagsetningar fyrir skoðanir. Tímasetningar verða ákveðnar í nánu samráði við íbúa.
  • Haft verður samband við formenn húsfélaganna, annað hvort símleiðis eða með tölvupósti, og verður þeim falið að miðla upplýsingum áfram til íbúa. Í minni húsum verður haft beint samband við íbúana sjálfa.
  • Bent er á að íbúar þurfa að vera viðstaddir þegar ástandsskoðun fer fram. Allar upplýsingar sem þar koma fram verða meðhöndlaðar sem trúnaðargögn.
  • Einnig er bent á upplýsingafund sem haldinn var 18. nóvember 2025, þar sem farið var yfir stöðu mála.

Upplýsingafundur


Óleyfisaðgerð stöðvuð af byggingarfulltrúa

  • Ekki hefur verið gefið út leyfi fyrir niðurrifi utanhúss og áður en til þess kemur er haldinn upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki á Fannborgarreit 28. janúar 2026.
  • Árkór ehf. réðist í afmarkað niðurrif á þakskyggni utan á Fannborg 2 þann 16. janúar til þess að koma sorpgámi sem næst húsinu. Þetta var gert til að losa efni úr efri hæðum hússins beint í gám, auðvelda þar með efnisflutninga og stytta heildartíma verksins.Myndin sýnir til vinstri Fannborg 2 þar sem búið er að rífa part úr þakskyggni byggingarinnar. Á myndinni eru girðingar sem afmarka svæðið og innan þeirra er appelsínugul grafa sem stendur við Fannborg 2
  • Niðurrifið var þó stöðvað af byggingafulltrúa samdægurs þar sem tilskilin leyfi til niðurrifs höfðu ekki verið veitt.
  • Forsvarsmenn Árkórs ehf. sendu frá sér yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem segir að ekki hafi staðið til að rífa Fannborg 2 án leyfis. Engin vinna sé hafin við niðurrif á húsinu enda hafi tilskilin leyfi til þess ekki verið veitt. Húsið er í eigu fyrirtækisins og stendur til að íbúðarhús verði byggð á þessari lóð. Árkór báðust velvirðingar á þessu frumhlaupi og farið verður yfir verklag og samskipti við verktaka til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur.