Hafin er hreinsun úr húsum í Fannborg 2, 4 og 6. Ástandsskoðanir vegna framkvæmdanna eru einnig að fara af stað og er áætlað að þær standi fram í febrúar 2026.

VSÓ mun sjá um ástandsskoðanirnar og munu þeir senda út dreifipóst til íbúa með frekari upplýsingum. Í byrjun desember verður hafist handa við að hafa samband við íbúa og húsfélög til að finna hentugar dagsetningar fyrir skoðanir. Tímasetningar verða ákveðnar í nánu samráði við íbúa.

Haft verður samband við formenn húsfélaganna, annað hvort símleiðis eða með tölvupósti, og verður þeim falið að miðla upplýsingum áfram til íbúa. Í minni húsum verður haft beint samband við íbúana sjálfa.

Bent er á að íbúar þurfa að vera viðstaddir þegar ástandsskoðun fer fram. Allar upplýsingar sem þar koma fram verða meðhöndlaðar sem trúnaðargögn.

Einnig er bent á upplýsingafund sem haldinn var 18. nóvember 2025, þar sem farið var yfir stöðu mála.

Upplýsingafundur - Miðbær í mótun