Miðbær í mótun
Upplýsingasíða um fyrirhugaðar framkvæmdir í miðbæ Kópavogs í Fannborg og við Vallartröð.
Uppbygging reitanna er hluti af framtíðarþróun miðbæjar Kópavogs með það að markmiði að svæðið styrkist sem mannlífs- og menningarmiðja sem þjóni mikilvægu hlutverki fyrir Kópavogsbúa. Deiliskipulag svæðisins tók gildi árið 2021 en drög að byggingaráformum voru staðfest í bæjarstjórn í maí 2025.
Ábendingar og fyrirspurnir berist á midbaer(hjá)kopavogur.is
Hér getur þú:
- Kynnt þér allt sem viðkemur miðbæ í mótun
- Kynnt þér skipulagsferlið
- Fengið upplýsingar um framkvæmdir á framkvæmdatíma
- Horft á streymi af upplýsingafundum
Upplýsingafundur framundan
Upplýsingafundur fyrir íbúa og fyrirtæki við Fannborgarreitinn veður haldinn þriðjudaginn 18. nóvember kl 16:30 í Kópavogsskóla. Þar verður fjallað um framvindu verkefnis við Fannborgarreit, en á næstu dögum mun verktaki hefja hreinsun innan úr húsunum á lóðum Fannborg 2, 4 og 6.