02.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Talar þú smá íslensku og vilt æfa þig?
Komdu að spila og tala íslensku á aðalsafni Bókasafns Kópavogs, alla laugardaga frá 11:00 - 12:30.
Kaffi og kósý, kostar ekkert. Velkomin!
Viðburðaröðin Tala og spila er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af Bókasafnasjóði, Nordplus og jafnréttis- og mannréttindasjóði Kópavogsbæjar og í samstarfi við hjálparsamtökin GETA - Get together.
Español
Hablas un poco de islandés y te gustaría practicar?
Ven a jugar cartas, juegos de mesa y charlar en islandés en la libreria de Kopavogur, oficina principal cada sábado de 11:00-12:30. Cafe, ambiente cálido y entrada gratuita. Bienvenidos!
Esta es una serie de eventos llevados a cabo en colaboración con la organización GETA-aid.
Arabic
English
Do you speak a little Icelandic and want to practice?
Come and play card- or board-games and talk Icelandic at the Kopavogur Library, main branch, every Saturday from 11:00-12:30
Coffee and cosy, free. Welcome!Tala og spila is a part of the project The library in a multilingual society funded by Nordplus, Bókasafnasjóður and Equality and Human Rights Council in Kópavogur. The project is also in cooperation with GETA - Get together organization.
Polski
Czy mówisz trochę po islandzku? Przyjdź pograć w karty albo gry planszowe i mów po islandzku w bibliotece w Kópavogur każdej soboty 11:00 -12:30. Kawa i miły czas bezpłatnie. Zapraszamy!
Pусский
Если вы уже говорите немного по-исландски и хотите заговорить еще лучше, то приходите практиковать язык и играть в игры на исландском языке в библиотеку Копавогура каждую субботу с 11:00 до 12:30. Кофе и уют и все бесплатно. Добро пожаловать!
02.11.2024 kl. 11:30 - Bókasafn Kópavogs
Bókasafn Kópavogs ásamt Vigdísi, vinum gæludýra á Íslandi, býður börnum að lesa fyrir hunda sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að hlusta á upplestur.
Skráning fer fram á eyrun.osk@kopavogur.is
Viðburðurinn er hugsaður fyrir 5-12 ára börn sem eru byrjuð að lesa sjálf. Lestrarstundin er ekki ætluð börnum sem glíma við hundahræðslu heldur er markmiðið að auka öryggi við lestur, ekki síst hjá þeim sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. Hundurinn hjálpar barninu að slaka á, gagnrýnir ekki lesturinn og leiðréttir ekki barnið.
02.11.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Sandra og Mamady Sano frá Dans Afríka - Iceland verða með fjölskylduafró á Bókasafni Kópavogs. Börn og foreldrar fá að kynnast ævintýraheimi Gíneu vestur- Afríku í gegnum dans, trommuleik og söng
Öll velkomin
Smiðjan er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölmenningarlegu samfélagi og er styrkt af bókasafnasjóði og Nordplus.
02.11.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Jón Jónsson fagnar 10 ár ára útgáfuafmæli plötunnar Heim með því að flytja hana í heild sinni á einstökum tónleikum í Salnum.
02.11.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Í smiðjunni fá börn tækifæri til að læra og hlusta á lög við ljóð eftir börn. Einnig fá börn tækifæri til að semja eigin ljóð um náttúruna, umhverfið, loftslagið, framtíðarsýn og drauma. Þau börn sem vilja, geta sett nýju ljóðin sín beint inn á veraldarvefinn á heimasíðuna ljodfyrirloftslagid.is þegar þau eru tilbúin.
Kennarar smiðjunnar eru söngkonurnar Bryndís Guðjónsdóttir og Vera Hjördís Matsdóttir.
Smiðjan er liður í Óperudögum og hluti af viðburðaröðinni Fjölskyldustundir á laugardögum sem styrkt er af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.
03.11.2024 kl. 20:00 - Salurinn
Ipsa Dixit er kammerópera fyrir rödd, flautu, fiðlu og slagverk eftir bandarísku söngkonuna og tónskáldið Kate Soper. Verkið var frumflutt í New York árið 2016 af Soper sjálfri og The Wet Ink Ensemble. Það hlaut tilnefningu til Pulitzer verðlaunanna í tónlist árið 2017.
Tónlistargagnrýnandinn Alex Ross kallaði verkið 21. aldar meistaraverk í rýni sinni fyrir The New Yorker - „níutíu mínútna stórafrek þar sem hugmyndir taka á sig hljóðham, einskonar heimspeki-ópera“ Ipsa dixit þýðir ,,hún sjálf sagði" og er leikur með frasann ,,Ipse dixit” - hann sjálfur sagði, sem er notaður yfir rökvilluna sem felst í því að taka staðhæfingu gilda ,,af því bara” án tilvísana og rökstuðnings - bara af því að hann sagði það.
Á gáskafullan hátt veltir Soper upp spurningum um torræð og glæfraleg mörk hugmynda, tjáningar og tungumáls, sem hún svarar síðan í sömu andrá. Hún leggur út af textum og textabrotum margvíslegra höfunda; ljóðskálda, heimspekinga, tónlistarfræðinga, listamanna og leikskálda og umbreytir þeim alfarið í það sem hún sjálf segir. Verkið leikur sér til hins ítrasta með mörk og möguleika hljóðfæra og krefst mikils af flytjendum. Fyrstu þrír þættir verksins verða nú settir upp í fyrsta skipti á Íslandi sem hluti af Óperudögum 2024.
03.11.2024 kl. 15:00 - Gerðarsafn
Verið velkomin á samtal um Óstöðugt land með Gunndísi Ýr Finnbogadóttur, Þorgerði Ólafsdóttur og Becky Forsythe, sýningarstjóra sýningarinnar.
Óstöðugt land er sýningarverkefni og listrannsókn Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og Þorgerðar Ólafsdóttur sem byggir á viðtölum við einstaklinga sem hafa ferðast til Surtseyjar.
Sýningin Óstöðugt land byggir á samstarfi Gunndísar og Þorgerðar en þær hafa tekið viðtöl við einstaklinga sem ferðuðust til Surtseyjar á árunum 1963 - 2022 með fjölbreytt markmið og ólíkan tilgang. Viðtalsverkið grundvallast á örfyrirbærafræðilegum viðtölum (e. micro - phenomenological interviews) en sú aðferð gengur út á það að fá viðmælendur til að lýsa reynslu sinni af umhverfi Surtseyjar og varpa fram lýsandi mynd af upplifun sinni og minningar af fyrri (líkamlegri) reynslu.
Viðtölin voru tekin upp í Surtseyjarstofu á Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), þar sem heimildarsafn Surtseyjarfélagsins er varðveitt ásamt ótal verðmætum steinasýnum frá eyjunni sjálfri frá upphafi eldgoss. Viðtölin mynda uppistöðuna í nýrri vídeóinnsetningu sem ber titilinn Óstöðugt land og eru skrásett með ýmsu móti, sem myndbandsupptökur, afritun í textaformi, gegnum hljóð og teikningar. Upptaka viðtalanna var í umsjón Bjarna Þórs Péturssonar og klippivinna er í samstarfi við Hrafnkel Tuma Georgsson. Sýningastjóri er Becky Forsythe.
Gunndís Ýr Finnbogadóttir býr og starfar á Íslandi. Hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Piet Zwart Institute og Plymouth University árið 2008, BA gráðu í myndlist frá Willem de Kooning Academie árið 2006 og M.Art.Ed. gráðu í listkennslu frá Listaháskóla Íslands árið 2011. Gunndís er dósent við listkennsludeild Listaháskóla Íslands og vinnur einnig að langtímaverkefni sem er hluti af doktorsnámi hennar við Háskóla Íslands og snýst um að skoða tengsl hreyfinga líkamans (með áherslu á göngu), umhverfis og hugsunar.
Þorgerður Ólafsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Glasgow School of Art (2013) og hlaut BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands (2009). Myndlistarverk Þorgerðar byggjast á rannsóknum, vettvangsferðum, ferli og úrvinnslu. Í verkum sínum hefur hún áhuga á atburðum og hlutum sem ýta við skilningi okkar og sambandi við náttúruna í síbreytilegri veröld. Þorgerður er þátttakandi í alþjóðlega rannsóknarverkefninu Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North (2021–2025). Sumarið 2021 hlaut hún rannsóknarleyfi til Surtseyjar vegna myndlistarverkefnis. Bók hennar Esseyja / Island Fiction kom út þann 14. nóvember 2023, á 60 ára gosafmæli Surtseyjar.
Becky Forsythe er sýningarstjóri og ritstjóri. Hún lauk BFA-gráðu í myndlist frá York-háskóla í Toronto (2007), MA-gráðu í menningarfræði frá Manitóbaháskóli (2011) og stundaði svo framhaldsnám í safnafræðum og sýningarstjórn við Ontario College of Art and Design-háskóla og Georgian College í Ontario þaðan sem hún útskrifaðist árið 2014. Sem sýningarstjóri hefur hún unnið að sýningum á Listasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu, Hafnarborg, Gerðarsafni, Kling & Bang, ASÍ og Skaftfelli. Becky er handhafi rannsóknarstöðu um hlut kvenna í íslenskri listasögu 2024-25 hjá Listasafni Reykjavíkur. Áður var hún tímabundinn verkefnastjóri hjá safninu og hefur verið reglulegur stundakennari og leiðbeinandi í meistaranámi við Listaháskóla Íslands. Hún er hluti af ritstjórn tímaritsins Myndlist á Íslandi. Frá 2014–2018 var Becky safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins.
04.11.2024 kl. 08:00 - Bókasafn Kópavogs
Mánaðarlegi bókamarkaðurinn okkar er á aðalsafni þessa vikuna.
Bækur og fleira á góðu verði.
04.11.2024 kl. 13:00 - Bókasafn Kópavogs
Sigurlaug Guðmundsdóttir býður okkur í notalegt sófaspjall um andleg mál og fordóma gegn þeim.
Sigurlaug leiðir spjallið og fer vítt og breitt um hvaðeina sem sem varðar duldu málefnin.
Öll velkomin meðan húsrúm leyfir.
Spurningar sem við veltum upp eru m.a.-Hvað felst í orkunni?-Hvaða máli skiptir hvernig við hugsum?-Hvað er skyggni?-Hvað eru bænir?-Hvað er ímyndunaraflið og hvernig getum við notað það okkur til góðs? -Hvað og hvar eru huldufólkið og álfarnir? -Hvernig sköpum við okkar eigin raunveruleika?
Býður Sigurlaug gestum einnig að koma með eigin spurningar og vangaveltur.
05.11.2024 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman hittist alla þriðjudaga á 2. hæð aðalsafns kl. 10. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Garn og gaman | Bókasafn Kópavogs
05.11.2024 kl. 11:00 - Bókasafn Kópavogs
Get Together meet-ups will be held at the Library in Kópavogur, on the first floor in the Tilraunastofa - meeting room. The meet-ups are international meetings open to refugees, asylum-seekers, immigrants, and anyone seeking companionship. Whether you're a family or an individual, you're welcome to join us.
Each week, we gather and do relaxing activities like painting, weaving, crafting, and more. It's all about getting together, making new friends, and sharing stories in a warm, supportive space.Get Together meet-ups are a collaboration between GETA aid organization and the Library in Kópavogur.We offer free coffee and treats for everyone!
These meet ups are a part of the project The library in a multilingual society sponsored by Nordplus and Bókasafnasjóður.
Get Together heldur alþjóðlegan fjölskyldu- og vinahitting á Bókasafni Kópavogs, á fyrstu hæð í Tilraunastofunni. Þetta er alþjóðlegur hittingur fyrir flóttafólk, hælisleitendur, innflytjendur og öll sem vilja félagsskap.Viðburðurinn er bæði fyrir fjölskyldur og einstaklinga.
Í hverri viku munum við hittast og gera eitthvað skemmtilegt saman eins og að mála, prjóna, föndra o.fl. Í Get together hittum við nýja vini og deilum sögum okkar í þægilegu og öruggu umhverfi.
Get Together er samstarfsverkefni milli GETA hjálparsamtök og Bókasafn Kópavogs.
Við munum bjóða upp á kaffi og með því!
Þessi viðburður er hluti af verkefninu Bókasafnið í fjölþjóðlegu umhverfi sem er styrkt af Nordplus og Bókasafnasjóði.
06.11.2024 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs
Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og öll velkomin!
Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is
Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.