Fréttir

Tilkynningar

Viðburðir

2023-02-01 kl. 20:00 - Salurinn

Vetrarferðin

Vetrarferðin (Winterreise) er af mörgum talin einn af hátindum ljóðasöngsins, þar sem tónlist Franz Schuberts og ljóð Wilhelms Müllers fléttast saman á snilldarlegan hátt. Tenórsöngvarinn Benedikt Kristjánsson hefur hlotið mikið lof og verðlaun fyrir söng sinn víðs vegar um heim á undanförnum misserum, sérstaklega fyrir flutning á tónlist eftir J. S. Bach. Í Salnum tekst hann á við þetta mikla stórvirki tónbókmenntanna í fyrsta skipti á Íslandi og með honum til fulltingis er norski píanóleikarinn Mathias Halvorsen. Tónleikarnir verða án efa stórviðburður í íslensku tónlistarlífi. Syngjandi í Salnum er ný tónleikaröð sem hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. Listrænn stjórnandi hennar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona. Í röðinni er boðið upp á söngtónleika með nokkrum af fremstu klassísku söngvurum Íslands. Hverjir tónleikar verða nokkurs konar ,,portrett“ tónleikar, sem gefa mynd af listamanninum. Á blandaðri efnisskránni er undirstöðuefnið oft íslenskur og erlendur ljóðasöngur ásamt óperuaríum. Tónleikaröðin býður upp á sjö tónleika yfir tónleikaárið 2022-2023.
2023-02-01 kl. 12:15 - Náttúrufræðistofa Kópavogs

Náttúruvernd, loftslagsmál og orkuskipti

Heimurinn stendur frammi fyrir orkuskiptum þar sem á allra næstu árum þarf að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna og endurnýjanlega orkugjafa. Fáar þjóðir hafa jafn góða möguleika og íslendingar á að klára orkuskiptin áður en gefinn gálgafrestur rennur út, enda er meirihluti húsnæðis nú þegar kynntur með jarðvarma og rafmagnsframleiðsla fer að langmestu leyti fram með virkjun endurnýjanlegra orkugjafa. Eftir standa hins vegar orkuskipti í samgöngum og flutningum, þar sem jarðefnaeldsneyti er enn ráðandi orkugjafi. Þetta kallar á nýja forgangsröðun, uppbyggingu innviða og endurnýjun vélbúnaðar ásamt skýrri stefnumörkun og eftirfylgni til að markmiðum verði náð innan gefins tímaramma. Til að ræða þetta stóra mál höfum við fengið til liðs við okkur sérfrótt fólk á sviði orkuvinnslu, umhverfisverndar og heimspeki, enda snertir viðfangsefnið flest svið tilveru okkar sem og komandi kynslóða. Í fyrirlestraröð á vormisseri 2023 mun Náttúrufræðistofan bjóða uppá röð fyrirlestra sem fjalla um orkuskiptin frá mismunandi sjónarhornum í viðburðaröðinni Menning á miðvikudögum. Menning á miðvikudögum eru styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin. Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard Háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál. Halla Hrund hefur starfað frá árinu 2017 sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard háskóla sem beinir sjónum m.a. að áhrifum loftslagsmála, og kennir jafnframt á meistarastigi við sömu stofnun. Frá árinu 2019 hefur hún meðstýrt kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða, m.a. orkumála, á vettvangi World Economic Forum. Halla Hrund hefur frá árinu 2015 starfað sem stofnandi og formaður Arctic Innovation Lab og starfað sem leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum. Hún hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015 og sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður Alþjóðaþróunar við Háskólann í Reykjavík.
1. Feb kl. 20:00 - Salurinn

Vetrarferðin | Syngjandi í Salnum

Benedikt Kristjánsson, tenórMathias Halvorsen, píanó
2023-02-01 kl. 14:00 - Bókasafn Kópavogs

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín

Hannyrðaklúbburinn Kaðlín hittist alla miðvikudaga á 2. hæð aðalsafns. Heitt á könnunni og allir velkomnir! Nánari upplýsingar veitir Gréta Björg Ólafsdóttir, gretabjorg@kopavogur.is Fylgist með í Facebook-hópnum Hannyrðaklúbburinn Kaðlín | Bókasafn Kópavogs.
2023-02-01 kl. 10:30 - Héraðsskjalasafn Kópavogs

Myndgreiningarmorgunn

Héraðsskjalasafnið ásamt Sögufélagi Kópavogs stendur fyrir myndgreiningarmorgnum opnum almenningi þar sem allir leggjast á eitt við að bera kennsl á myndefni úr fórum Héraðsskjalasafns. Leitast er við að svara spurningunum um það hverjir eru á myndinni, hvar myndin er tekin og hvenær. Oftar en ekki koma í kjölfarið fleiri upplýsingar og sögur sem auka enn á varðveislugildi myndanna. Ljósmyndaforði skjalasafnsins, sem að hluta til er birtur á myndavef, spannar tugþúsundir mynda en hluti þess er ekki fullskráður, ekki er vitað nákvæmlega hvað fyrir augu ber á þeim myndum. Nauðsynlegt er fyrir skjalasafnið að skrá sem best allar myndir sem það varðveitir og halda þeim þannig aðgengilegum til langframa. Með því er gildi myndanna haldið til haga. Myndgreiningarmorgnar eru öllum opnir í húsakynnum Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7. Hjólastólaaðgengi er að safninu og þeim sem koma akandi er bent á bílastæði við safnið og bílakjallarann við Hamraborg. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
2023-02-02 kl. 20:30 - Salurinn

Katrín Halldóra

„Stjarna er fædd“, sagði leikdómari Morgunblaðsins að lokinni frumsýningu á söngleiknum Elly þar sem Katrín Halldóra túlkaði lífshlaup söngkonunnar dáðu í leik og söng. Ekki leið svo á löngu þar til hún gaf út hljómplötu með lögum Jóns Múla Árnasonar í glænýjum útsetningum við góðar undirtektir. Það má því segja að austfirska prestsdóttirin  hafi sérhæft sig í léttdjassaðri gullaldartónlist. Nokkuð víst þykir þó að fleiri músíkmolar leynist í pokanum. Af fingrum fram er spjalltónleikaröð með Jóni Ólafssyni sem oftar en ekki nær gestum sínum á flug með söng, sögum og einstakri kvöldstund.
2. Feb kl. 20:30 - Salurinn

Katrín Halldóra | Af fingrum fram með Jóni Ólafs

Hin sívinsæla spjalltónleikaröð Jóns Ólafssonar.
2023-02-02 kl. 10:00 - Bókasafn Kópavogs

Skyndihjálp

Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari, kennir foreldrum helstu atriði í skyndihjálp. Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu. Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.  Ókeypis aðgangur og öll velkomin.
2023-02-02 kl. 17:00 - Bókasafn Kópavogs

Silkileiðin

Hvernig og hvenær dreifðist mannkynið um heiminn? Hvar og hvernig urðu til meginleiðir milli þeirra á nýjan leik sem loks hafa leitt til alheimsvæðingarinnar? Silkileiðin er frægasta samgönguleiðin milli Kína/Mið-Asíu og Evrópu/Austurlanda nær. Hún lá frá Xian í Kína vestur yfir Pamír til Damaskus, Bursa, Teheran og Konstantínópel. Leiðin er kennd við silki en auk þess flutu margvíslegar vörur eftir Silkileiðinni til austurs og vesturs; hugmyndir, þekking, trúarbrögð, listir. Jón Benedikt Björnsson fjallar um dreifingu mannkyns um heiminn í erindi sínu á aðalsafni. Jón er sálfræðingur að mennt og var lengi félagsmálastjóri á Akureyri, þá sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg en eftir það starfaði hann sem ráðgjafi, rithöfundur, fyrirlesari og við kennslu. Viðburðurinn er sá síðasti í fyrirlestraröðinni Vegirnir um heiminn sem haldin er í fjölnotasalnum á 1. hæð. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.
2023-02-02 kl. 16:30 - Bókasafn Kópavogs

Lesið á milli línanna

Á fundinum 2. febrúar munum við ræða um Dyrnar eftir Magda Szabó. Dyrnar er einstök og áhrifamikil skáldsaga eftir einn merkasta höfund Ungverja á seinni hluta 20. aldar. Bókin vakti gríðarlega athygli þegar hún kom fyrst út 1987, og útgáfur hennar á erlendum málum hafa einnig hlotið verðskuldað lof og verðlaun. Hjartanlega velkomnar! Bókaklúbburinn hentar öllum hressum konum sem vilja hittast, lesa á milli línanna og spjalla um yndislestur á léttu nótunum. Lesin er ein bók á mánuði sem er svo rædd fyrsta fimmtudag í mánuði á fundum klúbbsins. Allar konur velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Hlökkum til að hitta ykkur! Fylgist með í Facebook-hópnum Lesið á milli línanna | Bókasafn Kópavogs.
2023-02-03 kl. 18:00 - Bókasafn Kópavogs

Safnanótt

Glæsileg dagskrá verður á Safnanótt með þátttöku ótal listamanna. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar. Verið hjartanlega velkomin. Safnanótt | Föstudagur 3. febrúar  Kópavogskirkja | 18.00 - 23.00Tillit. Vörpunarverk eftir Þórönnu Björnsdóttur. Verkið er í samtali við dulspekileg verkGerðar Helgadóttur og augað alsjáandi.Inni í kirkjunni verða Altarishljóð, hljóðverk eftir Þórönnu Björnsdóttur flutt á klukkutíma fresti frá klukkan 18.30. Verkið er um 15 mínútur að lengd. Gömlu skiptistöðvargöngin | 18.00 – 23.00Gallerý Göng. Lifandi útigallerý með listamönnum frá Molanum, ungmennahúsi Náttúrufræðistofa Kópavogs | 18.00 - 23.00Sjónarspil eftir ÞYKJÓ Gerðarsafn | 18.00 - 23.00Að rekja brot (Tracing Fragments) Viðburðir | Föstudag, 3. febrúar  Gerðarsafn | 18.00 – 20.00Sólarprentsmiðja fyrir börn og fjölskyldur Bókasafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs | 18.00 – 20.00Vísindasmiðja Háskóla Íslands Salurinn | 18.00 – 19.45Kraftgalli þeytir skífum og barinn er opinn. Kópavogskirkja | 18.30 - 18:45Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju eftir Þórönnu Björnsdóttur Hljóðbókasafn Íslands | 18:45 – 19.00Salsasveifla með Skólahljómsveit Kópavogs Héraðsskjalasafn Kópavogs | 19.00 – 20.00Bræðurnir frá Kópavogsbúinu. Kvikmynd eftir Martein Sigurgeirsson Y Gallerý | 19.30 – 20.00Klemmdur eftir Örn Alexander Ámundason Kópavogskirkja | 19.30 - 19:45Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju eftir Þórönnu Björnsdóttur Salurinn | 19.45 - 20.00Salsasveifla með Skólahljómsveit Kópavogs Salurinn | 20.00 – 21.00Stuðsveifla með Los Bomboneros. Sérstakir gestir úr Skólahljómsveit Kópavogs Bókasafn Kópavogs | 20.00 – 21.00Blöðrudýrasmiðja með Blaðraranum Kópavogskirkja | 20.30 - 20.45Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju eftir Þórönnu Björnsdóttur Gerðarsafn | 21.00 – 21.30Söngleiðsögn með Hildigunni Einarsdóttur mezzósópransöngkonu um sýninguna Að rekja brot Bókasafn Kópavogs | 21.00 – 23.00Silent diskó á annarri hæð safnsins Héraðsskjalasafn Kópavogs | 21.00 – 22.30Saga knattspyrnudeilda Breiðabliks. Kvikmynd eftir Martein Sigurgeirsson Salurinn | 21.00 – 23.00Kraftgalli þeytir skífum. Barinn opinn Kópavogskirkja | 21.30 - 21.45Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju eftir Þórönnu Björnsdóttur Bókasafn Kópavogs | 22.00 – 23.00Bókaspjall Sigríði Hagalín Björnsdóttur og Jóni Kalman Stefánssyni Kópavogskirkja | 22.30 - 22.45Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju eftir Þórönnu Björnsdóttur Laugardagur 4. febrúar Gerðarsafn | 13.00 - 14.00Elegy of the Lost Things. Verk í vinnslu Borgir. Safnaðarheimili Kópavogskirkju | 14.00 – 15.00Einleikstónleikar Svans Vilbergssonar Sundlaugasíðdegi í Salalaug frá 15.00 - 18.00Ókeypis í lauginaKl. 16.00 Sundballett með EilífðinniKl. 17. 00 Einar Aron töframaður Kópavogskirkja | 18.00 - 23.00Tillit. Vörpunarverk eftir Þórönnu Björnsdóttur
2023-02-03 kl. 18:00 - Menning í Kópavogi

Tillit | Ljóslistaverk fyrir Kópavogskirkju

Nýju vídeóverki eftir Þórönnu Björnsdóttur verður varpað á austurhlið Kópavogskirkju á Vetrarhátíð frá 18 - 23, föstudagskvöldið 3. febrúar og laugardagskvöldið 4. febrúar. Vídeóverk Þórönnu er í samtali við dulspekilega myndlist Gerðar Helgadóttur og hið alsjáandi auga sem finna má í nokkrum listaverkum Gerðar, meðal annars í tillögum að altaristöflu fyrir Kópavogskirkju. Þóranna vinnur í verki sínu úr nýjum upptökum af augum og augnatilliti tæplega hundrað Kópavogsbúa. Augun, kvik, spurul, leitandi, snörp og alsjáandi munu leika um útvegg kirkjunnar á Vetrarhátíð í draumkenndu og hugvíkkandi verki sem minna á óravíddir hugans og hins innra lífs. Listamaðurinn Vikram Pradhan aðstoðaði við gerð verksins. Inni í rökkvaðri Kópavogskirkju mun hljóðverk Þórönnu, Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju, hljóma á klukkutímafresti kl. 18.30, 19.30, 20.30, 21.30 og 22.30, föstudagskvöldið 3. febrúar, á Safnanótt. Verkið er um fimmtán mínútur í flutningi. Altarishljóð fyrir Kópavogskirkju voru samin að beiðni Salarins í Kópavogi og frumflutt á tónleikunum Óður til Kópavogs sem fram fóru í maí 2022.Altarishljóð eru hversdagsleg hljóð sem Þóranna fann í umhverfi Kópavogs. Innblásin af ýmsu úr sögu bæjarins og menningu mótaði hún úr hljóðupptökum hljóð - og tónvefnað og aðlagaði að hljómburði Kópavogskirkju. Með verkinu vill Þóranna tengjast kyrrð hússins og vera í samspili við hljóðlát skilaboð þeirra töfrandi listaverka sem í kirkjunni eru er túlka kristna trúarheimspeki og lyfta huganum til andlegra hugleiðinga. Sérstakar þakkir fá Hannes Sigurgeirsson kirkjuvörður, Álfheiður Björgvinsdóttir og Skólakór Kársnesskóla.
Fleiri viðburðir

Hafðu samband

 

Hringdu í 441 0000

ef þig vantar aðstoð, svör eða nánari upplýsingar. Opnunartími Þjónustuversins er mánudaga - fimmtudaga frá 8 - 16 en frá 8 - 13 á föstudögum.

Hringja

 

Sendu okkur póst

Við tökum á móti ábendingum og fyrirspurnum í gegnum tölvupóst. Smelltu á merkið hér að ofan til að senda okkur póst.

Senda póst

 

Þarftu að senda viðkvæm gögn á öruggan hátt til Kópavogsbæjar

Notendur geta sent Kópavogsbæ viðkvæmar skrár eftir að þeir hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum.

Gögnum er eytt úr Signet transfer eftir að viðkomandi hefur sótt þau.

Signet