- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Lindarvegur milli Fífuhvammsvegar og Núpa-/Skógarlindar auk hringtorgs verður lokað þrepaskipt á milli kl. 9:00 og 14:00 og verður röskun á umferð á meðan framkvæmdunum stendur. Eystri götuhluti Lindarvegar verður fyrst lokað en hringtorg og vestari hluti opin. Hringtorg lokar í kjölfarið og verður eystri götuhluta haldið lokuðum á meðan. Síðast mun önnur akrein á Lindarvegi af hringtorgi og í átt að Fífuhvammsvegi lokað en opnað fyrir umferð um hringtorg og eystri götuhluta. Ekki er hægt að tímasetja lokanirnar nákvæmlega en ökumenn skulu fylgja skiltum og leiðbeiningum starfsmanna. Bent er á hjáleiðir af Skógarlind út á Reykjanesbraut og af Hlíðardalsvegi á Arnarnesveg.
Salavegur milli Dynsala og Jötunsala verður lokað milli 14:00 og 17:00 og bent á hjáleiðir um Fífuhvammsveg og Arnarnesveg. Þeim sem erindi eiga í götur innan lokunarsvæðis fá að fara inn fyrir lokunarsvæðis en gæta skal fyllstu varúðar þegar ekki ekið er á framkvæmdasvæði.
Skálaheiði milli Digranesheiði hús nr. 5 verður lokað að fullu milli 9:00 og 12:00 og bent á hjáleið um Tunguheiði. Þeim sem erindi eiga í hús nr. 1, 3 og 5 við Skálaheiði og Digranesheiði 47 frá Skálaheiði skulu gera ráðstafanir til að leggja bílum sínum annars staðar á meðan lokun stendur.
Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokununum kunna að hljótast.