Frá kl. 9:00 til 17:00 verður flétturein á Fífuhvammsvegi við Arnarnesveg lokað vegna malbiksfræsingar og malbikunar. Önnur akrein úr hringtorgi verður opin fyrir umferð og eru vegfarendur beðnir um sýna vinnumönnum virðingu og halda aksturshraða sínum í hófi.

Frá kl. 12:00 til 16:00 verður aðrein að Reykjanesbraut frá Hæðarsmára lokuð vegna malbiksfræsinga. Hjáleið verður um Hæðarsmára og Smárahvammsveg.

Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af lokununum kunna að hljótast.