Heimssamband sveitarfélaga (United Cities and Local Governments)
Heimsmarkmið 11, Sjálfbærar borgir og samfélög, snýr sérstaklega að sveitarfélögum. Engu að síður snerta öll Heimsmarkmiðin starfsemi sveitarfélaga með einhverjum, en mismiklum hætti.
Heimssamband sveitarfélaga, eða United Cities and Local Governments (UCLG) hefur flokkað undirmarkmið Heimsmarkmiðanna og tekið saman hver þeirra falla að starfsemi sveitarfélaga og eru þau 92 talsins. Flokkun Heimssambandsins var notuð við val Kópavogsbæjar yfirmarkmiðum.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um Heimssamband sveitarfélaga, www.uclg.org.