Birkir Jón Jónsson

Framsóknarflokkur

birkir.jon(hjá)kopavogur.is

Birkir Jón Jónsson er formaður bæjarráðs í Kópavogi.

Fæddur á Siglufirði 24. júlí 1979. Foreldrar eru  Jón Sigurbjörnsson  fjármálastjóri MH, og Björk Jónsdóttir starfsmaður Íslandsbanka.
Stúdentspróf FNV á Sauðárkróki 1999. Nám í stjórnmálafræði HÍ 2000–2004. MBA í viðskiptafræði HÍ 2009.

Vann um árabil í Sparisjóði Siglufjarðar með námi. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 2001–2003.
Í stjórn Félags ungra framsóknarmanna á Siglufirði frá 1999.
Í stjórn Sambands ungra framsóknarmanna 1999–2001 og varaformaður þess 2002–2003.
Í stjórn Varðbergs 2000–2002.
Í úthlutunarnefnd styrktarsjóðs til atvinnumála kvenna og í stjórn hússjóðs Öryrkjabandalagsins 2001–2003.
Í stjórn Íbúðalánasjóðs 2002. 
Nefndarmaður í Kvikmyndaskoðun 2002–2003. 
Í bæjarstjórn Fjallabyggðar 2006–2010.
Formaður stjórnarnefndar um málefni fatlaðra 2003. 
Varaformaður Framsóknarflokksins 2009–2013.
Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2013 

Síðast uppfært 03. júní 2022