Einar Örn Þorvarðarson

BF Viðreisn

einar.orn(hjá)kopavogur.is

Einar er fyrrum framkvæmdastjóri HSÍ en hann gegndi því starfi í 16 ár. Hann stundaði nám í húsasmíði við Iðnskólann í Reykjavík þar til hann fór til Spánar 1985 og lék sem atvinnumaður í handbolta. Einar er einn af stofnendum HK og spilaði með félaginu alla yngri flokka og fjögur ár í meistaraflokki. Einar lék sem markvörður og á 227 landsleiki fyrir Ísland. Eftir að hann  lagði skóna á hilluna þjálfaði hann meistaraflokka Selfoss, Aftureldingu og Hauka ásamt því að starfa 8 ár sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í handbolta. 

Einar hefur markvisst í sínu starfi sem framkvæmdastjóri og sem þjálfari unnið að uppbyggingu afreksstefnu í íþróttamálum og náð mjög góðum árangri á heimsvísu með þátttöku íslenskra landsliða í Ólympíuleikum, Heimsmeistara og Evrópumeistaramótum í Handknattleik. Hann hefur jafnframt tekið virkan þátt í starfi Evrópska handknattleikssambandsins.

Einar er fjölskyldumaður, giftur  Rúnu Kristinsdóttur.  Þau eru búsett í Kópavogi eiga 3 uppkomin börn Margréti, Þorvarð og Finnboga og 2 barnabörn sem búa ásamt foreldrum sínum í Noregi.  Einar er mikill íþrótta- og útivistamaður.

Síðast uppfært 03. júní 2022