Pétur Hrafn Sigurðsson

Samfylkingin

petur.hrafn(hjá)kopavogur.is

Pétur Hrafn Sigurðsson er fæddur 24. febrúar 1961. Hann er fæddur og uppalin í Reykjavík en var í sveit í Efri Lækjardal í Engihlíðarhreppi í Austur Húnavatnssýslu í mörg sumur. Giftist Sigrúnu Jónsdóttur, innfæddri Kópavogsmær og hefur búið með henni í Kópavogi síðastliðin 28 ár. Þau eiga 3 börn.

Menntun

Pétur er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA prófi í Sálfræði frá Háskóla Íslands.  

Starfsferill

Pétur Hrafn starfar sem deildarstjóri Getraunadeildar hjá Getspá/Getraunum og hefur starfað þar í 11 ár. Áður var Pétur Hrafn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands í 17 ár.

Almenn félagsstörf

 Pétur Hrafn sat í unglinganefnd FIBA, alþjóða körfuknattleikssambandsins frá 1994 – 2002 og í unglinganefnd FIBA Europe frá 2002 – 2006.

Pétur Hrafn var formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks árin 2005 – 2008 og var í unglingaráði körfuknattleiksdeildarinnar. Jafnframt sat hann í aðalstjórn Breiðabliks í þrjú ár. Auk þess sá Pétur um skipulagningu á utandeild Breiðabliks í nokkur ár eftir að hann hætti sem formaður.

Pétur Hrafn var formaður dómaranefndar Körfuknattleikssambands Íslands 2009 – 2014.

Pétur Hrafn er alþjóðlegur eftirlitsdómari í körfuknattleik og hefur verið það frá árinu 1994.

Pólitískur ferill

Pétur Hrafn hefur setið í byggingarnefnd Kópavogs og í stjórn Héraðsskjalasafns Kópavogs, fyrst sem formaður en síðar sem almennur nefndarmaður fyrir Samfylkinguna.

Núverandi nefndarstörf á vegum bæjarins

 Pétur Hrafn er bæjarfulltrúi frá árinu 2014 og situr í bæjarráði fyrir Samfylkinguna

Síðast uppfært 03. júní 2022