Bæjarráð

2588. fundur 24. mars 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1103011 - Barnaverndarnefnd 21/3

1. fundur

2.1103012 - Íþróttaráð 22/3

1. fundur

3.1102366 - Fundur með Skíðadeild Breiðabliks v/ framtíðar deildarinnar

Íþróttaráð leggur til að Kópavogsbær taki frumkvæðið í því að farið verði í nauðsynlega úttekt á hugsanlegum áhrifum snjóframleiðslu á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum, sbr. lið 1 í fundargerð íþróttaráðs 22/3.

Bæjarráð bendir á að innan SSH fer fram endurskoðun á vatnsverndarsvæðum höfuðborgarsvæðisins og eru skíðasvæðin sérstaklega til skoðunar.

4.1012385 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2011

Lagt fram til upplýsinga ný skrá yfir opnunartíma í sundlaugum Kópavogs, sem samþykkt var í íþróttaráði, sbr. lið 3 í fundargerð.

Lagt fram.

5.1101867 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 18/3

99. fundur

6.1103007 - Umhverfis- og samgöngunefnd 21/3

1. fundur

 

7.1103256 - Skólagarðar 2011

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar.

Bæjarráð frestar afgreiðslu á liðnum.

8.1101841 - Umsókn um æfingasvæði

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23/3, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 3/2 um erindi Skotfélags Kópavogs, sbr. lið 15 í fundargerð umhverfis- og samgöngunefndar 21/3.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka málið upp á vettvangi SSH.

9.1102298 - Auglýsing fjármálaeftirlits eftir húsnæði.

Frá bæjarstjóra, dags. 9/3, lagt fram bréf til Fjármálaeftirlitsins, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 3/3 sl.

Lagt fram.

10.1103139 - Fyrirspurn um kostnað við áskrift

Frá bæjarritara, dags. 16/3, svar við fyrirspurn um kostnað við áskrift bæjarins að tímaritinu Sveitarstjórnarmál.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að áskrift að tímaritinu Sveitarstjórnarmál verði sagt upp.

Ómar Stefánsson"

Tillagan var felld með fimm atkvæðum.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur rétt að leitað verði leiða til að minnka kostnað við kaup á blaðinu.

Hjálmar Hjálmarsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð telur afar líklegt að 8. tbl. 70. árgangs sé uppselt hjá útgefanda.

Guðríður Arnardóttir"

11.1101935 - Arnarsmári 36 - innheimta fasteignagjalda

Frá bæjarritara, dags. 23/3, umsögn um erindi KS-verktaka varðandi fasteignagjöld af lóðinni að Arnarsmára 36, þar sem fram kemur að engin lagaleg heimild er fyrir því að fella niður eða gefa eftir fasteignagjöld af þessari eign.

Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli framlagðrar umsagnar með þremur atkvæðum gegn einu. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

12.1103270 - Leikskólinn Arnarsmára. Erindi foreldraráðs: Sumarlokanir og sparnaðaraðgerðir

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 23/3, umsögn um erindi frá fulltrúum foreldraráðs Arnarsmára, dags. 20/3, athugasemdir frá fundi félagsins 2. febrúar sl. varðandi fyrirhugaðar sumarlokanir og fleiri sparnaðaraðgerðir í leikskólum, ásamt tillögu að svarbréfi.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svarbréfi.

13.910072 - Kvörtun til Persónuverndar vegna kortavefs á vefsíðu Kópavogsbæjar.

Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 22/3, tillaga varðandi birtingar kortavefs á heimasíðu Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir tillögu að bréfi til Persónuverndar.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

14.1103299 - Tilboð í húsnæði að Digranesvegi 7

Frá bæjarstjóra, lagt fram tilboð Kópavogsbæjar í jarðhæðina að Dirgranesvegi 7, sem gert var með fyrirvara um samþykki bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir kauptilboðið með fjórum atkvæðum gegn einu.

 

Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir þessum lið.

15.1103261 - Ósk um breytingu á starfi í íþróttamiðstöðinni Kórnum

Frá íþróttafulltrúa, ósk um breytta starfslýsingu baðvarðar í húsvarðar.

Bæjarráð samþykkir breytta starfslýsingu.

16.1012203 - Reglur um heimgreiðslur og greiðslur til dagmæðra

Frá yfirmanni rekstrardeildar, dags. 15/3, greinargerð og kostnaðaráætlun vegna heimgreiðslna og niðurgreiðslna til dagmæðra.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

17.1003042 - Áætlanir og yfirlit um úthlutanir framlaga á árinu 2010

Frá ínnanríkisráðuneytinu, Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 11/3, heildaryfirlit yfir framlög á árinu 2010.

Lagt fram.

18.1103262 - Beiðni um styrk í formi endurgjaldslauss aðgangs að Salnum

Frá Lionsklúbbnum Munin, dags. 16/3, óskað eftir að fá afnot af Salnum fyrir fjáröflunarskemmtun handa Vímulausri æsku foreldrahúsi, sem fyrirhugað er að haldin verði þann 29. apríl nk.

Guðríður Arnardóttir lagði til að málinu yrði vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu. Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ekki liggur fyrir nein upphæð í þessu máli.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Ármann Kr. Ólafsson vék af fundi undir þessum lið.

19.1103265 - Áskorun til Kópavogsbæjar frá foreldrafélagi Menntaskólans í Kópavogi

Frá foreldrafélagi Menntaskólans í Kópavogi, óskað eftir að skemmtistað verði lokað, þar sem áfengir drykkir eru seldir unglingum yngri en 20 ára.

Bæjarráð tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins, en bendir á að eftirlit og útgáfa leyfa er í höndum lögreglu og sýslumanns.

20.1011243 - Fjárhagsáætlun fyrir leikskóla 2011

Frá foreldraráði leikskólans Kjarrsins og stjórn foreldrafélags Kjarrsins, dags. 16/3, áskorun til bæjarins að viðhalda starfsemi Kjarrsins óbreyttu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við undirritaðir tökum undir sjónarmið bréfritara og skorum á meirihlutann í bæjarstjórn að endurskoða ákvörðun sína og ræða við rekstraraðila um aðra möguleika í stöðunni en að segja upp samningnum. Þá er óskað eftir að fá nýja sundurliðaða rekstraráætlun miðað við að bærinn reki skólann.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Kjarrið er minnsta rekstrareining leikskóla í Kópavogi og óhagkvæm ein og sér. Kjarrið er auk þess staðsett á samliggjandi lóð og leikskólinn Smárahvammur og  því auðvelt að sameina einingarnar.

Stefnt er að því að þessar breytingar hafi sem minnsta röskun í för með sér fyrir börn og foreldra. Öll börn munu halda rými sínu og dvalartíma og ekki stendur til að börnin færist milli bygginga. Vonast er til að sem flestir núverandi starfsmenn Kjarrsins þiggi boð um starf hjá Kópavogsbæ.

Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

21.1103277 - Frá umboðsmanni barna um niðurskurð í skólum

Frá Umboðsmanni barna, tölvupóstur dags. 21/3, áskorun til bæjaryfirvalda að endurskoða niðurskurð í leik- og grunnskólum.

Lagt fram.

22.1103276 - Álalind 3 og Dómarastúka - Vellir. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Frá Hestamannafélaginu Gusti, dags. 5/3, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af reiðskemmu félagsins að Álalind 3 og dómarastúku.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

23.907136 - Skemmuvegur 50/Skemmuvegur 48, sameining lóða.

Frá Kristjáni Ólafssyni hrl., dags. 18/3, tillaga um að bærinn leysi til sín lóðina að Skemmuvegi 50.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

24.810233 - Vatnsendablettur 206. Stækkun lóðar - fjarlæging húss

Frá Emilíönu Torrini, dags. 17/3, óskað eftir að sumarbústaður á lóðinni Vbl. 206 verði fjarlægður tafarlaust.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

25.1103292 - Álmakór 12. Lóðarumsókn. Óska að skipta á Þorrasölum 8 og Álmakór 12.

Frá Kjartani Briem og Guðlaugu Erlu Jóhannsdóttur, dags. 22/3, óskað eftir að skila áður úthlutaðri lóð að Þorrasölum 8 og fá í staðinn lóðina að Álmakór 12, ásamt umsögn skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 23/3, þar sem lagt er til að erindið verði samþykkt.

Bæjarráð samþykkir að taka aftur við lóðinni að Þorrasölum 8 og úthluta Kjartani Briem, kt. 191170-3349 og Guðlaugu Erlu Jóhannsdóttur, kt. 200871-3919 lóðinni að Álmakór 12.

26.1103160 - Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Skipan hverfis- og undirkjörstjórna vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl nk.

Hlé var gert á fundi kl. 9:36.  Fundi var fram haldið kl. 9:40.

 

Hverfiskjörstjórn Smárans:

Bragi Þór Thoroddsen, Haukur Guðmundsson, María Marta Einarsdóttir.

Hverfiskjörstjórn Kórsins:

Ásdís Ólafsdóttir, Gísli Rúnar Gíslason, Una Björg Einarsdóttir.

 

Í undirkjörstjórnir:

Smárinn

1. kjördeild

Ástríður Elvarsdóttir

Hrafnhildur Pálsdóttir

Sigrún Ásgeirsdóttir

Til vara:

Jón Heiðar Guðmundsson

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

Bjarki Már Gunnarsson

2. kjördeild

Guðrún Lárusdóttir

Sjöfn Friðriksdóttir

Björn Karlsson

Til vara:

Ragnheiður Pétursdóttir

Edda Lind Ágústsdóttir

Bjarni Ásgeirsson

3. kjördeild

Gylfi Freyr Gröndal

Kristín Bryndís Guðmundsd.

Andri Þorvarðarson

Til vara:

Sigurður Grétar Ólafsson

Anna Lísa Þorbergsdóttir

Snorri Sigurðsson

4. kjördeild

Ingólfur Karlsson

Þórður Guðmundsson

Sigurgísli Júlíusson

Til vara:

Hulda Björk Brynjarsdóttir

Sigríður Gylfadóttir

Björn Þór Sveinbjörnsson

5. kjördeild

Karl Sigurgíslason

Níels Ólason

Vilfríður Fannberg Sæþórsd.

Til vara:

Arndís Eva Jónsdóttir

Anton Bjarni Alfreðsson

Geir Gunnarsson

6. kjördeild

Sveinbjörn Strandberg

Anna Karen Ásgeirsdóttir

Guðrún H. Gestsdóttir

Til vara:

Margrét Ragnarsdóttir

Guðmundína Kolbeinsdóttir

Guðjón Örn Ingólfsson

7. kjördeild

Sigríður Ólafsdóttir

Rúna Björk Þorsteinsdóttir

Auður Hauksdóttir

Til vara:

Kristín Birgisdóttir

Kristinn Sverrisson

Jóhann Örn Sveinbjörnsson

8. kjördeild

Sóley Ægisdóttir

Þórdís Halla Sigmarsdóttir

Ragnar Matthíasson

Til vara:

Jón Sigurðsson

Júlía Ágústsdóttir

Ólafur Júlíusson

9. kjördeild

Kristjana Arnardóttir

Sigríður Óladóttir

Guðný Soffía Erlingsdóttir

Til vara:

María Kristófersdóttir

Birna Rut Björnsdóttir

Róbert Karl Lárusson

10. kjördeild

Sóley G. Jörundsdóttir

María Anna Gísladóttir

Sigríður Sigmarsdóttir

Til vara:

Hanna María Ásgrímsdóttir

Anna Gyða Sveinsdóttir

Sævar Örn Ingólfsson

11. kjördeild

Adda Guðrún Sigurjónsdóttir

Þóra Bjarndís Þorbergsdóttir

Sigurrós Óskarsdóttir

Til vara:

Þórunn Anna Ólafsdóttir

Laufey Benediktsdóttir

Ruth Jóhannsdóttir

12. kjördeild

Kristín Jónsdóttir

Ellen S. Rúnarsdóttir

Hákon Sverrisson

Til vara:

Ólafur Guðmundsson

Jón Orri Guðmundsson

Líney Jóhannesdóttir

13. Kjördeild

Auðbjörg Sigurðardóttir

Pálmar Sigurgeirsson

Sunna Guðmundsdóttir

Til vara:

Óskar S. Einarsson

27.1103301 - Tillaga um opnun sundlaugar í Boðaþingi

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að sundlaugin í Boðaþingi verði opin 3-4 morgna í viku. Áætlaður kostnaður er ríflega 4 milljónir króna á ári og lagt er til að samið verði við Hrafnistu um skiptingu kostnaðar þ.e. 2 milljónir kostnaðar lendi á bæjarsjóði Kópavogs.

Nú þegar er vatn í lauginni og nuddpottum, þannig að aukakostnaðurinn fælist í aukinni vatnsnotkun í sturtum og mannahaldi á opnunartíma sem væri hægt að leysa í samstarfi við aldraða á svæðinu með ódýrum hætti.

Það er grátlegt að sjá þetta glæsilega mannvirki standa ónotað ár eftir ár.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Formaður bæjarráðs bendir á að málið er í vinnslu hjá sviðsstjórum bæjarins og mun niðurstaða í málinu liggja fyrir innan tíðar.

 

Guðríður Arnardóttir lagði til að tillögunni yrði vísað frá. Var það samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur.

28.1103303 - Tillaga um úttekt

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Lagt er til að gerð verði sérstök úttekt á samningsferli Kópavogsbæjar og Knattspyrnuakademíunnar árið 2006 um uppbyggingu og samvinnu þessara aðila á svæðinu við Vallakór þ.e. Kórinn og þar um kring. Sérstaklega skal kanna aðkomu Jóns Júlíussonar að þessum samningum en hann var íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar á þeim tíma ásamt því að vera einn aðal samningamaður Kópavogsbæjar. Fljótlega eftir undirskrift samningsins réði Jón Júlíusson sig til starfa fyrir Knattspyrnuakademíuna. Velt er fyrir sér hvort þarna hafa verið um óeðlileg hagsmunatengsl að ræða. Alls konar gróusögur hafa gengið um þetta mál. Með þessari úttekt ætti að koma fram hið sanna í málinu og hreinsa þann sem liggur undir ámæli.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson"

Hlé var gert á fundi kl. 10.03. Fundi var fram haldið kl. 10.07.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Meirihluti bæjarráðs óskar bókað:  Við bendum á að þegar hefur verið samþykkt að gera stjórnsýsluúttekt í Kópavogi.  Slík úttekt mun ná til fjölmargra þátta í rekstri bæjarins, vinnubragða og ákvarðanatöku.  Í því ljósi  leggjum við til að tillögunni verði vísað frá.

Guðríður Arnardóttir, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Bæjarráð vísar tillögunni frá með þremur atkvæðum gegn tveimur.

29.1003055 - Málskostnaður í dómsmáli

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í ljósi þess að tveir bæjarfulltrúar hafa fyrir hönd meirihlutans ákveðið að greiða þremur fulltrúum meirihlutans bætur vegna málaferla (Frjáls Miðlun) áður en málalok liggja fyrir er nauðsynlegt að eftirfarandi upplýsingar verði veittar:

Í fyrsta lagi: Hver er sú upphæð sem sótt er í bæjarsjóð í kjölfar afgreiðslu tvímenninganna?

Í öðru lagi: Hvernig verður hún greidd til baka ef málið tapast?

Í þriðja lagi: Hversu háir vextir verða af lánveitingu bæjarsjóðs?

Ármann Kr. Ólafsson"

30.1001154 - Fundargerðir stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2010.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram svar við fyrirspurn frá 10 mars sl.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks þökkuðu greinargóð svör.

31.1102228 - Viðræður við íþróttafélög um rekstrar- og þjónustusamninga

Bæjarstjóri lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð skipi sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, menntasviðs og umhverfissviðs í viðræðunefnd um rekstrar- og þjónustusamninga við íþróttafélög bæjarins.

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri"

 

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel eðlilegt að fulltrúar meiri- og minnihluta komi að þessum samningum. Enn og aftur skýlir meirihlutinn sér á bakvið embættismenn bæjarins.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs munu að sjálfsögðu fylgjast með og verða upplýstir um framvindu mála og auðvitað mun það á endanum verða bæjarstjórn Kópavogs sem afgreiðir samningana við íþróttafélögin.

Guðríður Arnardóttir"

 

Bæjarráð samþykkir tillögu um skipan viðræðunefndar.

32.1103053 - Beiðni um yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir

Gunnar Ingi Birgisson ítrekaði fyrri beiðni sína um yfirlit yfir ósvaraðar fyrirspurnir.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Fara efst
á síðu
Heim
Var efnið á síðunni hjálplegt?

Opna / loka snjalltækjavalmynd