Bæjarráð

2584. fundur 24. febrúar 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1102014 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 21/2

16. fundur

2.1102503 - Fyrirspurn um þjónustu á Landsspítalanum á Kópavogstúni

Upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði 17/2 sl, sbr. lið 4 í fundargerð.
Landspítalinn er með samning við Endurhæfingu ehf. um sjúkraþjálfun sem gildir út þetta ár. Samningurinn verður ekki endurnýjanður. Aksturssamningum hefur verið sagt upp en fyrir liggur að gera nýjan samning með fjármögnun frá Landspítalanum.

3.1101303 - Stjórn SSH 7/2

359. fundur

Liður 2. Bæjarráð tekur undir að niðurstaða fáist hið fyrsta.

Liður 6.b. Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég tel enga ástæðu til að framkvæmdastjórar sveitarfélaga fái þessa heimild. Þeir hafa nóg á sinni könnu.

Ómar Stefánsson"

4.1101867 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 18/2

98. fundur

5.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 23/3 2010

61. fundur

6.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 21/9 2010

62. fundur

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn vegna liðar 1:

"Er það rétt að Jón Guðlaugur Magnússon sé aðalsamningamaður bæjarins gagnvart tónlistarskólanum og ef svo er hvenær fór sú skipun fram?

Ómar Stefánsson"

7.1101889 - Stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 14/12 2010

63. fundur

8.1101024 - Umferðarnefnd 1/2

372. fundur

9.1001169 - Umhverfisstefna Kópavogs

Frá deildarstjóra hönnunardeildar, dags. 23/2, umsögn um umhverfisstefnu Kópavogs, sem óskað var eftir í bæjarráði 23/12 sl.

Lagt fram.

10.11011067 - Smiðjuvegur 68-72, Blesugróf-Icelandguesthouse. Beiðni um umsögn

Frá bæjarstjóra, mál sem frestað var í bæjarráði 17/2, lögð fram umsögn bæjarlögmanns, dags. 15/2, ásamt bréfi sýslumannsins í Kópavogi dags. 27. janúar 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Blesugrófar ehf., kt. 560605-1100, Smiðjuvegi 68-72, um rekstrarleyfi fyrir gistiskála í flokki 2, Blesugróf-Icelandsguesthouse, Smiðjuvegi 68-72, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

 

Hjálmar Hjálmarsson tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

11.1006288 - Starfskjör bæjarstjóra 2010

Frá starfsmannastjóra, dags. 23/2, tillaga að breyttum ráðningarsamningi bæjarstjóra.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

12.1101224 - Ósk um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, lagt fram bréf starfsmanns, dags. 21/12 sl, ásamt umsögn leikskólastjóra dags. 14/2, varðandi beiðni um launað námsleyfi.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til umsagnar.

13.1101578 - Skil á samningsumboði gagnvart SFR til Sambands íslenskra sveitarfélaga

Frá starfsmannastjóra, dags. 22/2, drög að samkomulagi um kjarasamningsumboð til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna tilgreindra stéttarfélaga.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

14.1101124 - Austurkór 92.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22/2, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 17/2 sl. um byggingarhæfi lóðarinnar að Austurkór 92, ásamt tillögu að afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs um afgreiðslu.

15.1101284 - Gamli Kópavogsbærinn. Óskað eftir vinnuaðstöðu á gamla Kópavogsbýlinu á Kópavogstúni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22/2, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 13/1 sl. varðandi beiðni um afnot af Kóapvogsbýlinu, þar sem lagt er til að erindinu verði hafnað.

 Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra umhverfissviðs og hafnar erindinu.

16.1102301 - Fyrirspurn varðandi Skjólbraut 1a.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 22/2, svar við fyrirspurn um Skjólbraut 1a.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég bendi á að verðmæti hússins og breytingar er yfir 70 milljónir króna en áætlaðar leigutekjur eru um 2,3 milljónir á ári. Þá á eftir að draga fasteignagjöld frá uppá 500 þúsund krónur þannig að nettó leigutekjur eru 1,8 milljónir. Þá á eftir að taka inn í reikninginn viðhald við fasteignina. Í framhaldi af því legg ég til að þetta mál verði skoðað af sérnefnd vegna yfirfærslu málaflokksins þar sem  verulega hallar á bæjarsjóð í þessum skiptum.

Gunnar Ingi Birgisson"

17.1011307 - Vatnsverndarmál

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 16/2, upplýsingar sem óskað var eftir í bæjarráði varðandi færslu á vatnsverndarmörkum í landi Vatnsenda.

Lagt fram.

 

Bæjarráð óskar eftir því að sviðsstjóri umhverfissviðs og framkvæmdastjóri SSH mæti til næsta fundar og geri grein fyrir stöðu rannsókna og kostnaði við þær.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann þakkar skýr svör. Þá lagði Gunnar Ingi Birgisson fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir umsögn umhverfissviðs á stöðu samninga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar um Vatnsendakrika og vatnslögn í Heiðmörk.

Gunnar Ingi Birgisson"

 

Bæjarráð beinir því til stjórnar SSH að þessari vinnu verði hraðað eins og kostur er.

18.1102477 - Kríunes. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um leyfi fyrir heimagistingu í flokki 1.

Frá lögfræðingi umhverfissviðs, dags. 17/2, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 26. mars 2010 þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Kríuness ehf., kt. 670602-4109, um rekstrarleyfi fyrir gististaðinn Kríunes að Kríunesi, Vatnsenda, 203 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk I, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007 veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti hvað varðar heimagistingu í flokki I og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagins segir til um.

19.1101915 - Sumarvinna 2011

Frá garðyrkjustjóra, dags. 22/2, drög að reglum varðandi ráðningar sumarstarfsfólks 2011, sem vísað var aftur til bæjarráðs frá bæjarstjórn 22/2.

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram breytingartillögu við 4. tl. reglnanna:

"Ráðningartími er sá sami fyrir alla aldurshópa.

Greinargerð:

Skamkvæmt tillögum meirihlutans er ráðningartími 17 ára unglinga 3 vikum styttri en hjá 18 ára  og eldri. Við undirrituð erum mótfallin slíku og teljum og að 17 ára unglingar séu ekki annars flokks fólk.

Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson"

 

Hlé var gert á fundi kl. 9.48. Fundi var fram haldið kl. 9.58.

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

20.1102512 - Ósk um greiningu á biðlistum eftir félagslegu húsnæði

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar velferðarsviðs, dags. 22/2, yfirlit yfir stöðu umsókna um félagslegt húsnæði, sem óskað var eftir í bæjarráði 17/2 sl.

Lagt fram.

21.1101847 - Fyrirspurn frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur

Frá bæjarstjóra, svar fjármála- og hagsýslustjóra við fyrirspurn um ferðakostnað Gunnars Inga Birgissonar fyrrverandi bæjarstjóra.

Lagt fram.

 

Guðný Dóra Gestsdóttir óskaði fært til bókar að hún þakkaði skýr svör.

22.1003042 - Áætlanir og yfirlit um úthlutanir framlaga á árinu 2010

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 11/2, uppgjör framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga á árinu 2010.

Lagt fram.

23.1102549 - Fyrirspurn um umsögn Héraðsskjalasafns

Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, dags. 16/2, óskað eftir afstöðu sveitarfélagsins til athugasemda frá héraðsskjalaverði Kópavogs og héraðsskjalaverði Árnesinga varðandi frumvarp til nýrra laga um Þjóðskjalasafn Íslands.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara og óskar eftir tillögu að svari.

 

Rannveig Ásgeirsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

24.1102579 - Staðgreiðsluuppgjör 2010

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 18/2, staðgreiðsluuppgjör sveitarfélagsins fyrir 2010.

Lagt fram.

25.1102625 - Kynningarbréf með bæklingi um Skólavog

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 14/2, kynning á bæklingi um tilraunaverkefnið Skólavogina.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

26.1102314 - Holtsgöng. Nýr Landsspítali. Lýsing. Breyting á aðalskipulagi.

Frá SSH, dags. 15/2, óskað eftir athugasemdum fyrir 18. mars nk. varðandi breytingu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins.

Lagt fram.

27.1102522 - Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum, skýringum og gögnum varðandi kvörtun til embættisins v

Frá Umboðsmanni Alþingis, dags. 14/2, óskað eftir upplýsingum fyrir 11. mars vegna kvörtunar til embættisins.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

28.1102515 - Auglýst eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 1.landsmóts UMFÍ 50

Frá UMFÍ, dags. 15/2, óskað eftir umsóknum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 1. landsmóts UMFÍ 50 , sem haldin verður helgina 24. - 26. júní nk.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

29.1102516 - Rekstrarstyrkir fyrir börn á leikskólum stúdenta

Frá félagsstofnun stúdenta, dags. 14/2, óskað eftir endurskoðun á rekstrarstyrk fyrir leikskóla stúdenta.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

30.1102555 - Ályktun mótmælafundar ""Samstaða um framhald tónlistarskólanna""

Frá Félagi tónlistarskólakennara, Félagi íslenskra hljómlistarmanna, Samtökum tónlistarskólastjóra og tónlistarnemendum sem áttu frumkvæði að mótmælafundinum ""Samstaða um framhald tónlistarskólanna"", dags. 11/2, ályktun fundarins komið á framfæri við sveitarfélagið.

Lagt fram.

31.1102600 - Leiðarendi 3. Beiðni um breytta skráningu á notkun húsnæðis

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 18/2, óskað eftir breyttri fasteignarskráningu vegna Leiðarenda 3 úr ""atvinnuhúsnæði"" í ""frístundahús"".

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

32.1102509 - Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá SOS Barnaþorpum, dags. 10/2, umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts af húsnæði félagsins að Hamraborg 1.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

33.1102466 - Hamraendi 1-3. Lóðarumsókn.

Frá lögfræðingi umhverfissviðs, dags. 22/2, umsögn um umsókn Drösuls ehf. um byggingarrétt á lóðinni Hamraenda 1 - 3.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Drösli ehf., kt. 440203-2990, lóðinni Hamraenda 1 - 3.

34.1102626 - Ársreikningur 2010 fyrir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Frá Slökkviliði hbsv., ársreikningur fyrir 2010.

Lagt fram.

35.1102634 - Fyrirspurn um umfang starfs

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Í kjölfar viðamikilla stjórnkerfisbreytinga hjá Kópavogsbæ óskar undirritaður eftir upplýsingur um umfang starfs skrifstofustjóra almennrar skrifstofu stjórnsýslusviðs.

Gunnar Ingi Birgisson"

36.1102635 - Beiðni um gögn

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður óskar eftir að starfslýsing jafnréttisráðgjafa verði lögð fram í bæjarráði í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ.

Ómar Stefánsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.