Frá bæjarlögmanni, dags. 22. júlí, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 14. júní, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Betri Turn ehf., kt. 700910-1800, um nýtt rekstrarleyfi til að mega reka veitingahús, veitingastofu og greiðsluþjónustu, veisluþjónustu og veitingaverslun og samkomusal í flokki III, á staðnum Turninn (Nítjánda), að Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Vill umsækjandi hafa opið til kl. 01:00 um virka daga en í lögreglusamþykkt er heimilaður opnunartími til kl. 23:30 nema sveitarstjórn ákveði annað.
Frestað og skipulagsstjóra falið að vinna frekar í málinu.