Bæjarráð

2619. fundur 01. desember 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1111454 - Ábyrgð og starfshættir stjórnenda og starfsmanna

Frá bæjarritara, umsögn stjórnsýslusviðs við drög að reglum um ábyrgð og starfshætti stjórnenda og kjörinna fulltrúa, sem lagðar voru fram á fundi bæjarstjórnar þann 22/11 og vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Lagt fram.

 

Bæjarráð óskar eftir ábendingum annarra sviða fyrir næsta fund bæjarráðs, þar sem málið verður til lokaafgreiðslu í bæjarráði.

2.1111192 - Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012

Frá bæjarritara, dags. 28/11, umsögn um styrkbeiðni fyrir Snorraverkefnið sumarið 2012, þar sem lagt er til að bæjarráð styrki verkefnið um kr. 50.000,- og bjóði einum þátttakanda starfsþjálfun, eins og samþykkt var í fyrra.

Bæjarráð samþykkir tillögu að afgreiðslu.

3.1005075 - Reglur um launalaus leyfi og launuð leyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 22/11, lagðar fram að nýju breyttar reglur um launalaus og launuð leyfi, mál sem frestað var í bæjarráði 24/11 sl.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1111550 - Ráðning án auglýsinga. Fyrirspurn frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks.

Frá starfsmannastjóra, dags. 29/11, svar við fyrirspurn varðandi ráðningar í laus störf á bæjarskrifstofum án auglýsinga.

Lagt fram.

 

Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í nóvember vegna starfsemi Kópavogsbæjar í október 2011.

Lagt fram.

 

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.1109283 - Tillaga að færslu götu að Kórnum. Frá Gunnari Inga Birgissyni og Ármanni Kr. Ólafssyni

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29/11, kostnaðarmat og umsögn um tillögu að færslu götu að Kórnum, sem óskað var eftir á fundi bæjarráðs 29/9 sl.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

7.1110325 - Óskað eftir samstarfi við Kópavogsbæ á árinu 2012

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 30/11, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27/10 sl. varðandi fyrirhugaða þátttöku í uppgræðsluverkefni Gróðurs fyrir folk í landnámi Ingólfs.

Bæjarráð samþykkir að þátttaka verði skoðuð með öðrum verkefnum fyrir sumarstarfsfólk árið 2012.

 

Hjálmar Hjálmarsson vék af fundi undir þessum lið.

8.809079 - Glaðheimar, niðurrif hesthúsa

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 28/11, svar við fyrirspurn varðandi kostnað við niðurrif hesthúsa á Glaðheimasvæðinu.

Lagt fram.

9.801276 - Kæra vegna úthlutunar lóða á Kópavogstúni árið 2005.

Dómur Hæstaréttar dags. 24/11.

Lagt fram.

10.1110386 - Kæra til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu á beiðni um gögn varðandi vatnsvernd

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 24/11, vegna færslu vatnsverndar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

11.1111568 - Vaxtakjör útlána af eigin fé

Frá lánasjóði sveitarfélaga, tilkynning um nýjar verklagsreglur við ákvörðun vaxtakjara af útlánum af eigin fé. Vextir af eigin fé lækka úr 4,25% í 3,90% frá 1. desember 2011.

Lagt fram.

12.1109258 - Uppbygging nýrra hjúkrunarrýma í Sunnuhlíð

Frá Sunnuhlíð, dags. 24/11, afrit af bréfi til velferðarráðuneytis varðandi uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

13.1111564 - Kópavogstún 2-4. Beiðni um lækkun á gjaldskrá vegna gatnagerðargjalda ásamt breytingu á flokkun í gj

Frá Samtökum aldraðra, dags. 28/11, beiðni um lækkun á gjaldskrá vegna gatnagerðargjalda ásamt breytingu á flokkun í gjaldflokki.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra og skrifstofustjóra umhverfissviðs til umsagnar.

14.1111560 - Beiðni um styrk vegna ársins 2012

Frá Neytendasamtökunum, dags. 24/11, beiðni um styrkveitingu vegna ársins 2012.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.1112001 - Atvinnuauglýsingar. Fyrirspurn frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir afriti af öllum atvinnuauglýsingum vegna starfa á bæjarskrifstofum á yfirstandandi kjörtímabili.

Ármann Kr. Ólafsson"

16.1112004 - Skautasvelll á Vallagerðisvelli. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrispurn:

"Undirritaður óskar eftir upplýsingum um möguleika á að koma upp skautasvelli á Vallagerðisvelli ásamt kostnaðaráætlun vegna þess.

Hjálmar Hjálmarsson"

17.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 8

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 7/11, sem lögð var fram í bæjarráði 10/11 sl.

Bæjarráð þakkar fyrir góða samantekt og hópnum fyrir vel unnin störf. Þá felur bæjarráð samninganefnd SSH að fylgja sjónarmiðum sveitarfélaga eftir í viðræðum við ríkisvaldið.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er ekkert í hendi varðandi framlög ríkisins til að bæta almenningssamgöngur.  Eina sem er í hendi er að setja á ?Þjóðvegi í þéttbýli" til sveitarfélaganna án þess að nægt/nokkuð framlag fylgir.  Á meðan þetta er í lausu lofti eru sveitarfélögin í gíslingu ríkisins.

Ómar Stefánsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ríkisstjórnin sagðist ætla að koma með 1 milljarð inn í almenningssamgöngur á ári gegn niðurskurði á framkvæmdum á móti. Niðurstaðan í fjárlagafrumvarpi 2012 er innan við helmingur þess. Eins og svo oft áður pakkar ríkisstjórnin hlutunum inn í fagrar umbúðir fyrir kjósendur og sveitarstjórnarmenn, en svo er innihaldið allt annað en kynnt er.  Eilífar blekkingar.

Ármann Kr. Ólafsson"

18.1107040 - Framtíðarhópur SSH - vinnuhópur 21

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 29/11, bókun á fundi umhverfis- og samgöngunefndar 28/11 um tillögur verkefnahóps 21 varðandi ferðaþjónustu fatlaðra:
"Nefndin tekur undir tillögur vinnuhópsins hvað varðar samvinnu á milli sveitarfélaga til aukinnar hagræðingar fyrir sveitarfélög og notendur þjónustunnar og þeirri tillögu að fyllstu umhverfissjónarmiða verði gætt við framkvæmdina."

Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir vel unnin störf.  Kópavogsbær hefur nýlega boðið út ferðaþjónustu fatlaðra til 5 ára en komi til þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu bjóði sameiginlega út ferðaþjónustuna óskar Kópavogsbær eftir því að koma að þeirri undirbúningsvinnu. Bæjarráð hvetur jafnframt til að skoðað verði með hvaða hætti fatlað fólk geti nýtt sér almenningssamgöngur í meira mæli.

19.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 7

Frá bæjarstjóra, lagðar fram að nýju skýrslur vinnuhóps um sorpmál, sem voru áður lagðar fram í bæjarráði þann 20. október sl.

Bæjarráð þakkar hópnum fyrir vel unnin störf og tekur undir niðurstöður vinnuhóps um sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu.

20.1107040 - Framtíðarhópur SSH - verkefnahópur 10

Frá bæjarstjóra, lögð fram að nýju skýrsla verkefnahóps um söfn, sem var áður lögð fram í bæjarráði þann 20. október sl.

Bæjarráð þakkar hópnum fyrir vel unnin störf og tekur undir samantekt starfshópsins á bls. 4 í skýrslunni.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég legg til að sveitarfélögum sunnan Kópavogs verði kynnt hið nýja og fína Héraðsskjalasafn og þeim boðið að taka þátt í rekstri þess.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð tekur undir bókun Ármanns.

Fundi slitið - kl. 10:15.