Bæjarráð

2576. fundur 06. janúar 2011 kl. 08:15 - 10:30 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1012016 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 30/12

Fskj. 12/2010

Samþykkt.

2.1012014 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 20/12

11. fundur

3.1101066 - Stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks í Kópavogi

Yfirlit félagsþjónustunnar yfir stefnumótun 2010 til 2014 vegna yfirfærslu sértækrar félagsþjónustu við fatlað fólk frá ríki til Kópavogsbæjar.

Lagt fram og vísað til umsagnar félagsmálaráðs.

4.1012017 - Íþrótta- og tómstundaráð 4/1

263. fundur

Bæjarráð óskar íþróttamönnum ársins til hamingju með glæsilegan árangur á árinu.

5.708167 - Bæjarmálasamþykkt.

Frá formanni bæjarráðs, tillaga að breytingu á bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar.

Tillagan lögð fram. 

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir að minnisblað um breytingar verði lagt fram, þar sem tillögurnar eru rökstuddar og markmið sett fram með skýrum hætti.    Þá hefði verið eðlilegt að ræða við bæjarfulltrúa áður en breytingar sem þessar eru lagðar fram.

Formaður bæjarráðs bókar að formaður muni fylgja tillögum úr hlaði á næsta bæjarstjórnarfundi og leggja fram greinargerð.

6.1101078 - Mánaðarskýrslur 2011

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla Kópavogsbæjar desember 2010, yfirlit yfir starfsemi bæjarins í nóvember 2010.

Bæjarritari fór yfir skýrsluna.

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir því að fá aðalbók fyrir 11 fyrstu mánuði síðasta árs. 

Ármann Kr. Ólafsson óskar eftir upplýsingum um það á hvaða tímum aðsókn er í félagsmiðstöðvarnar sundurliðað eftir tíma dags og eftir dögum.  

Hjálmar Hjálmarsson lýsti áhyggjum sínum af minnkandi aðsókn að sundlaugunum og beinir því til íþrótta- og tómstundaráðs að koma með hugmyndir til að bæta úr þessu. 

Þá óskaði hann eftir sundurliðun og greiningu á atvinnulausum í skýrslunni.

7.701020 - Reglur bæjarstjórnar Kópavogs um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignask

Frá bæjarritara, dags. 4/1, tillaga um að reglurnar verði óbreyttar fyrir árið 2011.

Bæjarritari gerði grein fyrir tillögunni.  Samþykkt.

8.1012234 - Krabbameinsfélag Reykjavíkur sækir um styrk til starfsemi sinnar

Frá bæjarritara, dags. 4/1, umsögn um styrkbeiðni Krabbameinsfélags Reykjavíkur, þar sem lagt er til að veittur verði styrkur að upphæð 50.000 kr. til fræðslustarfs félagsins.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 50.000 kr. til fræðslustarfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

9.1010302 - Fjárhagsáætlun 2011

Frá bæjarritara, dags. 5/1, lögð fram tillaga vegna fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Bæjarráð Kópavogs samþykkir eftirfarandi vegna fjárhagsáætlunar ársins 2011: 

"Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar er lögð fram samkvæmt 61. gr. sveitarstjórnarlaga. Með samþykkt fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn Kópavogs felst ákvörðun um fjárheimildir til rekstrar málaflokka og framkvæmda, álagningu gjalda og tekjuöflun. Óheimilt er að ráðstafa fjármagni umfram fjárheimildir fjárhagsáætlunar.   

Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar verður ekki endurskoðuð á árinu 2011. Gerð verður mánaðarleg útkomuspá, sem lögð verður fyrir bæjarráð og stjórnendur stofnana og málaflokka. Heimilt er að gera tillögur til bæjarráðs um viðbótarfjárveitingu á árinu, umfram fjárheimildir fjárhagsáætlunar. 

Samþykktar aukafjárveitingar skulu færðar í útkomuspá ársins en upphafleg fjárhagsáætlun verður höfð til samanburðar við vænta útkomu ársins.

Í rekstri stofnana og skipulagseininga, svo sem sviða eða deilda, er heimilt að fjármagn til einstakra rekstrarliða verði umfram fjárheimildir fjárhagsáætlunar svo fremi sem heildarkostnaður við rekstur stofnunar eða skipulagseiningar verði innan heimilda.  Leita þarf samþykkis bæjarráðs til þess að auglýsa stöður sem losna."

10.1012313 - Fyrirspurn til bæjarlögmanns um vanhæfi bæjarfulltrúa

Frá bæjarlögmanni, dags. 29/12, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 23/12 varðandi vanhæfi bæjarfulltrúa. Í umsögninni kemur fram að skv. 4. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga er sveitarstjórnarmanni heimilt, við meðferð máls sem hann er vanhæfur í að afgreiða, að gera stuttlega grein fyrir afstöðu sinni áður en hann víkur af fundi í samræmi við 6. mgr. 19. gr og hin almenna umfjöllun hefst í sveitarstjórninni.

Lagt fram.

11.1005149 - Húsnæðismál Héraðsskjalasafns Kópavogs

Lögð fram að nýju tillaga formanns að breytingu á tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar frá fundi bæjarráðs 2/12, sem frestað var, sbr. lið 9 í fundargerð bæjarráðs 23/12, sem einnig var frestað.

Bæjarráð samþykkir með þremur samhljóða atkvæðum að segja upp leigusamningi í núverandi húsnæði samhliða því að endurskoða alla kostnaðarliði og ræða meðal annars við leigusala um hagkvæmari leigusamning.  Gunnar Ingi Birgisson vék af fundi undir þessum lið þar sem hann hefur lýst sig vanhæfan. 

 

Ármann Kr. Ólafsson óskar bókað að hann hefði talið að byrja hefði átt á að tala við leigusala og það væri líklegra til að ná fram lækkun strax.

 

Meirihlutinn bókar að hann telji að gera þurfi faglega úttekt á því hvaða húsnæði henti fyrir héraðsskjalasafnið og bendir á að samningur um núverandi húsnæði hafi einungis verið hugsaður til bráðabirgða og húsnæðið óhentugt.

 

Ármann Kr. Ólafsson bókar að hann taki undir að húsnæðið hafi verið hugsað til bráðabirgða og því þurfi að finna varanlega lausn á húsnæðismálum safnsins. Samningsmarkmið þar sem óskað er eftir lækkun leigu hefði jafnframt getað verið að leigusamningurinn gilti aðeins í eitt ár í viðbót.

 

Gunnar Ingi Birgisson tók aftur sæti sitt á fundinum.

 

 

 

 

12.1011049 - Þorrasalir 1-3. Yfirlýsing vegna veðbandslausna

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 5/1, greinargerð um stöðu framkvæmda á fasteigninni Þorrasalir 1-3 og óskað eftir að veði verði aflétt af einni íbúð við útgáfu fokheldisvottorðs.

Bæjarráð felur fjármála- og hagsýslustjóra að gefa út yfirlýsingu til Leigugarða ehf þess efnis að við útgáfu fokheldisvottorðs á fasteigninni Þorrasalir 1-3, þá muni Kópavogsbær aflétta veði sínu af íbúð með fastanúmeri (mhl) 2321603 (010305) sem stendur á lóðinni.

13.1101070 - Vatnsendi, eignarnám. Matsbeiðni um vatnsréttindi

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 30/12, afrit af matsbeiðni lagt inn til héraðsdóms Reykjaness.

Vísað til bæjarstjóra.

14.1101071 - Vatnsendi, eignarnám. Matsbeiðni um afmörkun grannsvæða og fjarsvæða vatnsverndar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 30/12, afrit af matsbeiðni lagt inn til héraðsdóms Reykjaness.

Vísað til bæjarstjóra.

15.1101072 - Vatnsendi, eignarnám. Matsbeiðni vegna staðfestingar á jarðsprungum

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 30/12, afrit af matsbeiðni lagt inn til héraðsdóms Reykjaness.

Vísað til bæjarstjóra.

16.1101089 - Upplýsingabeiðni um afrit af tillögu til breytingar á svæðisskipulagi vatnsverndar

Frá Sigurbirni Þorbergssyni hrl., dags. 3/1, beiðni um afrit af tillögu til breytingar á svæðisskipulagi vatnsverndar sem afgreidd var í bæjarráði 23/11 2006.

Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

17.1012058 - Kæra til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna afgreiðslu á beiðni um niðurstöður jarðfræðirannsók

Frá forsætisráðuneytinu, úrskurðarnefnd um upplýsingamál, dags. 28/12, varðandi fyrirspurn um afhendingu gagna.

Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.

18.1012305 - Kórsalir 5, lokaúttekt. Vegna erindis til Umboðsmanns Alþingis

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 21/12, óskað upplýsinga varðandi afgreiðslu beiðni um lokaúttekt á Kórsölum 5.

Vísað til umsagnar bæjarlögmanns og skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

19.1101069 - Innanríkisráðuneyti tekur til starfa

Frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dags 30/12, tilkynning um skipulag og fyrirhugaða starfsemi nýstofnaðs innanríkisráðuneytis.

Lagt fram.

20.1012304 - Nýtt samkomulag um framlög til Varasjóðs húsnæðismála

Frá Varasjóði húsnæðismála, dags. 21/12, tilkynning varðandi nýtt samkomulag um framlög 2010 og 2011.

Lagt fram.

21.1005106 - Litlavör 11. Óskað eftir lækkun gjaldtöku bæjarfélagsins vegna stækkunar húss

Frá íbúum við Litlavör 11, dags. 29/12, óskað eftir að byggingarleyfi vegna stækkunar hússins verði afturkallað þar sem framkvæmdum hefur verið slegið á frest.

Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs til úrvinnslu.

22.1101040 - Styrkbeiðni vegna árlegra styrktartónleika

Frá Vinum Indlands, dags. 29/12, óskað eftir styrk til félagsins vegna árlegra styrktartónleika, sem nemur upphæð leigunnar á Salnum 16/11 sl.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

23.1101041 - Afsláttur leikskólakennara af leikskólagjöldum í Kópavogi

Frá félagi leikskólakennara, dags. 29/12, óskað eftir að bærinn falli frá þeirri ákvörðun að veita leikskólakennurum ekki afslátt af leikskólagjöldum.

Vísað til umsagnar bæjarritara.   

 

Gunnar Ingi Birgisson gerir fyrirspurn til bæjarstjóra: 

"Það virðist liggja fyrir að afsláttur starfsmanna leikskóla Kópavogs á leikskólagjöldum hafi verið afnuminn.  Hefur þessi ákvörðun verið samþykkt sérstaklega í bæjarstjórn Kópavogs?" 

Staðgengill bæjarstjóra upplýsir að bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. desember s.l. tillögu að breyttri gjaldskrá leikskóla.  Samkvæmt henni fellur út afsláttur til starfsmanna leikskóla.

24.1101080 - Powertalk Fífa í Kópavogi.

Frá PowerTalk Fífu, dags. 8/12, óskað eftir styrk sem nemur kostnaði við leigu á sal í félagsheimilinu Gjábakka að upphæð kr. 30.000, í tilefni af 25 ára afmælisfundi Fífu þann 19/1 nk.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

25.1101085 - Tilmæli velferðarráðuneytis til sveitarstjórna um lágmarksupphæð fjárhagsaðstoðar

Frá velferðarráðuneytinu, dags. 3/1, tilmæli til sveitarstjórna um að lágmarksupphæð fjárhagsaðstoðar sé sambærileg atvinnuleysisbótum.

Lagt fram. 

26.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar

I.   Fundargerðir nefnda

II. Tillaga um breytingu á bæjarmálasamþykkt

27.1012299 - Fimm ára rekstraráætlun Sorpu bs. 2012-2016

Frá Sorpu bs., dags. 20/12, 5 ára rekstraráætlun 2012-2016

Lögð fram og vísað til umsagnar sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

28.1101096 - Tillaga um athugun á sameiningu bókasafns Kópavogs og Blindrabókasafnsins

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð óski eftir viðræðum við ríkið um sameiningu Blindrabókasafns Íslands og Bókasafns Kópavogs. Þessar tvær stofnanir eru reknar nánast hlið við hlið í Hamraborginni. Enginn vafi er á því að með sameiningu þessara safna væri hægt að ná fram hagræðingu bæði fyrir Kópavogsbæ og ríkissjóð um leið og þjónusta yrði enn betri.

Ármann Kr. Ólafsson"

Bæjarráð frestar tillögunni.

29.1101097 - Tillaga um ályktun

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu til ályktunar:
"Bæjarstjórn skorar á ráðherra samgöngumála að draga til baka allar hugmyndir um vegtolla á akstur bifreiða til og frá höfuðborgarsvæðinu."

Vísað til bæjarstjórnar.

30.1101098 - Fyrirspurn til bæjarstjóra um húsnæði sem bæjarsjóður leigir að Hamraborg 14a

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

Eftirfarandi upplýsinga er óskað: 

1) Hverjir hafa verið leigusalar að húsnæðinu frá 1990?

2) Hver er núvirt leiga pr. fm. á árunum 1990, 1995, 2000, 2005 og 2010?

3) Hvernig er ástand húsnæðisins, loftræsting og fleira?

4) Hvað hefur verið geymt í húsnæðinu af hálfu Kópavogsbæjar?

5) Er möguleiki að nýta eigin húsnæði bæjarins undir þessa starfsemi og þar með að segja upp húsnæðinu að Hamraborg 14a? 6) Var leiga á þessu húsnæði einhvern tíma boðin út?

Skriflegt svar óskast hið fyrsta.

31.1101100 - Fyrirspurn til bæjarstjóra um kostnað við veislu bæjarstjórnar

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Undirritaður óskar eftir að fá sundurliðaðan kostnað vegna veislu sem bæjarstjórn Kópavogs hélt sjálfri sér í Molanum þann 23. 12. 2010 eftir að fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2011 hafði verið samþykkt.

Gunnar Ingi Birgisson"

Fundi slitið - kl. 10:30.