Bæjarráð

2912. fundur 26. apríl 2018 kl. 07:30 - 09:15 á Digranesvegi 1, bæjarráðsherbergi - Víghóll
Fundinn sátu:
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varaformaður
 • Guðmundur Gísli Geirdal varafulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
 • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.1710626 - Formleg beiðni Breiðabliks um gervigras við Fífuna

Frá sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 18.apríl, lögð fram greinargerð um gervigras á Kópavogsvöll og tillögur m.a. um að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll næsta vor og að keppnis- og æfingaaðstaða frjálsra íþrótta verði byggð upp á kastsvæði vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi afgreiðslutillögu:
"Ég óska eftir frestun á ákvörðun á málinu í eina viku milli bæjarráðsfunda og að upplýsingar verði lagðar fram á næsta bæjarráðsfundi um hvort þurfi viðauka við núverandi fjárhagsáætlun og þá hver sú upphæð gæti verið.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Tillaga um frestun var felld með þremur atkvæðum þeirra Theódóru Þorsteinsdóttur, Karenar Halldórsdóttur og Guðmundar Geirdal en Pétur Hrafn Sigurðsson og Kristinn Dagur Gissurarson greiddu atkvæði með tillögunni.

Hlé var gert á fundi kl. 8:45. Fundi var fram haldið kl. 8:55.

Framlögð tillaga um gervigras á Kópavogsvöll, uppbyggingu keppnis- og æfingasvæðis fyrir frjálsrar íþróttir og endurnýjun gervigrass á Fagralundi var samþykkt með fimm atkvæðum.

Fulltrúar minnihluta lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við styðjum fyrirhugaða uppbyggingu á gervigrasvelli á Kópavogsvelli. Við lýsum hinsvegar vonbrigðum með að ekki skuli hafa verið fallist á frestunartillögu um eina viku. Það að fá upplýsingar um áætlaðan kostnað sem til fellur á þessu ári er í samræmi við ábyrga fjármálastjórnun.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Fulltrúar meirihluta lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Fyrir liggur ítarleg kostnaðaráætlun tveggja verkfræðistofa þar sem farið er yfir alla verkþætti við framkvæmdir við Smárann og Fagralund þar sem ólíkir valkostir voru bornir saman. Jafnframt er ljóst að í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir viðhaldsframkvæmdum á gervigrasvelli við Fagralund. Samþykkt bæjarráðs byggir á þessari vinnu og ljóst að framkvæmdir næsta árs þarf að taka inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2019.
Thedóra Þorsteinsdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Geirdal"

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.1804385 - Breytt umferðaraðgengi að Digraneskirkju

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. apríl, lögð fram umsögn er varðar breytta aðkomu umferðar að Digraneskirkju.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 í samræmi við umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.18031067 - Eskihvammur útboð

Frá deildarstjóra framkvæmdardeildar, dags. 16. apríl, lagt fram erindi er varðar útboð á verkinu "Eskihvammur endurnýjun á götu, stétta og lagna".
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Auðverk ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.1706258 - Hagasmári 1, Café Adesso. Adesso ehf. Umsagnarbeiðni vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 24. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júní 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Adesso ehf., kt. 500102-3060, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Um afgreiðslutíma áfengis vísast til lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita jákvæða umsögn með vísan til minnisblaðs lögfræðideildar.

Ýmis erindi

5.1804551 - Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 425. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

6.1804550 - Frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um Póst- og fjarskiptastofnun o.fl. (gjaldtaka fyrir tíðnir og alþjónusta), 454. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

7.1804578 - Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.) 467. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.), 467. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

8.1804549 - Tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu inviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029, 479. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029, 479. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Ýmis erindi

9.1804537 - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024, 480. mál. Umsagnarbeiðni

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl, lagt fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2025, 480. mál (stjórnarfrumvarp).
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

Fundargerðir nefnda

10.1804008F - Menntaráð - 25. fundur frá 17.04.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.1803013F - Skipulagsráð - 27. fundur frá 16.04.2018

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
 • 11.4 1804314 201 Smári. Reitir A03 og A04 (Sunnusmári 2-14). Byggingaráform.
  Með tilvísan í skipulagsskilmála fyrir Smárann vestan Reykjanesbrautar frá 25. nóvember 2016 kafla 5 um "Sérstöðu svæðisins og byggingaráform" er lögð fram tillaga Arkís og Tark arkitekta fh. lóðarhafa að byggingaráformum á reitum A03 og A04 (Sunnusmára 2-14) í 201 Smári. Samkvæmt framlögðum byggingaráformum er ráðgert að byggja á reitunum um 33.000 m2, 269 íbúðir og þjónustuhúsnæði auk bílageymslna í kjallara. Fulltrúar Arkís, Tark og Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir tillögunni. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð telur framlögð byggingaráform vera í samræmi við þau viðmið sem sett eru fram í skipulagsskilmálum fyrir reiti A03 og A04 í deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar og veitir lóðarhafa heimild til að skila gögnum til byggingarfulltrúa. Skipulagsráð samþykkir framlögð áform með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.5 1804367 Smáralind. Flutningur á sjálfvirkum eldsneytisdælum.
  Lagt fram erindi Regins hf. og Eignarhaldsfélags Smáralindar ehf. dags. 12. apríl 2018 þar sem óskað er eftir breytingum á deiliskipulagi Hlíðarsmára 1 vegna flutnings á sjálfvirkum eldsneytisdælum sem staðsettar eru í sv-horni lóðarinnar. Deiliskipulagsbreytingin er áfangi í undirbúningi og uppbyggingu svæðisins sunnan Smáralindar. Eftir flutning verða dælurnar staðsettar fyrir miðri Smáralind nálægt meginaðkomu úr suðri frá Hagasmára. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 12. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.6 1710174 Fossvogsbrún, íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttu deiliskipulagi við Fossvogsbrún. Í gildi er deiliskipulag Fossvogsdals, austurhluta, samþykkt í bæjarráði/bæjarstjórn 14. maí 1996. Breytingin tekur til svæðis norðaustan Fossvogsbrúnar 2. Í breytingunni felst að þar verði ný lóð, Fossvogsbrún 2a, með byggingarreit fyrir íbúðakjarna fyrir fatlaða með allt að sjö íbúðum ásamt þjónusturými. Stærð lóðarinnar er áætluð 1200 m2 og stærð byggingarreits 600 m2. Hámark nýtingarhlutfalls á lóðinni verður 0,5 ofanjarðar. Aðkoma er frá Fossvogsbrún og þar sem fyrir eru tíu bílastæði, ráðgert er að fjölga þeim um fimm. Á fundi skipulagsráðs 15. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 23. janúar 2018. Athugasemdarfresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.7 1711735 Brekkuhvarf 1-7. Breytt deiliskipulag
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Rafaels Pinho dags. 29. nóvember 2017 fh. lóðarhafa Brekkuhvarfs 1-5 að breyttu deiliskipulagi á lóðunum. Í breytingunni felst að á lóðunum Brekkuhvarf 1a-1b, 3 og 5 verði reist raðhúsabyggð í þremur áföngum með samtals 22 íbúðum sem fá heimilisföngin Brekkuhvarf 1a-1p og Brekkuhvarf 7a-7f. Uppdrættir í mkv. 1:500 dags. 11. janúar 2018 ásamt greinargerð og skýringarmyndum. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2018 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Samþykktin var staðfest í bæjarstjórn 13. febrúar 2018. Athugasemdafresti lauk 3. apríl 2018. Athugasemdir og ábendingar bárust.
  Lögð fram samantekt skipulags- og byggingardeildar um athugasemdir sem bárust er tillagan var kynnt ásamt umsögn dags. 12. apríl 2018.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.11 1804366 Hrauntunga 62. Kynning á byggingarleyfi.
  Lagt fram að nýju erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa dags. 19.6.2015 vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins sbr. uppdráttum dags. 8. mars 2018.
  Ennfremur lagt fram samþykki aðliggjandi lóðarhafa.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.15 1802241 Dalvegur 32. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga Krark f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 32 við Dalveg. Í breytingunni felst að byggingarreitur annars áfanga færist um 3,4 m til suðurs. Gert er ráð fyrir kjallara undir hluta annars áfanga húsins. Fyrirkomulag bílastæða breytist. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 26. september 2017 og birt í B-deild Stjórnartíðinda 6. desember 2017. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. í apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.
  Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.
 • 11.16 1804094 Markavegur 5. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram erindi lóðarhafa að Markavegi 5 dags. 27. mars 2017 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að byggð er reiðskemma 28,0 x 12,3 m á lóðinni sem tengd verður núverandi hesthúsi að Markavegi 3-4 (sami lóðarhafi). Gólfkóti skemmunar yrði sami og í núvernadi hesthúsi 101,6 m í stað 102,5 m h.y.s. Einnig er sótt um að hækka mænishæð reiðskemmunar úr 4,5 m í 5,1 m miða við aðkomuhæð. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 28. janúar 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 27 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagað tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

12.1804462 - Fundargerð 366. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 05.04.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

13.1804579 - Fundargerð 285. fundar stjórnar Strætó frá 13.4.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Jafnframt eru lögð fram 5 fylgiskjöl : "Innri endurskoðun - Greinargerð til endurskoðunarnefndar og stjórnar 2018, 11. apríl 2018", "Endurskoðunarnefnd - Um greinargerð innri endurskoðenda 2018, 12. apríl 2018", "Framvindumat vegna samnings um eflingu almenningssamganga, apríl 2018", "Vinnustaðagreining 2018" og "Mælaborð Strætó janúar til mars 2018".
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

14.1804662 - Digranesvegur 1. Fyrirspurn vegna flutninga og áformaðrar viðbygginga frá Kristni Degi Gissurarsyni

Frá Kristni Degi Gissurarsyni, varabæjarfulltrúa :
" 1. Hver var kostnaður bæjarsjóðs vegna flutninga í nýtt húsnæði að Digranesvegi 1.? Annars vegar vegna flutninganna sjálfra og hins vegar kaup á nýjum húsgögnum og búnaði?

2. Hver er áætlaður kostnaður vegna viðbyggingar við Digranesveg 1., sem áform eru um, til að mæta þörfum Kópavogsbæjar og hvert er fyrirhugað byggingarmagn?

3. Eru aðrar lausnir en viðbygging til skoðunar og þá hverjar?"
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

15.1804663 - Fyrirspurn um framtíðarsýn bæjaryfirvalda varðandi Fannborg 2,4 og 6 með tilliti til nærliggjandi svæða frá Kristni Degi Gissurarsyni

Frá Kristni Degi Gissurarsyni, varabæjarfulltrúa :
"Hver er sýn núverandi yfirvalda (meirihlutans) í Kópavogi varðandi Fannborg 2, 4 og 6? Hvaða greiningarvinna hefur átt sér stað varðandi hugsanlega starfsemi og landnýtingu með tilliti til nærliggjandi svæða þ.e. Hamraborgarinnar og Auðbrekkusvæðisins? Einnig austan við þ.e. Neðstatröð og Vallartröð."
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

16.1804664 - Fyrirspurn varðandi uppbyggingu á Hávegi og nágrenni frá Kristni Degi Gissurarsyni

Frá Kristni Degi Gissurarsyni, varabæjarfulltrúa :
"Hvaða sýn hafa núverandi yfirvöld (meirihlutinn) varðandi uppbyggingu á Hávegi og nágrenni? Hafa oddvitar Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins átt í viðræðum við uppkaupsaðila á svæðinu og hefur verið gefinn einhver ádráttur um byggingarmagn og hæð húsa?"
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

17.1804665 - Fyrirspurn um fjölda stöðugilda á stjórnsýslu-, umhverfis-, mennta- og velferðarsviði í upphafi og við lok núverandi kjörtímabils frá Kristni Degi Gissurarsyni

Frá Kristni Degi Gissurarsyni, varabæjarfulltrúa :
"Óskað er eftir upplýsingum um fjölda stöðugilda á eftirtöldum sviðum, annars vegar í upphafi kjörtímabilsins og hins vegar nú í lok þess.
a.
Stjórnsýslusviði
b.
Umhverfissviði
c.
Menntasviði
d.
Velferðarsviði."
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 09:15.