Frá lögfræðideild, dags. 24. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 7. júní 2017, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Adesso ehf., kt. 500102-3060, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, að Hagasmára 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um. Um afgreiðslutíma áfengis vísast til lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015.