Bæjarráð

2561. fundur 09. september 2010 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1009003 - Félagsmálaráð 7/9

1290. fundur

2.1008019 - Forvarnanefnd 7/9

27. fundur

3.1007152 - Skólahreysti óskar eftir styrk fyrir árið 2010

Liður 4 í fundargerð forvarnanefndar: Forvarnanefnd hefur ekki styrkt þetta verkefni af sínum fjárveitingum undanfarin ár, en hvetur bæjarráð til að styrkja verkefnið eins og það hefur gert hingað til.
Þar sem fjárveiting nefndarinnar leyfir ekki frekari styrki á árinu sér nefndin sér ekki fært að styrkja verkefnið.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar til afgreiðslu.

4.1001150 - Heilbrigðiseftirlit 30/8

152. fundur

5.1009002 - Íþrótta- og tómstundaráð 8/9

255. fundur

6.1008016 - Jafnréttisnefnd 25/8

294. fundur

7.1006294 - Ósk um framlag til rekstrar og verkefna Mannréttindaskrifstofu Íslands

Sbr. lið 4 í fundargerð Jafnréttisnefndar: Jafnréttisnefnd veitir jákvæða umsögn um styrkbeiðnina og leggur til að bæjarráð styrki starfsemi MSRÍ.

 Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

8.1008021 - Leikskólanefnd 7/9

10. fundur

9.1008022 - Skólanefnd 6/9

16. fundur

10.1005149 - Stjórn Héraðsskjalasafns 25/8

65. fundur

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarritari leggi fram kostnaðarmat vegna varðveislu og afhendingar rafrænna skjalasafna.

11.1002171 - Samband íslenskra sveitarfélaga 25/6

775. fundur

Á fundinn mættu Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Karl Björnsson framkvæmdastjóri þess. Gerðu þeir grein fyrir samkomulagi Sambandsins við fjármálaráðherra um yfirfærslu málefna fatlaðra og jafnframt komandi landsþingi Sambandsins.

12.1002171 - Samband íslenskra sveitarfélaga 26/8

776. fundur

13.1001153 - Stjórn SSH 7/6

350. fundur

14.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 30/8

276. fundur

15.1003054 - Smiðjuvegur 13a. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts.

Frá bæjarritara, dags. 7/9, umsögn um erindi Kiwanisklúbbsins Eldeyjar varðandi styrk til greiðslu fasteignagjalda. Lagt er til að veittur verði styrkur til greiðslu af helmingi fasteignaskatts fyrir árið 2010, alls kr. 226.074.

Bæjarráð hafnar erindinu og felur bæjarritara að gera tillögu að breyttum reglum um styrkveitingar til félaga og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts.

16.1004011 - Lindasmári 5, skaðabótakrafa

Frá bæjarlögmanni, dags. 6/9, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 26/8 sl. varðandi skaðabótakröfu vegna Lindasmára 5. VÍS hefur þegar greitt hámarksbætur til tjónþola og er málinu því lokið.

Lagt fram.

17.1008236 - Fyrirspurn frá bæjarfulltrúa

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn vegna fyrirspurnar um hljóðvörn vegna hávaða frá Players.

Lagt fram.

18.1008210 - Aðgerðir vegna fjölbýlishúsa í byggingu, þar sem frágangi hefur ekki verið sinnt.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 6/9, staða á frágangi utanhússklæðningar o.fl. við fjölbýlishús í byggingu, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 26/8 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögur um dagsektir vegna Vindakórs 2-8 og ósk um framkvæmdaáætlun vegna Boðaþings 10-12, Lundar 86-92, Vindakórs 10-12 og Tröllakórs 13-15.

19.1009020 - Frá EFS. Niðurstaða ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2010

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálaum sveitarfélaga, dags. 31/8, niðurstaða ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

20.1009052 - Stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 1/9, varðandi stefnumótun sveitarfélaga í skólamálum.

Lagt fram.

21.1009064 - Beiðni um upplýsingar varðandi talþjálfun barna og unglinga í Kópavogi

Frá Málefli, dags. 1/9, óskað upplýsinga um hvernig staðið sé að talþjálfun barna og unglinga í sveitarfélaginu.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra fræðslusviðs til umsagnar.

22.1009065 - Ályktun velferðarvaktarinnar

Frá velferðarvaktinni, dags. 1/9, varðandi líðan barna og unglinga, ásamt fleiri þáttum í byrjun skólaárs.

Lagt fram.

23.1002133 - Snjóframleiðsla í Bláfjöllum.

Frá skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, dags. 11/6, kostnaðaráætlun við snjóframleiðslu á skíðasvæðum.

Bæjarráð ítrekar fyrri afstöðu sína um að áður en ákvarðanir verða teknar um frekari uppbyggingu í Bláfjöllum þurfi frekari upplýsingar að liggja fyrir.

24.1009054 - Hamraborgarhátíð

Frá Theodóru S. Þorsteinsdóttur, dags. 2/9, óskað upplýsinga varðandi nýafstaðna Hamraborgarhátíð.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

25.1009067 - Kynning á skyldum vinnuveitenda varðandi vinnuverndarstarf

Frá Vinnueftirlitinu, dags. 2/9, varðandi vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til afgreiðslu.

26.1009005 - Skil á skýrslum um refa- og minkaveiðar

Frá Umhverfisstofnun, dags. 31/8, vegna skila uppgjörs varðandi refa- og minkaveiðar á uppgjörstímabilinu 1.9. 2009 - 31.8.2010.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

27.1004406 - Færanleg loftgæðamælistöð.

Frá Umhverfisstofnun, dags. 27/8, þakkað fyrir lán á færanlegri loftgæðamælistöð, sem er í eigu Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

28.1009012 - Fjallskilaboð haustið 2010

Frá Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs, dags. 30/8, fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2010.

Lagt fram.

29.1009081 - Hlíðarendi 19. Umsókn um lóð

Sigfús A. Gunnarsson sækir um lóðina að Hlíðarenda 19.

Bæjarráð úthlutar Sigfúsi A. Gunnarssyni byggingarrétti að Hlíðarenda 19.

30.1009080 - Aflakór 21 og 23. Umsókn um lóð

Ögurhvarf ehf. óskar eftir lóðinni að Aflakór 21 - 23.

Bæjarráð úthlutar Ögurhvarfi ehf. byggingarrétti á lóðinni að Aflakór 21-23.

31.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 14. september

I. Fundargerðir nefnda

II. Kosningar

32.1009120 - Tillaga að stofnun framkvæmdaráðs

Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi tillögu:
""Með vísan til 58. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar leggur bæjarráð til við bæjarstjórn, að skipað verði framkvæmdaráð með eftirfarandi hætti:
Bæjarráð skipi 3 fulltrúa úr sínum röðum í framkvæmdaráð til eins árs og tvo til vara. Auk þeirra sitji í ráðinu bæjarstjóri og sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs. Formaður bæjarráðs skal jafnframt vera formaður framkvæmdaráðs og stjórna fundum þess. Framkvæmdaráð skal að jafnaði halda fund á föstum tíma og eigi sjaldnar en tvisvar í mánuði.
Sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs undirbýr ráðsfund í samráði við formann og forstöðumenn deilda. Skrifstofustjóri framkvæmda- og tæknisviðs er starfsmaður ráðsins og ritar fundargerðir þess. Hann sér um að ráðið sé boðað til fundar með skriflegu fundarboði ásamt dagskrá eigi síðar en einum sólarhring fyrir fund.
Framkvæmdaráð fer með mál sem falla undir framkvæmda- og tæknisvið, svo sem mannvirkjagerð, eignarekstur, veitustarfsemi og umferðarmál, samkvæmt ákvæðum laga ásamt útboðsgerð og innkaupum skv. innkaupareglum. Vinna við innkaup, með það að markmiði að auka hagkvæmni í rekstri stofnana bæjarins, sem áður var veitt á stjórnsýslusviði, færist með þessu á framkvæmda- og tæknisvið. Þá skal ráðið fara með eignaumsjón félagslegra íbúða húsnæðisnefndar.
Framkvæmdaráð gerir tillögur til bæjarráðs um afgreiðslu einstakra mála, sem það fær til meðferðar.
Fundargerðir ráðsins skulu lagðar fram í bæjarráði til afgreiðslu.
Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri""

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.

33.1009121 - Tillaga að stofnun nefndar um yfirfærslu á málefnum fatlaðra

Formaður bæjarráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
""Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn, að á grundvelli 58. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar setji bæjarstjórn á fót nefnd um yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Nefndin verði skipuð þremur fulltrúum sem bæjarstjórn kýs.
Guðríður Arnardóttir""

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur bæjarstjóra að gera drög að erindisbréfi fyrir nefndina sem lögð verði fyrir á næsta fundi bæjarstjórnar.

34.1009122 - Minnisblað um málefni Strætó bs.

Hjálmar Hjálmarsson fulltrúi Kópavogsbæjar í Strætó bs. lagði fram minnisblað, sem hann lagði fram á fundi stjórnar Strætó bs., 5. júlí 2010.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.