Frá laganema, dags. 8. júlí, umsögn um umsókn um rekstrarleyfi, tekin upp að nýju vegna nýs erindis umsækjanda. Á fundi bæjarráðs þann 6. júní 2013 var samþykkt umsögn um umsókn Leikinns ehf. þess efnis að opnunartími staðarins væri til kl. 23:30 virka daga og til kl. 01:00 um helgar. Eins og fram kom í erindi umsækjanda dagsett 12. júní 2013 sem hann sendi í kjölfar ákvörðunar bæjarráðs þá óskar hann þess að umsögnin verði tekin til endurskoðunar, með hliðsjón af framsettum rökstuðningi, og heimilaður verði opnunartími til kl. 01:00 alla daga.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn, sem umsagnaraðili, að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.