Bæjarráð

2691. fundur 13. júní 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1306009 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. júní

84. fundur

Lagt fram.

2.1306003 - Framkvæmdaráð, 12. júní

52. fundur

Lagt fram.

3.1306233 - Vatnsendahlíð, yfirtökugjöld.

Lögð fram tillaga sviðsstjóra að yfirtökugjöldum Vatnsendahlíð, dags. 11. júní 2013. Tillagan byggir á gildandi yfirtökugjöldum, að því undanskildu að stærðarflokkun er breytt. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að yfirtökugjöld í Vatnsendahlíð verði skv. tillögu sviðsstjóra dags. 11. júní 2013.

Framkvæmdaráð samþykkir að lóðir í Vallaþingi verði auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu Kópavogsbæjar, þegar fyrir liggur staðfesting á deiliskipulagi í B-deild Stjórnartíðinda.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð óskar eftir því að ákvörðun um breytt yfirtökugjöld á lóðum  í Vatnsendahlíð verði frestað þar til fyrir liggur afstaða skiptastjóra dánarbúsins að Vatnsenda og skriflegt álit lögmanns á því hvort það sé rétt að endurskoða fyrri úthlutun á lóðum til ábúanda á svæðingu m.t.t. breyttra forsendna.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð samþykkir tillögu Guðríðar Arnardóttur einróma.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Boðaðar breytingar á fjárhagsáætlun upp a.m.k. 76 milljón kr. hækkun sem meirihlutinn stendur að eru varhugaverðar. Áætlað er að tekjur komi á móti vegna lóðaúthlutana sem er vonarpeningur sem almennt er ekki reiknað með í gerð fjárhagsáætlana.   Auk þessa eru boðaðar breytingar upp á svo háa upphæð sérkennilegar í ljósi tillögu sem undirritaður lagði fram fyrir tveimur vikum um tilfærslu uppá 2.5 milljónir frá liðnum veggjakrot til veggskreytinga, sem hefur enga hækkun í för með sér.  (Sjá fundargerð bæjarráðs 30.5. s.l. liður 32 - 1305683).

Hjálmar Hjálmarsson"

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Gatnagerðargjöld standa undir gatnagerð.

Ármann Kr. Ólafsson"

4.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Á fundi framkvæmdaráðs 24. apríl sl. var lögð fram frumáætlun fyrir gatnagerð Leiðarenda og Vallaþingi. Áætlun um kostnað við að gera svæðið byggingarhæft er um kr. 160 milljónir, án malbikunar. Verkáætlun gerir ráð fyrir að verkið verði unnið árin 2013 og 2014. Unnið verði fyrir allt að kr. 80 milljónum á árinu 2013. Fjármögnun gatnagerðar verði með sölu lóða. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að heimilað verði opið útboð verksins "Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi."

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

5.1303238 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Erlu Karlsdóttur.

Frá jafnréttisráðgjafa, dags. 31. maí, svar við fyrirspurn í bæjarráði 14. mars sl. varðandi innleiðingu eineltisstefnu Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

6.1305660 - Dalaþing 23, heimild til framsals lóðarréttinda.

Bæjarráð heimilar framsalið.

7.1306167 - Beiðni um umsögn vegna nýs lyfsöluleyfis

Frá Lyfjastofnun, dags. 5. júní, óskað umsagnar um umsókn um lyfsöluleyfi fyrir nýja lyfjabúð að Nýbýlavegi 4 í Kópavogi.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

8.1306223 - Beiðni um styrk til kaupa á rafmagnstímatökutækjum

Frá Frjálsíþróttasambandi Íslands, dags. 7. júní, óskað eftir styrk til kaupa á rafmagnstímatökutækjum o.fl.

Bæjarráð vísar erindinu til stjórnar SSH til afgreiðslu.

9.1305483 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa - Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð minnir á neðangreinda fyrirspurn frá 30. maí varðandi upplýsingar um uppgreiðslur á skuldabréfum. Engin svör liggja fyrir þrátt fyrir að málið hafi verið ítrekað í síðustu viku og eru slík vinnubrögð ámælisverð.  Óskað er eftir þessum upplýsingum tafarlaust:

"Bæjarstjóri ber ábyrgð á öllum rekstri bæjarins og ekki hvað síst skuldastýringu bæjarsjóðs. Hafi bæjarstjóra ekki verið kunnugt um uppgreiðslu láns upp á 30 milljónir fram í tímann sem tengist umdeildu eignarnámi á Vatnsenda, er ástæða til þess að hann endurskoði starfshætti sína. Það er ljóst að hér hafa verið gerð mistök, þegar umrætt skuldabréf var greitt upp þótt síðustu greiðslur væru ekki komnar á gjalddaga. Þessu til stuðnings er bent á erindi skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested frá 21. maí þar sem þess er krafist að Kópavogur felli niður allar greiðslur til þinglýsts eiganda Vatnsenda á meðan dánarbúið er undir skiptum og skorið hefur verið úr um afdrif eignarréttar jarðarinnar.

Óskað er upplýsinga um eftirfarandi hið fyrsta:

Sundurliðaðan lista yfir allar reglulegar skuldir Kópavogsbæjar. Skuli þar tilgreina lánstíma, eftirstöðvar og vaxtarprósentu.

Lista yfir öll skuldabréf sem Kópavogur hefur greitt upp á árinu 2012 sem ekki voru að öllu leyti fallin á gjalddaga. Skuli þar tilgreina vaxtarprósentu.

Ítarlegar upplýsingar um það hvernig umrætt skuldabréf birtist í bókum bæjarins."

Guðríður Arnardóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 8:54.  Fundi var fram haldið kl. 9:02.

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður minnir á að skv. samþykkt bæjarráðs vinnur endurskoðandi bæjarins nú að úttekt á uppgreiðslu skuldabréfa frá desember sl. og verkferlum við skuldastýringu bæjarins. Jafnframt er unnið að svari við fyrirspurn bæjarfulltrúans. Ásökunum um ámælisverð vinnubrögð er vísað á bug, hér er eingöngu verið að vanda til verka.

Ármann Kr. Ólafsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Þessar upplýsingar liggja fyrir og ekki flókin samantekt og vekur því þessi langa töf athygli.

Guðríður Arnardóttir"

10.1106479 - Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi 2011-2016. Verksamningur

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson og Hjálmar Hjálmarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggja til að samningi við Smartbíla um ferðaþjónustu í Kópavogi verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis.

Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert á fundi kl. 9:55. Fundi var fram haldið kl. 10:05.

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Við leggjum til að tillögunni verði vísað bæjarstjórnar og jafnframt er því beint til bæjarlögmanns að skrifleg greinargerð hans sem óskað hefur verið eftir liggi fyrir á þeim fundi.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarndi bókun:

"Fyrir fundinum liggur þegar fyrir greinargerð bæjarlögmanns og lögmanns velferðarsviðs.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér er að sjálfsögðu verið að óska eftir skriflegri greinargerð.

Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir bæjarráð hefur verið lögð skrifleg greinargerð með málsnúmer 1305149.

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir og Ómar Stefánsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Verið er að vísa til síðasta bæjarráðs þar sem segir: "Bæjarráð felur bæjarlögmanni að fara yfir afgreiðslu félagsmálaráðs og skoða lagalega stöðu bæjarins".

Ármann Kr. Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Tillaga um að vísa afgreiðslu tillögunnar til bæjarstjórnar var samþykkt með þremur samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

11.1304352 - Notkun opins hugbúnaðar. Fyrirspurn frá Ómari Stefánssyni.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Minni á fyrirspurn um notkun opins hugbúnaðar. Óska eftir svari við fyrsta tækifæri.

Ómar Stefánsson"

Fundi slitið - kl. 10:15.