Bæjarráð

2583. fundur 17. febrúar 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1102005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 15/2

3. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

2.1102008 - Atvinnu- og upplýsinganefnd 14/2

330. fundargerð

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sáu ekki ástæðu til þess að kalla saman nefndina og kosta til þess vel á annaðhundrað þúsund til þess eins að útdeila örfáum verkefnum á aðrar nefndir. Því mættu þeir ekki. Bæjarstjóri hafði látið þau boð út ganga að ekki skyldi kalla saman nefndir í gamla nefndarkerfinu nema að brýna nauðsyn bæri til. Því er undarlegt að fulltrúar meirihlutans skuli hundsa þessi fyrirmæli, á niðurskurðar- og uppsagnartímum. Formaður og starfsmaður nefndarinnar hefðu fullvel getað klárað þetta verk í sparnaðarskyni.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Hverju voru sjálfstæðismenn þá að mótmæla þegar þeir mættu ekki á fund ÍTK í vikunni og framkvæmdaráðs?

Guðríður Arnardóttir""

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Hvað ÍTK varðar þá kom fram hjá staðgengli bæjarstjóra á síðasta bæjarstjórnarfundi  við fyrirspurn sjálfstæðismanna á því hvers vegna ekki hefði verið fundað í ÍTK síðan í desember, að líklegasta skýringin væri fá verkefni og bæjarstjóri hefði gefið það út að ekki skyldi fundað nema að brýna nauðsyn bæri til. Af þessu mátti álykta að ekki væri þörf fyrir fundi í ÍTK. Í ljósi þess að síðan var kallað skyndilega til fundar hefði átt að hafa samband við fulltrúa minnihlutans og boða þá.

Í ljósi þess að nú er fundað mjög óreglulega legga fulltrúar flokksins til að starfsmenn nefnda gangi úr skugga um að nefndarmenn fái fundarboð í hendur.

Hvað framkvæmdaráð varðar mætti fulltrúi Sjálfstæðisflokksins ekki til að undirstrika þá tillögu sjálfstæðismanna við breytingar á nefndarkerfi bæjarins að í sparnaðarskyni væri rétt að leggja niður framkvæmdaráð og  boða til vinnufunda 5 fulltrúa í bæjarráði og væru þeir hluti af starfsskyldum nefndarmanna og þar með inni í launakjörunum og því ekki borgað sérstaklega fyrir þá.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

 

3.1102006 - Félagsmálaráð 15/2

1302. fundur

4.1102007 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 14/2

15. fundur

5.1101151 - Drög að þjónustusamningi við Ás styrktarfélag um búsetuþjónustu við fatlað fólk í Kastalagerði

Bæjarráð vísar málinu til félagsmálaráðs til umsagnar.

6.1102336 - Hæfing fyrir fatlað fólk. Húsnæðismál

Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmdaráðs til úrvinnslu.

7.1102010 - Framkvæmdaráð 16/2

7. fundur

8.1101915 - Sumarvinna 2011

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Ég er á móti þessum reglum og óska eftir að málinu verði vísað til umræðu í bæjarstjórn.

Gunnar Ingi Birgisson""

 

Bæjarráð óskar eftir því að drög að auglýsingu verði lögð fram í bæjarráði.

Bæjarráð vísar drögum að reglum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.1102009 - Íþrótta- og tómstundaráð 16/2

264. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar meirihlutans í ÍTK halda greinilega að Kópavogur hafi einn og sér lent í hruninu. Niðurskurðurinn ber vitni um viðhorf til íþróttamála hér í bæ. Þetta er fyrst og fremst spurning um forgangsröðun og berast nú þær fregnir að meirihlutinn ætli ekki að standa við samkomulag sem gert var við íþróttafélögin milli umræðna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru reiðubúnir til þess að koma með tillögur til úrlausnar.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Rekstrarframlag til íþróttafélaganna á árinu 2011 var lækkað að meðaltali um tæp 5%.  Það var samþykkt af þeim 10 bæjarfulltrúum sem samþykktu fjárhagsáætlun ársins.  Auk þess var félagslega framlagið lækkað.  Eftir að hafa tekið tillit til sjónarmiða íþróttafélaganna var félagslega framlagið hækkað um 10 milljónir á milli umræðna; það hefur verið efnt eins og sjá má í gögnum bæjarins, þegar bornar eru saman upphæðir við fyrri og seinni umræðu.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

10.1012006 - Jafnréttisnefnd 9/12

298. fundur

11.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir því að aðgengi að upplýsingum á erlendum tungumálum verði sérstaklega skoðað á nýjum vef bæjarins.

12.1102323 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 4/2

23. fundur

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Kópavogs leggi sérstaka áherslu á að flýta eins og kostur er endurskoðun vatnsverndar þar sem svo margt hangi á spýtunni eins og t.d. Þríhnúkaverkefnið, nýting Bláfjallafólkvangs og skipulagsmál sveitarfélaganna.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Ómar Stefánsson tekur undir bókunina.

13.1101641 - Stjórn Héraðskjalasafns Kópavogs 14/2

70. fundur

14.1102003 - Skipulagsnefnd 15/2

1187. fundur

15.1102333 - Beiðni um endurskoðun vegna uppsagnar

Frá bæjarstjóra, bréf frá starfsmanni umhverfissviðs vegna uppsagnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir alvarlegar athugasemdir við aðdraganda og feril fjöldauppsagna. Það er með ólíkindum að fulltrúar KPMG skyldu ekki ræða við starfsfólk áður en þeir lögðu fram tillögur sínar og að starfsmannafélagið skyldi ekki vera haft með í ráðum og svo mætti lengi telja. Fulltrúar flokksins hafa bent á að eðlilegra hefði verið að fara aðrar leiðir eins og endurskoðun yfirvinnu og lækkun starfshlutfalla. Meirihlutinn (selskapurinn) sleit hins vegar öllu samráði við minnihlutann í kjölfar fjárhagsáætlunar og því er þetta klúður staðreynd sem hann einn ber ábyrgð á.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

 

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Það er engum ljúft að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir sem þessar.  Við bendum á að hér er ekki um fjöldauppsagnir að ræða.  Í kjölfar skipulagsbreytinga var störfum í stjórnsýslu fækkað í hagræðingarskyni.  Við hörmum málflutning Sjálfstæðisflokksins í þessu viðkvæma máli og ömurlegan málflutning þeirra þegar þeir tala um ""dauðalista"".  Hér eru þeir að upphefja sjálfa sig og frýja sig ábyrgð á kostnað þessa viðkvæma máls.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir""

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir að svar bæjarstjóra verði lagt fram í bæjarráði.

16.1102334 - Ósk um rökstuðning vegna uppsagnar

Frá bæjarstjóra, bréf frá starfsmanni umhverfissviðs vegna uppsagnar.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til afgreiðslu.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir að rökstuðningur verði lagt fram í bæjarráði.

17.11011067 - Smiðjuvegur 68-72, Blesugróf-Icelandguesthouse. Beiðni um umsögn

Frá bæjarlögmanni, dags. 15/2, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi dags. 27. janúar 2011, þar sem óskað er eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Blesugrófar ehf., kt. 560605-1100, Smiðjuvegi 68-72, um rekstrarleyfi fyrir gistiskála í flokki 2, Blesugróf-Icelandsguesthouse, Smiðjuvegi 68-72, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 3. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

18.1101959 - Frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum, 113. mál. Óskað umsagnar

Frá skrifstofustjóra og sviðsstjóra umhverfissviðs, umsögn og tillaga að svari varðandi frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar. Bæjarráð felur bæjarritara að óska eftir fresti á að skila inn umsögn um frumvarpið.

19.1102302 - Fyrirspurn varðandi Dægradvöl

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 16/2, svar við fyrirspurn í bæjarráði 3/2 sl. varðandi gjaldskrárbreytingar Dægradvala.

Lagt fram.

 

Gunnar Ingi Birgisson óskaði fært til bókar að hann þakkaði greinargóð svör.

20.1102424 - Námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn vorið 2011 í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga

Lagt fram.

21.1102309 - Strætó bs.: Erindi Sveitarfélagsins Álftaness um fjárhagsleg áhrif úrsagnar úr Strætó bs. vísað til

Lagt fram.

22.1102421 - Iðgjald til B-deildar LSR vegna starfsmanna sem flytjast með málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarf

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

23.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá Skógræktarfélagi Kópavogs, dags. 6/2, beiðni um viðræður, skýringar og upplýsingar varðandi Guðmundarlund o.fl.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

24.1102418 - Funalind 2. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 14/2, umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

25.1102339 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignagjalda

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

26.1102338 - Skíðaskáli Lækjarbotnar. Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

27.1102335 - Beiðni um styrk vegna Góðverkadaganna 2011

Frá Bandalagi íslenskra skáta, dags. 11/2, beiðni um styrk vegna Góðverkadaganna 2011.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

28.1101124 - Austurkór 92.

Frá Eignarfélagi Akralindar ehf., dags. 10/2, fyirspurn varðandi lóðina Austurkór 92.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

29.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22. febrúar

I. Fundargerðir nefnda.

II. Fjárhagsáætlun 2012 - 2014. Síðari umræða.

III. Kosningar.

30.1102501 - Fyrirspurn um endurskoðun ráðningarsamnings bæjarstjóra

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Hvernig er staðan á boðuðum breytingum á ráðningarsamningi bæjarstjóra?

Ómar Stefánsson""

31.1102503 - Fyrirspurn um þjónustu á Landsspítalanum á Kópavogstúni

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

""Hvernig  verður þjónustunni við heimilisfólk á Landsspítalanum á Kópavogstúni háttað,  t.d. er varða akstur og sjúkraþjálfun?

Ómar Stefánsson""

 

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til sérnefndar vegna tilflutnings málefna fatlaðra.

32.1012092 - Tröllakór 13-15, breytt deiliskipulag

Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

33.11011049 - Austurkór 92, breytt deiliskipulag.

Birgir H. Sigurðsson sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu.

34.1102321 - Akurhvarf 16, breytt deiliskipulag

Birgir H. Sigurðsson sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.

35.1102508 - Tillaga að stjórnsýsluútekt

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarráð veitir formanni bæjarráðs umboð til þess að hlutast til um að undirbúa stjórnsýsluúttekt á rekstri Kópavogsbæjar hið fyrsta.

Skal sú úttekt taka til síðustu 8 ára.

Þar skal m.a. skoða sérstaklega:

·         Meðferð fjármuna bæjarins og skráningu gagna

·         Ákvarðanatöku kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda bæjarins

·         Vinnubrögð við launagreiðslur

·         Viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki

Formaður bæjarráðs skal hafa samráð við oddvita minnihlutans varðandi fyrirkomulag slíkrar úttektar.

Guðríður Arnardóttir""

 

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar.

36.1102510 - Bókun vegna mætingar á nefndarfundi

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Af gefnu tilefni vill undirritaður gera athugasemdir við fjarveru fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á fundum nefnda og fagráða Kópavogsbæjar undanfarið.  Á síðasta fundi atvinnu- og upplýsinganefndar voru báðir fulltrúar D-lista fjarverandi og varamenn ekki boðaðir. Á síðasta fundi skipulagsnefndar vantaði báða fulltrúa D-lista í upphafi fundar. Þeir mættu til fundar hálftíma síðar eftir að haft var samband við þá símleiðis.  Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs voru báðir fulltrúar D-lista fjarverandi, tilkynntu ekki um forföll og boðuðu ekki varamenn í sinn stað.  Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var fulltrúi D-lista fjarverandi og kallaði ekki inn varamann. Undirritaður veltir því fyrir sér hvort flótti sé brostinn í lið sjálfstæðismanna eða hvort þeir séu svo uppteknir við stjórnarandstöðu í Kópavogi að þeir hafi ekki tíma til að sinna þeim stjórnunarverkum sem þeir voru kosnir til sl. vor.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom fram að þeim tilmælum hefði verið komið til formanna nefnda um að funda ekki nema brýna nauðsyn bæri til þangað til nýtt nefndarkerfi hefði tekið gildi. Því hafa fundir verið mjög óreglulegir og t.a.m. hafði ÍTK ekki fundað frá því í desember og var sú skýring gefin sennilegust af staðgengli bæjarstjóra á síðasta fundi bæjarstjórnar að ekki lægju verkefni þar fyrir.  Þess vegna hefði starfsmaður nefndarinnar átt að gæta þess sérstaklega að nefndarmenn fengju fundarboðið en það var ekki gert og því fór það fram hjá þeim og var annar fulltrúinn erlendis. Fundurinn í atvinnu- og upplýsinganefnd var algerlega óþarfur og við fulltrúar Sjálfstæðisflokks vildum undirstrika það með fjarveru okkar. Þar var 150 þúsund krónum hent út um gluggann þar sem nefndin hafði ekkert það verkefni sem starfsmaður hennar hefði ekki getað leyst. Varðandi framkvæmdaráðið þá hefur það margoft komið fram hjá fulltrúum Sjálfstæðisflokks að þeir telja það óþarft og hafa lagt fram tillögu eins og áður segir að kjörnir fulltrúar í það séu boðaðir til vinnufunda tvisvar í mánuði í stað funda framkvæmdaráðsins og þar með yrðu sparaðar um 2 milljónir króna á ársgrundvelli. Ég held að meirihlutinn ætti að taka tillit til tilmæla bæjarstjóra um að kostnaði við nefndarkerfi bæjarins sé haldið í lágmarki á tímum uppsagna og sparnaðar.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Allir fulltrúar í nefndum og ráðum á vegum Kópavogsbæjar eru kosnir af bæjarstjórn og ber að mæta á fundi ellegar boða forföll og kalla inn varamann, hvort sem þeir eru ánægðir með nefndarfyrirkomulagið eða ekki.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Guðný Dóra Gestsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er furðuleg "tilviljun" að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skulu hafa verið fjarverandi á nefndarfundum í sömu vikunni. Líklega er Sjálfstæðislfokkurinn, sem hefur verið klofinn í arm Gunnars og Ármanns, að sameinast á ný og því fátt annað sem kemst að nema ef  vera kynni greinaskrif í Morgunblaðið.

Guðný Dóra Gestsdóttir"

 

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Skil áhyggjur fulltrúa Vinstri grænna af klofningi.

 

Þegar kötturinn fer að heiman fara mýsnar á kreik. Ótrúleg innkoma fulltrúa Næst besta flokksins í stól formanns bæjarráðs. Í ljósi áhyggna hans af mætingu þá óska ég eftir mætingarhlutfalli hans í bæjarstjórn og bæjarráð frá upphafi kjörtímabilsins.

Ármann Kr. Ólafsson"

 

Guðný Dóra Gestsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Í húsi Vinstri grænna eru margar vistarverur.

Guðný Dóra Gestsdóttir"

37.1102511 - Málefni sundlauga

Ómar Stefánsson óskar eftir því að ósk Unu Maríu Óskarsdóttur frá fundi bæjarstjórnar þann 11. janúar sl. um opnunartíma sundlauga verði vísað til ÍTK.

38.1101134 - Aðsókn í sundlaugar Kópavogs.

Ómar Stefánsson ítrekaði ósk Unu Maríu Óskarsdóttur frá fundi bæjarráðs þann 13. janúar sl. um að fá skýrslu um endurskoðun rekstrar sundlauga Kópavogs.

39.1102512 - Ósk um greiningu á biðlistum eftir félagslegu húsnæði

Hjálmar Hjálmarsson óskar eftir greiningu á biðlistum eftir félagslegu húsnæði.

Fundi slitið - kl. 10:15.