Bæjarráð

2554. fundur 16. júní 2010 kl. 15:00 - 17:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Gunnar Ingi Birgisson, aldursforseti, setti fundinn og kynnti fyrsta dagskrárlið fundarins.

1.1006240 - Kosningar í bæjarráð 2010 - 2014

Kosning formanns bæjarráðs: Kosningu hlaut Guðríður Arnardóttir.

Guðríður Arnardóttir, nýkjörinn formaður bæjarráðs tók við stjórn fundarins.

Kosning varaformanns bæjarráðs: Kosningu hlaut Hjálmar Hjálmarsson.

 

2.1006003 - Forvarnanefnd 7/6

26. fundur

Bæjarráð vísar  lið 4  til forvarnafulltrúa til úrvinnslu.

3.1006002 - Umhverfisráð 7/6

489. fundur

4.1005092 - Tillaga um úthlutun kennslutímamagns

Rekstrarstjóri fræðslusviðs mætti til fundar og gerði grein fyrir máli sem frestað var á fundi bæjarráðs 10/6 sl., varðandi fyrirhugaða úthlutun kennslutímamagns, þar sem fram kemur að ekki verði mögulegt að veita sama þjónustustig og áður vegna aðhaldsaðgerða í útgjöldum bæjarins.

Bæjarráð samþykkir viðbótarúthlutun allt að 25 millj. kr. til sérkennslu vegna fjölgunar á nemendum með miklar sérþarfir skv. tillögu yfirmanns sérfræðiþjónustu og vísar henni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.  Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir telji eðlilegt að málið verði afgreitt við endurskoðun fjárhagsáætlunar.  Þetta er kostnaður upp á 25 millj. á ársgrundvelli en nú þegar er fjárhagsáætlun ársins brostin þar sem staðgreiðsla er á annað hundrað millj. lægri en áætlað var, mikill fjöldi ungmenna í sumarstörfum hefur í för með sér viðbótarkostnað  upp á annað hundrað milljónir króna.  Einnig er ljóst að kostnaður við tónlistarskóla mun fara fram úr fjárhagsáætlun um tugi milljóna króna og er þá ekki allt talið.                                      

5.1006105 - Reglur um rafræna skjalavörslu sveitarfélaga

Mál varðandi reglur um rafræna skjalavörslu og handbók um skjalavörslu sveitarfélaga, sem vísað var til bæjarráðs til úrvinnslu, á fundi bæjarstjórnar 8/6 sl. sbr. lið 13 í fundargerð.

Vísað til umsagnar bæjarritara.

6.1006052 - Smiðjuvegur Efstaland. Kaup Kópavogsbæjar á húseigninni

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn, dags. 15/6, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 3/6. Lagt er til að bærinn bjóðist til að kaupa húsið á brunabótamatsverði, leysa til sín lóðina að Efstalandi án frekara endurgjalds og úthluti lóðarhafa nýrri lóð að vali bæjarins í samræmi við fyrrnefndan samning.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

7.1005071 - Hlíðarvegur 45 og 47. Hraðahindranir og merkingar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, umsögn dags. 14/6, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 12/5 sl. Lagt er til að endurnýjað verði yfirborð götu og gangstéttar austan Grænutungu á næsta ári og að þær fjórar hraðahindranir, sem ekki eru merktar sem gangbraut verði merktar sem slíkar.

Bæjarráð samþykkir tillögur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og vísar málinu til fjárhagsáætlunar næsta árs.    

8.1005072 - Vallakór 1-3. Kvörtun íbúa

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 14/6, umsögn, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 12/5, núverandi fyrirkomulag á aðkomu að Kórnum er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Ástæða er til að skoða hvort breyta megi skipulagi varðandi aðkomu að Kórnum og að bílastæði íbúðarhúsa við Vallakór verði afmarkað frá götu. Lagt er til að skipulags- og umhverfissviði verði falið að kanna það mál.
Hönnun endanlegra bílastæða við Kórinn er ekki lokið og ef aðkomu verður breytt þá kallar það á einhverjar breytingar á útfærslu bílastæða. Bráðabirgðamerkingar voru settar á bílastæðin fyrir um mánuði síðan og búið er að setja lýsingu á göngustíg sem liggur að Kórnum. Frekari framkvæmdir við bílastæðið eru ekki á áætlun en lagt er til að þeim verði vísað til næstu fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.

9.1004406 - Færanleg loftgæðamælistöð.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 10/6, tillaga um að samningi milli Kópavogsbæjar og Umhverfisstofnunar sem gerður var 27/4 sl. um afnot af loftgæðamælistöð Kópavogsbæjar verði sagt upp sem fyrst, þannig að hægt verði að staðsetja stöðina í Kópavogi um næstkomandi mánaðarmót.

Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs.  

10.903180 - Fjárveitingar til Tónlistarskólans í Kópavogi.

Lögð fram umsögn staðgengils sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs um fjárveitingar til tónlistarskóla í Kópavogi. Lagt er til að auka fjárveitingar til TK um 7 milljónir.

Frestað til næsta fundar. 

11.1006291 - Framlög til nemenda í söng- og tónlistarskólum utan Kópavogs. Vor 2010.

Lögð fram tillaga staðgengils sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs þar sem óskað er eftir að bæjarráð veiti heimild til aukafjárveitingar að fjárhæð kr. 11 millj. og henni verði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Frestað til næsta fundar.

12.1006283 - Aflakór 18. Umsókn um lóð

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/6, lögð fram lóðarumsókn Hönnu G. Benediktsdóttur og Björns Ásgeirs Björnssonar, sem sækja um lóðina Aflakór 18. Lagt er til að ofangreindum verði úthlutað lóðinni Aflakór 18.

Bæjarráð samþykkir að úthluta Hönnu G. Benediktsdóttur og Birni Ásgeiri Björnssyni lóðinni Aflakór 18.      

13.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 22. júní

1. Fundargerðir nefnda

2. Kosningar

3. Málefnasamningur

4. Ráðningarsamningur bæjarstjóra

5. Sumarleyfi bæjarstjórnar

14.1006290 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2010

Lögð fram tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar 2010.

Lögð fram tillaga formanns bæjarráðs um sumarleyfi bæjarstjórnar.  Fundartímar bæjarráðs verði sem hér segir:

8. og 22. júlí  og 12.  ágúst og 26. ágúst.  Næsti fundur bæjarráðs verði  n.k. miðvikudag kl. 12.00.

Fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst og verði síðan þann 22. júní og 14. september. Fundartími bæjarráðs verði kl. 12.00 í júlí og ágúst.  Skv. lögum nr. 45/1988 með síðari breytingum fer bæjarráð með vald bæjarstjórnar í júlí og ágúst.

 

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

15.1006240 - Kosning áheyrnarfulltrúa 2010 - 2014

Lögð fram tilkynning frá Y-listanum þar sem hann tilnefnir Rannveigu H. Ásgeirsdóttur bæjarfulltrúa sem áheyrnarfulltrúa í bæjarráð fyrir kjörtímabilið 2010-2014 í samræmi við 3. mgr. 44. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu Rannveigar með 3 atkvæðum gegn 2.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarmálasamþykktin skuli túlkast þannig að þeir flokkar sem nýtt hafa atkvæði sín til að kjósa fulltrúa í bæjarráð skuli jafnframt hafa rétt til að sitja sem áheyrnarfulltrúar í bæjarráði með málfrelsi og tillögurétt. Jafnframt er óskað eftir kostnaðaráætlun við setu eins bæjarfulltrúa í bæjarráði.

Ólafur Þór Gunnarsson óskar bókað að bæjarmálasamþykkt Kópavogs sé alveg skýr hvað þetta varðar.

Ómar Stefánsson leggur fram tillögu Framsóknarflokks um tilnefningu um áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt. Frestað til næsta fundar.

""Bæjarráð Kópavogs samþykkir að flokkum eða framboðslistum sem ekki eiga kjörna fulltrúa í einstökum fimm manna nefndum og ráðum á vegum bæjarins verði heimilað að skipa áheyrnarfulltrúa í allt að tvær 5 manna nefndir hver listi fyrir kjörtímabilið 2010-2014. Réttindi og skyldur áheyrnarfulltrúanna eru þær sömu og kjörinna fulltrúa að öðru leyti en því að þeir hafa ekki atkvæðisrétt á fundum nefndanna.

Greinargerð

Á síðasta kjörtímabili var stigið það skref að heimila lista Vinstri grænna í bæjarstjórn að skipa áheyrnarfulltrúa í bæjarráð og tvær nefndir að auki. Slíkt er jákvæð breyting í lýðræðisátt og þegar hefur réttur til áheyrnar í bæjarráði verið tekinn inn í bæjarmálasamþykkt Kópavogs. Samþykkt tillögunnar felur í sér að þeir listar eða flokkar sem ekki eiga kjörinn fulltrúa í viðkomandi nefnd geti skipað áheyrnarfulltrúa í allt að tvær nefndir. Farin er sú leið að framboðin hafi um það sjálfdæmi í hvaða ráð eða nefnd þeir velji að hafa áheyrnarfulltrúa. Þó er rétt að taka fram að áheyrnarseta í félagsmálaráði takmarkast af því að þegar rætt er um mál einstaklinga eða einstakra fjölskyldna sem bundin eru trúnaði verður áheyrnarfulltrúi að víkja sæti.

Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson""

Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 17:15.