- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Sorp og endurvinnsla
- Samgöngur
- Útivist
- Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
- Vatnsveita
- Umhverfisviðurkenningar
- Vorhreinsun
- Garðlönd
- Kópavogshöfn
- Miðbær í mótun
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kl. 16.24 tók Gunnar Ingi Birgisson sæti sitt á fundinum.
Páll Magnússon starfandi bæjarstjóri lagði síðan til að tillagan yrði samþykkt. Að lokinni ræðu starfandi bæjarstjóra Páls Magnússonar tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og gerði grein fyrir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir 2011, breytingatillögu. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson og bar af sér sakir og lagði síðan til að tillaga að fjárhagsáætlun 2011 yrði samþykkt. Þá tók Gunnar Ingi Birgisson aftur til máls, síðan Hjálmar Hjálmarsson, sem lagði til að tillaga að fjárhagsáætlun yrði samþykkt. Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og lagði hún til að tillagan að fjárhagsáætlun yrði samþykkt. Þá tók Ómar Stefánsson til máls og lagði til að tillagan yrði samþykkt. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Gjaldskrárbreytingar
Forseti tók næst fyrir tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að hver liður um sig varðandi álagningu gjalda yrði borinn upp sérstaklega.
Forseti bar upp lið A, fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði 0,32% af fasteignamati
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hildur Dungal sagði já, Hjálmar Hjálmarsson já, Margrét Björnsdóttir já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Árnadóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Gunnar Ingi Birgisson nei, Hafsteinn Karlsson já, Guðný Dóra Gestsdóttir já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,65% af fasteignamati
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
3. Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
4. Hesthús 0,625% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
5. Sumarhús 0,625% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Forseti bar upp lið B, Vatnsskattur og holræsagjöld
1. Vatnsskattur verði 0,135% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði 32,91 fyrir hvern rúmmetra vatns.
Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
2. Fráveitugjald nemi 0,169% af fasteignamati. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 23.725 og innheimtist með fasteignagjöldum.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Margrét Björnsdóttir já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Hafsteinn Karlsson já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
Forseti bar upp lið C, lóðarleiga
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 16,80 á fm.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
2. Lækjarbotnar kr. 19,59 á fm.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 203,96 á fm.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Margrét Björnsdóttir já, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Hafsteinn Karlsson já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
Forseti bar upp lið D, afsláttt til elli- og örorkulífeyrisþega er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.400.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.300.000 krónur.
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.400.001 - 2.780.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.300.001 - 3.760.000 krónur.
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 2.780.001 - 3.050.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.760.001 - 4.150.000 krónur.
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.050.001 - 3.260.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.150.001 - 4.440.000 krónur.
Örorkulífeyrisþegar skulu skila ljósriti af örorkuskírteini.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Forseti bar upp lið E, veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2011. Gjaldið skal vera kr. 18.400 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 611 kr. á hvern fm hesthúss. Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda.
Samþykkt með 11 atkvæðum.