- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Forseti bar undir fundinn áður framlagðar breytingartillögur við fjárhagsáætlun 2011, sem Páll Magnússon, starfandi bæjarstjóri mælti fyrir, sem lögð var fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 14.12. sl.
Tillögurnar samþykktar með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
Þá bar forseti undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar. Gunnar Ingi Birgisson tók til máls um stjórn fundarins. Forseti bar upp breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar sem óskaði eftir nafnakalli. Rannveig Ásgeirsdóttir sagði nei, Ármann Kr. Ólafsson nei, Guðný Dóra Gestsdóttir nei, Guðríður Arnardóttir nei, Gunnar Ingi Birgisson sagði já, Hjálmar Hjálmarsson nei, Hildur Dungal nei, Margrét Björnsdóttir nei, Ómar Stefánsson nei, Pétur Ólafsson nei og Hafsteinn Karlsson nei. Tillagan felld með 10 atkv. gegn 1.
Forseti tók þá til afgreiðslu tillögu að Fjárhagsáætlun 2011 svo breytta.
Forseti bar upp A hluta sjóða og stofnana, áætlað rekstraryfirlit bæjarsjóðs 2011, rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðsstreymi. Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
Þá bar forseti upp áætlaða samstæðureikninga A og B hluta og áætlaðan rekstrarreikning 2011. Tillagan samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
""Fjárhagsáætlun ársins 2011 var unnin af fulltrúum allra flokka í bæjarstjórn Kópavogs eða af 10 af 11 bæjarfulltrúum. Niðurstaðan er málamiðlun ólíkra sjónarmiða flokkanna sem að henni standa. Oft og tíðum var vissulega tekist harkalega á um ýmis grundvallar sjónarmið en ágreiningur var leystur á fjölmörgum fundum sem haldnir voru í nóvember og desember.
Samstaða var um að taka þyrfti fjármál bæjarins föstum tökum, greiða niður skuldir og lækka fjármagnskostnað. Það skilar sér í bættri afkomu bæjarsjóðs til framtíðar. Slíku markmiði er ekki hægt að ná án þess að hækka gjaldskrár samhliða því að draga saman í rekstri bæjarins á einhverjum sviðum.
Samstaða var um að ekki skyldi skerða grunnþjónustu við bæjarbúa á árinu 2011. Við stöndum vörð um barnafjölskyldur, þar sem ekki verður dregið úr sérkennslu í grunn- og leikskólum og ekki er gert ráð fyrir mikilli fjölgun í bekkjum. Þá mun Kópavogsbær áfram niðurgreiða tómstundastarf barna. Við gerum ráð fyrir því að álag haldi áfram að aukast á félagsþjónustu bæjarins og því er gert ráð fyrir því að grunnfjárhagsaðstoð hækki á árinu.
Gjaldskrárhækkunum hefur verið stillt í hóf og eru til dæmis leikskólagjöld í Kópavogi enn þá lægst í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu utan Reykjavíkur.
Talsverðri hagræðingu verður náð með endurskipulagningu í stofnunum og yfirstjórn bæjarins. Verulegum sparnaði verður náð fram með sameiningu nefnda og fækkun funda.
Ekki er gert ráð fyrir tekjum af lóðaúthlutunum á árinu 2011, en þær tekjur sem skila sér verða nýttar til að greiða niður skuldir.
Innviðir Kópavogs eru traustir. Þrátt fyrir erfitt árferði og nauðsynlega hagræðingu í rekstri mun Kópavogur áfram standa í fremstu röð sveitarfélaga á landinu hvað varðar þjónustu við bæjarbúa.
Ármann Kr. Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Hildur Dungal, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Björnsdóttir, Ómar Stefánsson, Pétur Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir""
Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og boðaði bókun í næsta bæjarráði. Forseti flutti bæjarstjórn jólakveðjur Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra sem stödd er erlendis.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
Forseti bar upp tillögu að breyttum reglum um heimgreiðslur og greiðslur til dagmæðra. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Gunnar Ingi Birgisson sagði nei, Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Margrét Björnsdóttir já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Guðríður Arnardóttir já og Hafsteinn Karlsson já. Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og hundahalds og var hún samþykkt með 11 atkvæðum og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá sundlauganna. Gunnar Ingi Birgis óskaði eftir nafnakalli. Hildur Dungal sagði já, Margrét Björnsdóttir sagði já, Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Guðríður Arnardóttir já, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Hafsteinn Karlsson sagði já.
Tillagan samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögur að breyttum gjaldskrám Kórsins og Fífunnar og voru þær samþykktar með 11 atkvæðum og taka þær gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá leikskóla. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Guðný Dóra Gestsdóttir sagði já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Hjálmar Hjálmarsson já, Hildur Dungal já, Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Pétur Ólafsson já , Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Margrét Björnsdóttir já, Guðríður Arnardóttir já, og Hafsteinn Karlsson já.
Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá Dægradvala. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði já, Guðríður Arnardóttir já, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Margrét Björnsdóttir já, Hjálmar Hjálmarsson já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei. Tillagan var samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1 og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttum gjaldskrám menningarstofnana utan liðar um bókasafnsskírteini og voru þær samþykktar með 11 atkvæðum og taka þær gildi 1. janúar 2011.
Gjaldskrá varðandi bókasafnsskírteini borin upp sérstaklega og samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá skipulagsmála og var hún samþykkt með 11 atkvæðum og tekur gildi 1. janúar 2011.
Forseti bar upp tillögu að breyttri gjaldskrá félagsþjónustunnar og var hún samþykkt með 11 atkvæðum og tekur gildi 1. janúar 2011.
Afgreidd án umræðu.
Hjálmar Hjálmarsson kvaddi sér hljóðs vegna fundargerðarinnar. Þá tók Ómar Stefánsson til máls, fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd.
Afgreidd án umræðu.
Afgreidd án umræðu.
Afgreidd án umræðu.
Afgreidd án umræðu.
Afgreidd án umræðu.
Afgreidd án umræðu.
Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.
Fundargerð byggingarnefndar samþykkt án umræðu.
Ómar Stefánsson óskaði eftir fundarhléi og var gert fundarhlé kl. 16.05. Fundi framhaldið kl. 16.07.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum, enginn greiddi atkvæði á móti.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Kl. 16.24 tók Gunnar Ingi Birgisson sæti sitt á fundinum.
Páll Magnússon starfandi bæjarstjóri lagði síðan til að tillagan yrði samþykkt. Að lokinni ræðu starfandi bæjarstjóra Páls Magnússonar tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og gerði grein fyrir tillögu sinni að fjárhagsáætlun fyrir 2011, breytingatillögu. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson og bar af sér sakir og lagði síðan til að tillaga að fjárhagsáætlun 2011 yrði samþykkt. Þá tók Gunnar Ingi Birgisson aftur til máls, síðan Hjálmar Hjálmarsson, sem lagði til að tillaga að fjárhagsáætlun yrði samþykkt. Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og lagði hún til að tillagan að fjárhagsáætlun yrði samþykkt. Þá tók Ómar Stefánsson til máls og lagði til að tillagan yrði samþykkt. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Gjaldskrárbreytingar
Forseti tók næst fyrir tillögur að gjaldskrárbreytingum.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að hver liður um sig varðandi álagningu gjalda yrði borinn upp sérstaklega.
Forseti bar upp lið A, fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði 0,32% af fasteignamati
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hildur Dungal sagði já, Hjálmar Hjálmarsson já, Margrét Björnsdóttir já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Árnadóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Gunnar Ingi Birgisson nei, Hafsteinn Karlsson já, Guðný Dóra Gestsdóttir já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,65% af fasteignamati
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
3. Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
4. Hesthús 0,625% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
5. Sumarhús 0,625% af fasteignamati
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Forseti bar upp lið B, Vatnsskattur og holræsagjöld
1. Vatnsskattur verði 0,135% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði 32,91 fyrir hvern rúmmetra vatns.
Samþykkt með 10 atkvæðum, einn sat hjá.
2. Fráveitugjald nemi 0,169% af fasteignamati. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 23.725 og innheimtist með fasteignagjöldum.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Margrét Björnsdóttir já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Hafsteinn Karlsson já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
Forseti bar upp lið C, lóðarleiga
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 16,80 á fm.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
2. Lækjarbotnar kr. 19,59 á fm.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 203,96 á fm.
Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Hjálmar Hjálmarsson sagði já, Hildur Dungal já, Ómar Stefánsson já, Pétur Ólafsson já, Rannveig Ásgeirsdóttir já, Ármann Kr. Ólafsson já, Guðríður Arnardóttir já, Margrét Björnsdóttir já, Guðný Dóra Gestsdóttir já, Gunnar Ingi Birgisson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei, Hafsteinn Karlsson já.
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 1.
Forseti bar upp lið D, afsláttt til elli- og örorkulífeyrisþega er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:
100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.400.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.300.000 krónur.
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.400.001 - 2.780.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.300.001 - 3.760.000 krónur.
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 2.780.001 - 3.050.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.760.001 - 4.150.000 krónur.
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.050.001 - 3.260.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.150.001 - 4.440.000 krónur.
Örorkulífeyrisþegar skulu skila ljósriti af örorkuskírteini.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Forseti bar upp lið E, veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2011. Gjaldið skal vera kr. 18.400 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Samþykkt með 11 atkvæðum.
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 611 kr. á hvern fm hesthúss. Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda.
Samþykkt með 11 atkvæðum.