Bæjarstjórn

1084. fundur 22. október 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1310267 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2014

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2014 sem samanstanda af rekstraráætlun, framkvæmdayfirliti, sjóðsstreymi og efnahagsreikningi fyrir A-hluta og samstæðu Kópavogsbæjar. Lagði bæjarstjóri til að tillögunni yrði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.
Þá lagði Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, fram eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir 2014:
I. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að útsvar fyrir árið 2014 verði óbreytt, 14,48%.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2014 verði álögð sem hér segir:

a) Fasteignaskattur
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði verði óbreytt 1,64% af fasteignamati.
3. Opinbert húsnæði óbreytt, 1,320% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
4. Hesthús lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.
5. Sumarhús lækki úr 0,29 í 0,27% af fasteignamati.

b) Vatnsskattur og holræsagjald
1. Vatnsskattur lækki og verði 0,10% af heildarfasteignamati í stað 0,12%. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 35,59 (var 34,55) fyrir hvern m3 vatns.
2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði óbreytt og nemi 0,169% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 25.658 (var 24.911) og innheimtist með fasteignagjöldum.
c) Lóðarleiga óbreytt:
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 19,48 á fm.
2. Lækjarbotnar kr. 22,72 á fm
3. Fyrir lóðir annarra húsa kr. 190,00 á fm.

Gjalddagar fasteignagjalda 2014 verði átta, þann 15. janúar, 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03. 2014.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 14.02. 2014 fá 3% staðgreiðsluafslátt

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.750.000 krónur (var 2.630 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.795.000 krónur (var 3.630 þ).
75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.750.001 - 3.170.000 krónur (var 3.030 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.795.001 - 4.275.000 krónur (var 4.090 þ).
50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.170.001 - 3.420.000 krónur (var 3.270 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.275.001 - 4.640.000 krónur (var 4.440 þ).
25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.420.001 - 3.620.000 krónur (var 3.460 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.640.001 - 4.925.000 krónur (var 4.710 þ).

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2014. Gjaldið skal vera kr. 22.000 á íbúð (var 21.000). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.


Fulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 kusu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa að vinna áætlunina einir og án nokkurrar aðkomu annarra bæjarfulltrúa, né heldur höfðu nefndir bæjarins nokkuð um áætlunina að segja. Þetta eru gamaldags vinnubrögð og ekki líkleg til að ná bestum mögulegum árangri fyrir bæjarfélagið. Sveitarfélagið er heldur að rétta úr kútnum eftir erfið ár í kjölfar hruns bankakerfisins og má þakka það góðri og skynsamlegri fjármálastjórn á fyrri hluta þessa kjörtímabils. Forgangsröðun var skýr og jöfnuður leiðarljósið og samstarf var um gerð fjárhagsáætlunar út fyrir þann meirihluta sem þá ríkti í bæjarstjórn.

Í tillögum bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa er lögð til svolítil lækkun fasteignagjalda sem kemur helst þeim til góða sem mesta eiga. Þannig er gengið á tekjustofna sveitarfélagsins en aftur á móti er sótt meira í vasa barnafjölskyldna með því að hækka leikskólagjöld, dægradvöl og skólamáltíðir. Í tillögunum er ekkert sem bendir til að meirihlutinn ætli að bregðast við þeim mikla vanda sem nú ríkir á leigumarkaði.

Það er fagnaðarefni að nú er hægt að skila einhverju af því til baka sem þurfti að skera niður þegar fjármál bæjarins stóðu verst í lok síðasta kjörtímabils og byrjun þessa. Þá er mikilvægt að forgangsraða rétt og nota það svigrúm sem skapast til að jafna stöðu bæjarbúa. Lækkun fasteignagjalda sem skerðir tekjur bæjarins um tæpar 80 milljónir, árshátíð fyrir starfsfólk bæjarins upp á 19 milljónir og sérstyrkir íþróttafélaga upp á 4 milljónir eru dæmi um ranga forgangsröðun. Þessi verkefni þola bið.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar munu leggja fram breytingatillögur við síðari umræðu sem miðast að því að létta byrðar barnafjölskyldna með því að hækka ekki gjaldskrár í leik- og grunnskólum, tekinn verði upp systkinaafsláttur á skólamáltíðum og foreldrar sem eru með börn hjá dagforeldrum greiði sama gjald og á leikskóla. Þá munu bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar leggja til hækkun á sérstakri fjárhagsaðstoð og síðast en ekki síst að 250 milljónir verði teknar frá til að byggja leiguíbúðir á almennum markaði.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Kl. 17:00 tók Pétur Ólafsson sæti sitt á fundinum og vék Margrét Júlía Rafnsdóttir þá af fundi.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 2014 sýnir áherslur meirihlutans í málefnum barnafjölskyldna skýrt.  Gjöld á þær fjölskyldur hækka mest, en eftirgjöf til stóreignafólks heldur áfram. Ekki er tekið á brýnum úrlausnarefnum eins og stöðu á leigumarkaði eða erfiðri stöðu barnafólks. Ekki var í neinu leitað til minnihlutaflokkanna við gerð áætlunarinnar, þó eftir því væri leitað. VG munu leggja fram breytingartillögur við aðra umræðu þar sem verður tekið á þessum málum.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fjárhagsáætlun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa er unnin án samráðs við fulltrúa minnihlutans og án aðkomu nefnda og ráða bæjarins þrátt fyrir að undirritaður, fulltrúi Næstbesta flokksins hafi óskað eftir, með formlegum hætti að taka þátt í fjárhagsáætlunargerðinni.

Engar hugmyndir er að finna, hvorki í áætlun næsta árs né þriggja ára áætlun, hvernig megi vinna á bug á húsnæðisvandanum sem verður eitt brýnasta verkefni sveitarfélagsins á næstu árum.

Fulltrúi Næstbesta flokksins mun leggja fram umtalsverðar breytingartillögur við aðra umræðu sem snúa fyrst og fremst að gjaldskrárbreytingum og frestun ótímabærra framkvæmda. Við höfum tækifæri til að auka ráðstöfunartekjur íbúa með markvissum aðhaldsaðgerðum og  gjaldskrárlækkunum sem nýtast best barnafólki og þeim sem lægstar tekjur hafa.

Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2014 og tillögu um álagningu gjalda til seinni umræðu.

2.1310307 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2015 - 2017

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri, gerði grein fyrir fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2015 - 2017, og lagði til að tillögunni verði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að vísa fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir 2015 - 2017 til seinni umræðu.

3.1310303 - Tillaga að skipulagsbreytingum á stjórnkerfi bæjarins. Skipurit.

Frá bæjarstjóra, tillaga að breytingu á stjórnkerfi bæjarins. Lagt fram sem trúnaðarmál

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirrituð leggur til að tillögum um skipulagsbreytingar verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar og í millitíðinni verði skipaður starfshópur allra flokka sem leggi fram sameiginlegar tillögur á næsta bæjarstjórnarfundi.

Guðríður Arnardóttir"

Tillaga Guðríðar Arnardóttur um frestun á afgreiðslu tillögu um skipulagsbreytingu á stjórnkerfi bæjarins var felld með fimm atkvæðum en fjórir greiddu atkvæði með henni. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Hlé var gert á fundi kl. 20.22. Fundi var fram haldið kl. 20.39.

Fulltrúar Samfylkingarinnar og Næstbesta flokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Hér er verið að samþykkja skipulagsbreytingar á yfirstjórn bæjarins þar sem að hluta til er horfið til fortíðar með tilfærslum á stöðugildum. Umhverfismál fá minna vægi í nýju skipuriti ásamt því sem yfirstjórn menningarmála fær auki vægi með tilheyrandi kostnaði um leið og framlög til menningarstofnana eru skorin niður á næsta fjárhagsári. Erfitt er fyrir bæjarfulltrúa að átta sig á þeim kostnaði sem af tillögunum hlýst, enda hefur ekki verið lögð fram nein áætlun í þeim efnum. Við undirrituð óskuðum eftir frestun á málinu sem hefði gefið gullið tækifæri fyrir alla bæjarfulltrúa að ná þverpólitískri sátt og er harmað að slíkt skyldi ekki hafa gengið eftir.  Athygli vekur að staða sviðsstjóra sérstakra verkefna er hér lögð niður, staða sem meirihlutinn stofnaði fyrir réttu hálfu ári.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Hlé var gert fundi kl. 20.42. Fundi var fram haldið kl. 20.53.

Eftirfarandi fulltrúar lögðu fram eftirfarandi bókun:

"Tillaga þessi byggir á faglegum vinnubrögðum þar sem skýrsla Capacent var lögð til grundvallar. Skýrslan var lögð fram í Nóvember 2012 og var rædd í bæjarstjórn þar sem hún fékk jákvæða umfjöllun. Í skýrslunni komu fram atriði sem talið var að þyrfti að leiða til betri vegar og bæta skipurit bæjarins með það að markmiði að gera það skýrara og þar með skilvirkara. Capacent var falið að gera slíka tillögu og eru breytingar skipuritsins byggðar á þeim.Enginn niðurskurður er í framlögum til menningarstofnana og á engan hátt eru umhverfismál að fá minna vægi. Skipulagsbreytingarnar hafa sparnað í förm með sér

Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Björnsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Ómar Stefánsson"

Hlé var gert á fundi kl. 20.54. Fundi var fram haldið kl. 20.55.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fyrir rúmu hálfu ári var staða sviðsstjóra sérstakra verkefna stofnuð á grundvelli umræddrar skýrslu Capasent.  Er staðan lögð niður á grundvelli sömu skýrslu?

Guðríður Arnardóttir"

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég bendi á bls. 46 í skýrslu Capacent.

Ármann Kr. Ólafsson"

Forseti bar undir fundinn framlagða tillögu að skipulagsbreytingum á stjórnkerfi bæjarins. Óskað var eftir nafnakalli við atkvæðagreiðsluna.

Hjálmar Hjálmarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: "Þrátt fyrir fullyrðingar bæjarstjóra um að sparnaður hljótist af umræddum tilögum hafa bæjarfulltrúar ekki fengið að sjá kostnaðargreiningu þar að lútandi." Hjálmar Hjálmarssons sagði nei,

Karen Halldórsdóttir sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: "Undirritaður hefði kosið að samráð hefði verið haft við minnihlutann í bæjarstjórn vegna þeirra skipulagsbreytinga sem hér eru til umræðu og sit því hjá við atkvæðagreiðsluna." Ólafur Þór Gunnarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi bókun: "Breytingarnar eru byggðar á skýrslu og ýtarlegri úttekt frá Capacent og mjög faglega að verki staðið.   Þessar breytingar eru því mjög til bóta og segi ég því já." Ómar Stefánsson sagði já.

Pétur Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagði nei.

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Aðalsteinn Jónsson greiddi ekki atkvæði,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Guðríður Arnardóttir sagði nei,

Hafsteinn Karlsson sagði nei,

Margrét Björnsdóttir sagði já,

Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

4.1310282 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 22. október 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 10. og 17. október, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 1. og 15. október, barnaverndarnefndar frá 3. október, félagsmálaráðs frá 15. október, framkvæmdaráðs frá 16. október, heilbrigðisnefndar frá 30. september, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 2. október, lista- og menningarráðs frá 3. október, skólanefndar frá 7. október, stjórnar Héraðsskjalasafns frá 3. október, stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 3. október, stjórnar Sorpu bs. frá 14. október og umhverfis- og samgöngunefndar frá 14. október.

Lagt fram.

 

Aðalsteinn Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ég geri fyrirvara um þær framkvæmdir sem taldar eru upp í yfirlýsingu í samningum við HK í lið 4.

Aðalsteinn Jónsson"

5.1310006 - Bæjarráð, 10. október

2703. fundargerð í 29 liðum.

Lagt fram.

6.1105065 - Samningar við Gerplu

Frá bæjarritara, drög að samkomulagi við Gerplu um viðræður og undirbúning að byggingu húsnæðis fyrir fimleika og aðra íþróttastarfsemi. Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við Gerplu fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við Gerplu með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

7.1302214 - Samningar við GKG

Frá bæjarritara, drög að rekstrarsamningi við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar um rekstur mannvirkja. Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við GKG fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við GKG með 10 atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

8.1105063 - Samningar við HK

Frá bæjarritara, drög að yfirlýsingu og samningi við HK um rekstur mannvirkja. Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við HK fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við HK með 11 atkvæðum.

9.1105064 - Samningar við Breiðablik

Frá bæjarritara, drög að yfirlýsingu og samningi við Breiðablik um rekstur mannvirkja. Bæjarráð samþykkir einróma drög að samkomulagi við Breiðablik fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir drög að samkomulagi við Breiðablik með 10 atkvæðum.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir afgreiðslu á þessum lið.

10.1310086 - Fjárfesting og lántaka vegna endurvinnslustöðva

Frá Sorpu bs., dags. 2. október, varðandi lántöku byggðasamlagsins í tengslum við stækkun endurvinnslustöðva á Ánanaustum í Reykjavík og Blíðubakka í Mosfellsbæ. Bæjarráð samþykkir lántöku byggðasamlagsins fyrir sitt leyti.

Bæjarstjórn samþykkir einróma lántöku byggðasamlagsins.

11.1310010 - Bæjarráð, 17. október

2704. fundargerð í 32 liðum.

Lagt fram.

12.1306785 - Viðbragðsáætlun vegna mengunar.

Bæjarráð óskaði eftir að umhverfis- og samgöngunefnd svaraði fyrirgreindri fyrirspurn og frestar afgreiðslu. Bókun umhverfis- og samgöngunefndar:
Það er í verkahring viðbragðsaðila að meta umfang mengunar og fyrstu aðgerðir á slysstað.
Kópavogslækur er vaktaður 3 sinnum á ári af HHK. Niðurstöður mælinganna má finna á heimasíðu HHK.
Uppfærð viðbragðsáætlun er lögð fram og henni vísað til bæjarráðs til samþykktar.
Bæjarráð samþykkti framlagða viðbragðsáætlun með fjórum atkvæðum gegn einu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða viðbragsáætlun með 10 atkvæðum gegn 1.

13.1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi

Mál sem ágreiningur var um í bæjarráði 17. október. Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 15. október. Þegar ákveðið var að hafa pappírstunnur við öll heimili bæjarins á sínum tíma var gert ráð fyrir því að hætt yrði að nota pappírsgáma á grenndargámastöðvum.

Lagt er til við bæjarráð að blaðagámar á grenndargámastöðvum verði fjarlægðir 1. desember næstkomandi.

Vísað er í bókun umhverfis- og samgöngunefndar frá 23.09.2013.

1309346 - Grenndargámastöðvar í Kópavogi
Lögð er fram skýrsla um úttekt á grenndargámastöðvum í Kópavogi og minnisblað frá umhverfisfulltrúa.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir að pappírsgámar verði fjarlægðir á grenndargámastöðvum í bænum þar sem bláar pappírstunnur eru komnar við öll heimili bæjarins.

Enn fremur er vísað í tölvupóst frá Ásmundi Reykdal, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva dags. 24.04.2013, þar sem tekið er fram að núverandi kerfi ljúki 28. febrúar 2014 og óskað eftir svörum við spurningum sem lagðar eru fyrir.
Í svörum frá deildarstjóra framkvæmdadeildar varðandi þennan tölvupóst var því svarað að stefnt væri að því að hætta söfnun á pappír á grenndargámastöðvum í Kópavogi.

Ómar Stefánsson lagði til að málinu verði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar til úrvinnslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ómars Stefánssonar einróma.

14.1310073 - Tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2014. Vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundaha

Lögð fram tillaga að gjaldskrám fyrir árið 2014, vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds. Bæjarráð vísaði tillögu að gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum tillögu að gjaldskrám fyrir árið 2014 vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og vegna hundahalds. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

15.1309019 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 1. október

93. fundargerð í 13 liðum.

Bæjarstjórn samþykkir einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

16.1310011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 15. október

94. fundargerð í 11 liðum.

Hlé var gert á fundi kl. 22.28. Fundi var fram haldið kl. 22.30.

Bæjarstjórn samþykkir að fresta lið 11 og vísar til bæjarlögmanns til úrvinnslu, en samþykkir að öðru leyti einróma afgreiðslur byggingarfulltrúa.

17.1002223 - Kópavogsbakki 11.

Liður 11 í fundargerð afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 15. október.

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu og vísar liðnum til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

18.1309021 - Barnaverndarnefnd, 3. október

31. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

19.1310009 - Félagsmálaráð, 15. október

1359. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

20.1310005 - Framkvæmdaráð, 16. október

56. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

21.1209335 - Vesturvör 38a, umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Vesturvör 38a frá Kynnisferðum ehf. kt. 620372-0489. Umsækjandi uppfyllir skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Vesturvör 38a.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Kynnisferðum ehf., kt. 620372-0489, kost á byggingarrétti á lóðinni Vesturvör 38a.

22.1310078 - Arakór 7. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Arakór 7 frá Halldóri Björgvin Jóhannssyni kt. 250377-3129. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjanda verði úthlutað lóðinni Arakór 7.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Halldóri Björgvin Jóhannssyni, kt. 250377-3129, kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 7.

23.1310100 - Arakór 5. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Arakór 5 frá Kristni Sigurpáli Sturlusyni kt. 230179-4259 og Þórunni Tryggvadóttur kt. 231076-2989. Lóðin hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Arakór 5.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að gefa Kristni Sigurpáli Sturlusyni, kt. 230179-4259 og Þórunni Tryggvadóttur, kt. 231076-2989, kost á byggingarrétti á lóðinni Arakór 5.

24.1301023 - Heilbrigðisnefnd, 30. september

183. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

25.1309020 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 2. október

22. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

26.1309022 - Lista- og menningarráð, 3. október

19. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

27.1310004 - Skólanefnd, 7. október

62. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

28.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 3. október

84. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

29.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 3. október

Fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

30.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 14. október

325. fundargerð í 2 liðum.

Lagt fram.

31.1310003 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 14. október

41. fundargerð í 12 liðum.

Lagt fram.

32.1202293 - Kosningar í lista- og menningarráð 2012-2014

Matthías Imsland kjörinn aðalmaður í lista- og menningarráð í stað Sveins Sigurðssonar.

 

Jenný Dagbjört Gunnarsdóttir kjörin varamaður í lista- og menningarráð í stað Sigrúnar Skaftadóttur.

33.1006263 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs 2010 - 2014

Sveinn Sigurðsson kjörinn aðalmaður í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs í stað Sólveigar Sigurðardóttur.

Fundi slitið - kl. 18:00.