Bæjarstjórn

1086. fundur 26. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
 • Margrét Björnsdóttir forseti
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
 • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
 • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
 • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
 • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
 • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
 • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
 • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
 • Páll Magnússon bæjarritari
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
 • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
 • Elfur Logadóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1202610 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að gefa Birgi Sigurðssyni, skipulagsstjóra, orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum. Var það samþykkt. Þá tók Birgir Sigurðsson til máls og gerði grein fyrir Aðalskipulagi Kópavogs 2012 - 2024.
Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 var auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá og með 9. ágúst til 20. september 2013. Alls barst 31 athugasemd og ábendingar. Tillagan lögð fram að nýju ásamt tillögu að breytingum á greinargerð og uppdráttum.

Eftirtalin gögn lögð fram:
a) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðri greinargerð og umhverfisskýrslu (sbr. 9. gr. laga nr. 105/2006) eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013.
b) Aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024. Tillaga að uppfærðum uppdráttum (þéttbýlisuppdráttur og sveitarfélagsuppdráttur) eftir auglýsingu dags. 11. nóvember 2013
c) Athugasemdir og ábendingar við tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 ásamt fylgiskjölum og tillögu að umsögnum og greinargerð dags. 11. nóvember 2013.
d) Tillaga að afgreiðslu eftir auglýsingu (sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010) greinargerð dags. 11. nóvember 2013.

Kl. 17:44 vék Hjálmar Hjálmarsson af fundi.

Með tilvísan í afgreiðslu skipulagsnefndar 11. nóvember 2013 og framlögð gögn samþykkir bæjarstjórn Kópavogs hér með Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 með áorðnum breytingum ásamt ofangreindum umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma. Aðalskipulagið byggir á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 sem auglýst var samtímis tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og er nú í lokaferli. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir jafnframt að vísa hinu nýja aðalskipulagi Kópavogs til afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 2. mgr. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt einróma.

Hlé var gert á fundi kl. 17:56. Fundi var fram haldið kl. 17:57.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður vill þakka starfsfólki umhverfissviðs og skipulagsnefndarfólki fyrir mikla og góða vinnu við gerð aðalskipulags Kópavogsbæjar 2012-2024. Framlagt plagg er stefna og sýn bæjarstjórnar um byggðaþróun í Kópavogi næstu árin. Nokkur atriði vekja athygli í þessari tillögu:

1. Engin tillaga er í plagginu um íbúðabyggð efst í Nónhæð. Þar er áfram gert ráð fyrir opinberum byggingum. Eigandi þessa lands hefur óskað eftir að byggja þarna íbúðabyggð, en engin svör fengið. Nemendum í Smáraskóla hefur fækkað verulega undanfarin ár og nýting á skólahúsnæðinu því ekki góð. Aukin byggð í Nónhæð myndi stuðla að betri nýtingu mannvirkja.

2. Íbúða- og atvinnuhúsnæðisbyggð í Stóra-Bás í Vatnsenda er fellt út í þessari tillögu. Þarna eru felldar út 160 einingar í íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði. Með þessari aðgerð verður bæjarsjóður Kópavogs af tekjum vegna lóðasölu upp á a.m.k. 1 milljarð króna ásamt framtíðartekjum íbúa. Forsvarsmenn meirihlutans hafa bent á að færa megi þennan fjölda íbúða á Vatnsendahlíð, sem myndi gera það svæði eitt það þéttbýlasta í Kópavogi, nokkuð sem ekki var lagt upp með þegar Vatnsendahlíðin var deiliskipulögð 2007.

Undirritaður hefur margoft bent á að Kópavogsbær gæti orðið skaðabótaskyldur gagnvart eigendum Vatnsenda og lítt hefur verið hlustað á það og verður væntanlega skorið úr því fyrir dómstólum síðar.

Til hvers var þessi aðgerð að fella út byggðina? Sagt hefur verið að byggðin sem fyrir var hafi farið í taugarnar á hestamönnum, þrátt fyrir samkomulag sem gert var við þá árið 2007/2008 þegar deiliskipulagið var samþykkt. Maður spyr hvort það sé réttlætanlegt að elta hagsmuni einstakra hagsmunahópa og bæjarsjóður liggi óbættur hjá garði.

Gunnar Ingi Birgisson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:00. Fundi var fram haldið kl. 18:11.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:

"1. Fjölgun íbúða í skólahverfi Smáraskóla er 500 íbúðir en 250 í skólahverfi Lindaskóla.

2. Fjölgun íbúðaeininga í Vatnsendahlíð er 160 einingar sem er sami fjöldi og fellur út í Stóra-Bás. Samkvæmt útreikningum sviðsstjóra umhverfissviðs er tekjumunur vegna lóðasölu eftir breytingarnar óverulegur.

Ármann Kr. Ólafsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:14. Fundi var fram haldið kl. 18:18.

Kl. 18:18 tók Erla Karlsdóttir sæti á fundinum.

Gunnar Ingi Birgisson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Bókun bæjarstjóra er óskiljanleg.

1. Fjölgun íbúða í skólahverfi Smáraskóla er 500 íbúðir skv. bæjarstjóra. Ætli það séu íbúðir við Smáralind? Mjög líklega myndu fáar barnafjölskyldur búa þar. Hvar er þetta skipulagt?

2. Fjölgun íbúða í Vatnsendahlíð hefur ekkert með að gera að íbúðalóðir í Stóra-Bás eru felldar út úr aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 með tilheyrandi tekjutapi bæjarsjóðs.

Gunnar Ingi Birgisson"

2.701168 - Boðaþing. Hjúkrunar- og dvalarheimili Hrafnistu

Umræða sem var frestað á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 18:35. Fundi var fram haldið kl. 19:11.

Kl. 19:11 vék Guðríður Arnardóttir af fundi og tók Elfur Logadóttir þá sæti á fundinum.

3.1311362 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 26. nóvember 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 14. og 21. nóvember, framkvæmdaráðs frá 13. nóvember, hafnarstjórnar frá 11. nóvember, íþróttaráðs frá 21. nóvember, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 20. nóvember, lista- og menningarráðs frá 21. nóvember, skipulagsnefndar frá 11. nóvember, skólanefndar frá 18. nóvember, stjórnar Héraðsskjalasafns frá 7. nóvember, stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 30. október, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 15. nóvember, stjórnar Sorpu bs. frá 11. nóvember og umhverfis- og samgöngunefndar frá 18. nóvember.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 19:30. Fundi var fram haldið kl. 19:33.

4.1311009 - Bæjarráð, 14. nóvember

2708. fundargerð í 20 liðum.

Lagt fram.

5.1306233 - Vatnsendahlíð, yfirtökugjöld.

Framkvæmdaráð ítrekaði samþykkt frá fundi 12. júní 2013 um yfirtökugjöld í Vatnsendahlíð, sbr. fundargerð bæjarráðs 13. júní 2013. Framkvæmdaráð samþykkti að lóðir í Vallaþingi yrðu auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu Kópavogsbæjar. Vegna samnings um Vatnsenda, skal dregið um lóð til handhafa réttar skv. eignarnámssátt dags. 30. janúar 2007, áður en almenn úthlutun á sér stað. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum að lóðir í Vallaþingi verði auglýstar lausar til úthlutunar á heimasíðu Kópavogsbæjar. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

6.1304297 - Beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Tillaga að afgreiðslu umsóknar Svifflugfélagsins um styrk til greiðslu fasteignaskatts, mál sem ágreiningur var um í bæjarráði.

Bæjarstjórn vísar málinu til bæjarráðs til frekari úrvinnslu með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

7.1311016 - Bæjarráð, 21. nóvember

2709. fundargerð í 23 liðum.

Lagt fram.

8.1311308 - Gjaldskrá slökkviliðs hbsv. 2014

Tillaga að gjaldskrá slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, sem samþykkt var á stjórnarfundi þann 15. nóvember sl. lögð fram til samþykktar.

Forseti bar undir fundinn gjaldskrá slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins fyrir 2014. Óskað var eftir nafnakalli. Atkvæði féllu þannig:

Gunnar Ingi Birgisson sagði já,

Hafsteinn Karlsson sagði já,

Karen Halldórsdóttir sagði já,

Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði,

Ómar Stefánsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og greiddi ekki atkvæði,

Pétur Ólafsson sagði já,

Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,

Ármann Kr. Ólafsson sagði já,

Elfur Logadóttir sagði já,

Erla Karlsdóttir sagði já,

Margrét Björnsdóttir sagði já.

Atkvæði féllu þannig að níu samþykktu hana en tveir greiddu ekki atkvæði.

9.1311358 - Tekjur vegna gjaldskrárhækkana. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni

Hafsteinn Karlsson lagði fram eftirfarandi tillögu f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:

"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að falla frá fyrirhuguðum gjaldskrárhækkunum sem taka áttu gildi á árinu 2014.

Greinargerð:

Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að halda verðbólgu niðri og tryggja kaupmátt hinna vinnandi stétta og bera sveitarfélögin sína ábyrgð þegar kemur að gjaldskrám fyrir þá þjónustu sem þau veita.  Með því að draga til baka fyrirhugaðar gjaldskrárhækkanir mun Kópavogsbær leggja sitt af mörkum og auka kaupmátt bæjarbúa.  

Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Elfur Logadóttir"

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir að gerast meðflutningsmaður tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og samþykktu tillöguflytjendur það.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingar og VG yrði vísað til bæjarráðs til úrvinnslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

10.1311361 - Stefna í sérúrræðum grunnskóla. Tillaga frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi tillögu, sem ágreiningur var um í bæjarráði, sbr. lið 22 í fundargerð frá 21. nóvember:
"Bæjarráð beinir því til skólanefndar að taka til umræðu og umfjöllunar stöðu og stefnu í sérúrræðum grunnskólanna.
Hjálmar Hjálmarsson"

Bæjarstjórn samþykkir tilllöguna með fimm atkvæðum gegn einu. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

11.1311106 - Fjármál stjórnmálasamtaka. Tillaga frá Guðríði Arnardóttur

Samþykkt að vísa tillögu Guðríðar Arnardóttur til Sambands íslenskra sveitarfélaga til umsagnar, mál sem ágreiningur var um í bæjarráði, sbr. lið 23 í fundargerð frá 21. nóvember sl.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa tillögu Guðríðar Arnardóttur til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga með sex atkvæðum gegn einu. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

12.1311003 - Framkvæmdaráð, 13. nóvember

57. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

13.1310341 - Austurkór 58. Umsókn um lóð.

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 58 frá Hólmfríði Halldórsdóttur, kt. 090782-3209 og Gunnari Fannberg, kt. 041074-4189. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst undanfarna mánuði á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Austurkór 58.

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa Hólmfríði Halldórsdóttur, kt. 090782-3209 og Gunnari Fannberg, kt. 041074-4189, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 58.

14.1310477 - Austurkór 12. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Austurkór 12 frá Kristni Lund, kt. 110448-4499 og Guðnýju K. Guttormsdóttur, kt. 180652-7799. Umsækjendur uppfylla skilyrði úthlutunarreglna. Lóðin hefur verið auglýst undanfarna mánuði á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að umsækjendum verði úthlutað lóðinni Austurkór 12

Bæjarstjórn samþykkir einróma að gefa Kristni Lund, kt. 110448-4499 og Guðnýju K. Guttormsdóttur, kt. 180652-7799, kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 12.

15.1302228 - Kópavogsbrún 2-4, umsókn um lóð

Lagt fram erindi sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 12. nóvember 2013, þar sem skýrð er framvinda vegna úthlutana Kópavogsbrún 2 - 4. Framkvæmdaráð samþykkir að heimila framsal lóðarréttinda Kópavogsbrún 4 frá Sætrar ehf. til Tónahvarf ehf. Fyrir fund bæjarstjórnar liggi fyrir framkvæmdaáætlun Tónahvarfs ehf. vegna uppbyggingar Kópavogsbrún 2-4. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð að Sætrar ehf. hafi vilyrði til úthlutunar sambærilegs byggingarmagns lóðar og úthlutun Kópavogsbrún 4 fól í sér, enda liggi fyrir umsókn um tiltekna lóð eða lóðir. Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hlé var gert á fundi kl. 20.30. Fundi var fram haldið kl. 20.31.

 

Bæjarstjórn frestar afgreiðslu málsins.

16.1311006 - Hafnarstjórn, 11. nóvember

92. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

17.1311071 - Gjaldskrá Kópavogshafna 2014

Lögð fram gjaldskrá Kópavogshafna fyrir 2014, sem samþykkt var á fundi hafnarstjórnar, sbr. lið 1 í fundargerð frá 11. nóvember sl.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum gjaldskrá Kópavogshafna fyrir 2014. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

18.1311014 - Íþróttaráð, 21. nóvember

29. fundargerð í 13 liðum.

Lagt fram.

19.1311013 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 20 nóvember

23. fundargerð í 1 lið

Lagt fram.

20.1311010 - Lista- og menningarráð, 21. nóvember

22. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

21.1311007 - Skipulagsnefnd, 11. nóvember

1232. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

22.1311011 - Skólanefnd, 18. nóvember

65. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

23.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 7. nóvember

85. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

 

 

24.1301027 - Stjórn Reykjanesfólkvangs, 30. október

Fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

25.1301049 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 15. nóvember

126. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

 

 

26.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 11. nóvember

327. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

27.1310020 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 18. nóvember

42. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.