Bæjarstjórn

1022. fundur 28. september 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1009008 - Umhverfisráð 26/8

493. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1008020 - Skipulagsnefnd 21/9

1182. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

3.1009010 - Skólanefnd 20/9

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1001153 - Stjórn SSH 6/9

353. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1001155 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 17/9

94. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 21/1

106. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 19/3

107. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 7/5

108. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1009090 - Stjórn Tónlistarhúss 30/8

109. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 17/9

22. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.910464 - Götureitur Kópavogsbraut, Kópavör, Þinghólsbraut, Suðurvör.

Forseti óskaði eftir leyfi fundarins til að gefa Smára Smárasyni, skipulagsstjóra, kost á að fylgja tillögunni úr hlaði. Var það samþykkt.

 

Til máls tók Smári Smárason, skipulagsstjóri, og gerði hann grein fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar.

 

Bæjarstjórn samþykkir með ellefu greiddum atkvæðum tillögu að deiliskipulagi fyrir götureitinn milli Kópavarar, Kópavogsbrautar, Þinghólsbrautar og Suðurvarar dags. 21. september 2010.

12.1006243 - Kosningar í kjörstjórn 2010 - 2014

Kjörni voru:

Af A-lista:

Dalla Ólafsdóttir, Fróðaþingi 16

Helgi Jóhannesson, Álfatúni 21

Af B-lista:

Snorri Tómasson, Birkigrund 50

 

Kjöri varamanna frestað.

13.1006261 - Kosningar í fulltrúaráð Brunabótafélagsins 2010 - 2014

Fram komu tvær tillögur um kjör aðalmanns í fulltrúaráð Brunabótafélagsins. Annars vegar tillaga um Pétur Ólafsson og hins vegar um Arnór L. Pálsson.

 

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Guðríður Arnardóttir, Ármann Kr. Ólafsson,

 

Hlé var gert á fundi kl. 19.26. Fundi var fram haldið kl. 19.31.

 

Pétur Ólafsson hlaut sex atkvæði en Arnór L. Pálsson fimm atkvæði. Pétur Ólafsson er því rétt kjörinn fulltrúi Kópavogsbæjar í fulltrúaráð Brunabótafélagsins.

 

Arnór L. Pálsson var kjörinn varamaður í fulltrúaráðið.

14.805067 - Reglur um kattahald

Drög að reglum um kattahald, sem lögð voru fram á fundi bæjarráðs 23/9 og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir og gerði grein fyrir drögum að reglum um kattahald.

 

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson, Erla Karlsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Hildur Dungal, Pétur Ólafsson, Ómar Stefánsson, Hildur Dungal og Guðríður Arnardóttir.

 

Hlé var gert á fundi kl. 20.20. Fundi var fram haldið kl. 20.26.

 

Bæjarstjórn samþykkir drög að reglum um kattahald og felur bæjarráði frágang þeirra og að reglurnar verði auglýstar með réttum hætti.

15.1002092 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Lögð fram tillaga að breyttri gjaldskrá Kópavogshafnar, sem samþykkt var á fundi hafnarstjórnar 21/9 sl.

Með vísan til hafnalaga nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 hefur hafnarstjórn samþykkt að við 5. gr. gjaldskrár Kópavogshafnar bætist tvær málsgreinar samkvæmt sem hér segir:

 

4. mgr. hljóðar svo:

 

Heimilt er að leggja á allt að fimmföld bryggjugjöld á skip og báta, sem liggja um lengri tíma við bryggju og hafa verið án haffærisskírteinis í a.m.k. 6 mánuði.

 

5. mgr. hljóði svo:

 

Heimilt er að leggja þreföld bryggjugjöld á skip og báta, sem óska eftir langtímaviðlegu vegna annarrar starfsemi en útgerðar.

 

Bæjarstjórn staðfestir þennan viðauka við gjaldskrá hafnarinnar og öðlast hann gildi við birtingu í Stjórnartíðindum.

16.1009120 - Tillaga að stofnun framkvæmdaráðs

Frá bæjarstjóra, tillaga að stofnun framkvæmdaráðs, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs 23/9.

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, og gerði grein fyrir tillögu um stofnun framkvæmdaráðs. Lagði hún til að tillagan yrði samþykkt og að bæjarráði yrði falið að setja nefndinni erindisbréf.

 

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson og lagði til breytingartillögu við tillögu bæjarstjóra um að nefndin væri ólaunuð. Því næst tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Ómar Stefánsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Erla Karlsdóttir, Margrét Björnsdóttir og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.

 

Forseti tók til afgreiðslu tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frestun á stofnun framkvæmdaráðs, sem lögð var fyrir fyrr á fundinum undir lið 3. Var tillagan felld með sex atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með henni.

 

Þá bar forseti undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar og var hún felld með fimm atkvæðum en einn bæjarfulltrúi greiddi atkvæði með henni.

 

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls um stjórn fundarins.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu bæjarstjóra um stofnun framkvæmdaráðs og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur, en tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

17.1004451 - Tillaga um stjórnsýsluúttekt

Lögð fram tillaga VG um stjórnsýsluúttekt í Kópavogi sem lögð var fram í bæjarráði 29/4 og aftur 12/5, og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Til máls tóku Ómar Stefánsson, Gunnar Ingi Birgisson, Guðný Dóra Gestsdóttir, sem lagði til að tillögunni verði vísað til bæjarráðs sbr. ákvörðun bæjarstjórnar frá 25. maí sl. þar um.

 

Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

 

Forseti bar undir fundinn tillögu Guðnýjar Dóru Gestsdóttur og var hún samþykkt einróma.

18.1009007 - Bæjarráð 16/9

2562. fundur

Til máls tóku Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 14, Gunnar Ingi Birgisson um liði 14, 15, 27 og 33, Ármann Kr. Ólafsson um liði 12 og 18 og lagði fram eftirfarandi bókun:

""Fyrir liggur tillaga yfirstjórnar Heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu um að loka Heilsugæslunni Hvammi. Það er gert án þess að bæjarstjórn séu í nokkru kynntar þær hugmyndir né haft samráð um breytt þjónustustig. Kópavogsbær á 15% hlut í byggingunni og í henni er mikilvæg heilbrigðisþjónusta og staðsetningin hugsuð sérstaklega með tilliti til eldri borgara í Gullsmára. Það að hundsa bæjarstjórnina í þessari ákvarðanatöku er ámælisvert og til marks um vinnubrögð sem ekki eiga við í nútíma stjórnsýslu.

Ármann Kr. Ólafsson.""

Þá ræddi Ármann Kr. Ólafsson um liði 32 og 33. Því næst tók til máls Guðríður Arnardóttir um liði 12, 18 og 32. Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 32.

 

Hlé var gert á fundi kl. 16.41. Fundi var fram haldið kl. 16.56. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og dró hann bókun sína, sem hann lagði fram fyrr á fundinum til baka og lagði fram eftirfarandi tillögu til ályktunar:

""Bæjarstjórn Kópavogs mótmælir fyrirhugaðri lokun heilsugæslunnar í Hvammi. Þær hugmyndir hafa verið unnar án alls samráðs við bæjaryfirvöld í Kópavogi þrátt fyrir að Kópavogsbær eigi 15% hlut í húsnæðinu.  Í Hvammi er veitt mikilvæg heilbrigðisþjónusta og staðsetning hugsuð sérstaklega með tilliti til eldri borgara m.a. í Gullsmára.  Þessi vinnubrögð eru ámælisverð og samræmast ekki nútíma stjórnsýslu.""

Þá tók til máls Ómar Stefánsson um liði 18, 15 og 33. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir um liði 33 og 15. Þá tók til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 15 og 33 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarstjóra verði falið að leita tilboða við akstur úr Hvörfum í Mjódd einn og hálfan tíma fyrir hádegi og einn og hálfan tíma seinni part dags.

Gunnar Ingi Birgisson.""

Því næst tóku til máls Pétur Ólafsson um lið 33 og Ómar Stefánsson um liði 15 og 33.

 

Þá bar forseti undir fundinn tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar til ályktunar um lokun Heilsugæslu. Var tillagan samþykkt einróma. Því næst bar forseti undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar og var hún felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

 

Hlé var gert á fundi kl. 17.14. Fundi var fram haldið kl. 17.17.

 

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

""Verið er að vinna að tengingu strætó úr Vatnsenda í Mjóddina innan Strætó bs.  Þar til niðurstaða í því máli liggur fyrir er ekki tímabært að kanna aðra kosti.  Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs leggur mikla áherslu á greiðar og öflugar almenningssamgöngur og mun vinna að  því máli innan Strætó bs.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Pétur Ólafsson, Guðný Dóra Gestsdóttir, Erla Karlsdóttir.""

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 19/2

21. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 23/10 2009

20. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 5/6 2009

19. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

22.803169 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag 8/5 2009

18. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

23.1009006 - Lista- og menningarráð 13/9

363. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

24.1009012 - Íþrótta- og tómstundaráð 22/9

256. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1001150 - Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 2/9

153. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

26.1001160 - Hafnarstjórn 21/9

68. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

27.1009013 - Félagsmálaráð 21/9

1291. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

28.1009015 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa 21/9

fskj. 8/2010

Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.

29.1009016 - Byggingarnefnd 21/9

1319. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson um lið 16.

 

Fundargerðin samþykkt án frekari umræðu.

30.1007018 - Breiðahvarf 6, hesthús

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu einróma.

31.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Bæjarráð hafnar erindinu á grundvelli fyrirliggjandi umsagna.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs og hafnar erindinu með átta samhljóða atkvæðum.

32.1009018 - Bæjarráð 23/9

2563. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um liði 22 og 18 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs leggja til að tillögu um stofnun framkvæmdaráðs verði frestað og hún tekin til meðferðar um leið og bæjarmálasamþykkt verður endurskoðuð eins og boðað hefur verið af meirihlutaflokkum í bæjarstjórninni.

Greinargerð                                  

Tillaga meirihluta fjórflokksins í bæjarstjórn Kópavogs er ekki tímabær. Fyrir liggur að á næstu vikum á að endurskoða bæjarmálasamþykkt Kópavogsbæjar með það að markmiði að einfalda stjórnsýsluna og gera hana skilvirkari. Eðlilegra væri því að bíða með ákvörðun um framkvæmdaráð þar til sú endurskoðun hefur átt sér stað og hafa ráðið hluta af breyttri bæjarmálasamþykkt. Með tilkomu framkvæmdaráðs er verið að fjölga nefndum á vegum bæjarins sem gengur gegn yfirlýstum markmiðum meirihlutans auk þess sem markmiðið með stofnun þess er mjög óljóst.

Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungal, Gunnar Birgisson, Margrét Björnsdóttir""

 

Forseti benti á að tillaga að stofnun framkvæmdaráðs væri sérliður á dagskrá og að framlögð tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksin verði afgreidd undir þeim lið.

 

Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir um lið 22, Gunnar Ingi Birgisson um liði 22, 13, 18, 41 og 50, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 22, 41 og 13, Hafsteinn Karlsson um liði 22 og 13, Gunnar Ingi Birgisson um lið 22, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 22, 13 og 7 og Gunnar Ingi Birgisson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tóku til máls Ómar Stefánsson um liði 7, 13, 40 og 50, Pétur Ólafsson um lið 7, Hildur Dungal um lið 22 og 13 og Guðríður Arnardóttir um liði 22 og 13. Þá óskuðu Ómar Stefánsson og Gunnar Ingi Birgisson eftir að bera af sér sakir.

 

Hlé var gert á fundi kl. 18.15. Fundi var fram haldið kl. 18.47.

 

Til máls tóku Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 22, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 13 og Ármann Kr. Ólafsson um liði 22 og 41

 

Fundargerði afgreidd án frekari umræðu.

33.1009012 - Fjallskilaboð fyrir Kópavogskaupstað haustið 2010

Lögð fyrir tillaga um uppsögn á samningi við Sauðfjáreigendafélag Kópavogs, sem ágreiningur var um í bæjarráði.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um uppsögn á samningi við Sauðfjáreigendafélagi Kópavogs með sex atkvæðum gegn þremur. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Fundi slitið - kl. 18:00.