Bæjarstjórn

1166. fundur 28. nóvember 2017 kl. 16:00 - 18:41 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
 • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
 • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
 • Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
 • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
 • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
 • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
 • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
 • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
 • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
 • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
 • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
 • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1709735 - Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2018 - seinni umræða

Seinni umræða fjárhagsáætlunar, auk tillagna að gjaldskrám fyrir árið 2018.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram og gerði grein fyrir fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára fjárhagsáætlun 2019-2021 og lagði til að hvor um sig yrði samþykkt.

Fundarhlé hófst kl. 16:36, fundur hófst kl. 16:44.

Forseti bar undir fundinn eftirfarandi tillögu að álagningu gjalda fyrir árið 2018:

I. Bæjarstjórn samþykkir að útsvar fyrir árið 2018 verði óbreytt 14,48%.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

II. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að fasteignagjöld fyrir árið 2018 verði álögð sem hér segir:
a) Fasteignaskattur:
1. Íbúðarhúsnæði lækki úr 0,255% í 0,23 % af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Atvinnuhúsnæði lækki úr 1,62% í 1,60% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

3. Opinbert húsnæði verði óbreytt 1,32% af fasteignamati (sbr. b-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 4/1995).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

4. Hesthús lækki úr 0,255 í 0,23% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

5. Sumarhús lækki úr 0,255 í 0,23% af fasteignamati.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

b) Vatnsskattur og holræsagjald:
1. Vatnsskattur lækki úr 0,08% í 0,07% af heildarfasteignamati. Aukavatnsgjald skv. mæli verði kr. 40,46 (var 39,40) fyrir hvern m3 vatns. (hækkar um 2,7%)
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2. Fráveitugjald, sbr. reglugerð um fráveitugjald í Kópavogsbæ nr. 729/2001, verði 0,115% og lækki úr 0,14% af fasteignamati, sbr. lög um skráningu og mat fasteigna nr. 94/1976 með síðari breytingum. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 26.877 (var 26.171) og innheimtist með fasteignagjöldum. (hækkar um 2,7%).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

c) Lóðarleiga:
1. Fyrir lóðir íbúðar-, sumar- og hesthúsa verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
2. Lóðir Lækjarbotnum verði óbreytt 21,43 kr/m².
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
3. Fyrir lóðir annarra húsa lækki úr 190,00 kr/m².í 185 kr/m²
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Gjalddagar fasteignagjalda 2018 verði átta, þann 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst og 1. september og greiðist áttundi hluti gjaldsins hverju sinni. Eindagi verði í lok hvers mánaðar.
Gjaldendur er greiða lægri fasteignagjöld en 40.000 kr. greiði þau í einu lagi á gjalddaga 01.03.2018.
Gjaldendur er greiða fasteignagjöld að fullu fyrir 15.02.2018 fá 3% staðgreiðsluafslátt.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

d) Elli- og örorkulífeyrisþegar er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða.
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk í framtali ársins 2017.

100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 4.500.000 krónur (var 3.232 þ).
Hjón með heildarárstekjur allt að 5.750.000 krónur (var 4.459 þ).

75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 4.500.001 - 4.575.000 krónur (var 3.724 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 5.750.001 - 6.050.000 krónur (var 5.023 þ).

50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.575.001 - 4.650.000 krónur (var 4.019 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.050.001 - 6.350.000 krónur (var 5.453 þ).

25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 4.650.000 - 4.725.000 krónur (var 4.254 þ).
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 6.350.001 - 6.650.000 krónur (var 5.786 þ).
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

e) Veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

III. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2018. Gjaldið hækkar vegna aukins úrgangs og vegna gjaldskrárhækkana Sorpu og verður kr. 33.300 á íbúð (var 28.300). Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu bæjarstjóra, dags. 24.11.2017.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Bæjarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 svo breytta með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá dagforeldra.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá mötuneyta og dægradvala í grunnskólum.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá leikskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Gerðarsafns.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá einkagrunnskóla.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá Skólahljómsveitar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá frístundaklúbbsins Hrafnsins.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir Bókasafn Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir sundlaugar Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn tillögu að gjaldskrá fyrir íþróttahús og knatthallir Kópavogs.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.


Forseti bar undir fundinn tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2021:
Bæjarstjórn samþykkir þriggja ára fjárhagsáætlun fyrir árin 2019-2021 með 11 atkvæðum.


Önnur mál fundargerðir

2.1711009F - Bæjarráð - 2891. fundur frá 16.11.2017

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1711013F - Bæjarráð - 2892. fundur frá 23.11.2017

Fundargerð í 28 liðum.
Lagt fram.
 • 3.8 1711095 Þorrasalir 25. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 21. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Hrefnu Gunnarsdóttur, kt. 311264-5169 og Kristjáni Björgvinssyni, kt. 090664-3019. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra fimm umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2892 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar. Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Hrefnu Gunnarsdóttur og Kristjáns Björgvinssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar umsókn Hrefnu Gunnarsdóttur og Kristjáns Björgvinssonar um lóðina.
 • 3.9 1711098 Þorrasalir 25. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 21. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Þorsteini Haukssyni, kt. 210385-2319 og Ragnhildi Sigurðardóttur, kt. 030382-5019. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra fimm umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2892 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar. Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Þorsteins Haukssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar umsókn Þorsteins Haukssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur um lóðina.
 • 3.10 1711112 Þorrasalir 25. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 21. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Auði Ýr Sveinsdóttur, kt. 141294-2959 og Williams S. Johntone III, kt. 180174-2579. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra fimm umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2892 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar. Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Auðar Ýr Sveinsdóttur og Williams S. Johntone III með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar umsókn Auðar Ýr Sveinsdóttur og Williams S. Johntone III um lóðina.
 • 3.11 1711115 Þorrasalir 25. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 21. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Stellu Rögn Siguðrardóttur, kt. 030484-3049 og Unnari Darra Sigurðssyni, kt. 240784-2119. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra fimm umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2892 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar. Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og samþykkir umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar um lóðina.
 • 3.15 1711214 Þorrasalir 25. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði
  Frá bæjarlögmanni, dags. 21. nóvember, lögð fram umsókn um lóðina Þorrasali 25 frá Jóni Viðari Viðarssyni, kt. 050779-5649 og Ástu Kristínu Victorsdóttur, kt. 080881-5849. Lagt er til við bæjarráð að dregið verði milli þeirra fimm umsækjenda sem uppfylla skilyrði fyrir úthlutun. Niðurstaða Bæjarráð - 2892 Fulltrúi Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu var boðaður til fundarins til að sjá um útdrátt á milli umsækjenda. Útdráttur var færður í gerðarbók sýslumanns. Dregin var umsókn Stellu Ragnar Sigurðardóttur og Unnars Darra Sigurðssonar. Bæjarráð hafnar með fimm atkvæðum umsókn Jóns Viðars Viðarssonar og Ástu Kristínar Victorsdóttur með vísan til niðurstöðu útdráttar og vísar málinu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum og hafnar umsókn Jóns Viðars Viðarssonar og Ástu Kristínar Victorsdóttur um lóðina.

Önnur mál fundargerðir

4.1711012F - Forsætisnefnd - 104. fundur frá 16.11.2017

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1711011F - Leikskólanefnd - 88. fundur frá 16.11.2017

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1710018F - Lista- og menningarráð - 79. fundur frá 09.11.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1711001F - Menntaráð - 17. fundur frá 07.11.2017

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1711008F - Menntaráð - 18. fundur frá 21.11.2017

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1711010F - Skipulagsráð - 18. fundur frá 20.11.2017

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
 • 9.8 17091076 Vesturvör 40-48. Breytt deiliskipulag.
  Lögð fram tillaga T.ark arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40 til 50. Í tillögunni er gert ráð fyrir að:
  a) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 40-42 og stækka lóðina úr 8.400 m2 í 13.800 m2. Hluti af norðurhluta lóðarinnar fer undir Vesturvör 44-48. Byggingarmagn er óbreytt 5.000 m2 en grunnflötur minnkar úr 3.900 m2 í 3.700 m2. Nýtingarhlutfall fer úr 0.6 í 0.35. Aðkoma og lega bílastæða breytist en að öðru leiti er umfang og fyrirkomulag byggingar óbreytt.
  b) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 44-48 og stækka lóðina úr 9.000 m2 í 21.100 m2. Lóðin stækkar til vesturs og liggur að grótgarði sem er í umsjá bæjaryfirvalda og lóðarhafa eftir þar til gerðum samningi. Byggingarmagn er óbreytt 4.500 m2. Fallið er frá kröfum um hámarks grunnflöt og byggingarreitur breytist og stækkar. Heimilt er að reisa byggingu sem er 1-2 hæðir í öllum hluta byggingarreits en hámarksbyggingarmagn veldur því að aðeins lítill hluti byggingarinnar verður tvær hæðir. Hámarks vegghæð hækkar úr 10 metrum í 11,5 metra og hámarks mænishæð verður 13,5 metrar. Þakform er frjálst. Hámarks nýtingarhlutfall lóðarinnar er um 0.20. Ekki er gert ráð fyrir bílakjallara en heimild er fyrir að koma geymslum og tæknirýmum fyrir í kjallara. Miðað er við 1 bílastæði á hverja 50 m2 húsnæðis eða um 90 stæði.
  Hluti göngu- og hjólastígs færist til austurs að austurlóðarmörkum Vesturvarar 44-48 með kvöð um almenna göngu- og hjólaleið. Vestan byggingarreitar er gert ráð fyrir opnu athafnasvæði ásamt tveimur afmörkuðum stakstæðum byggingarreitum fyrir smáhýsi tengd starfseminni sem nær út að sjó og grjótgarði.
  c) Breyta lóðarmörkum Vesturvarar 50 en stærð lóðar breytist ekki og verður áfram 2.900 m2. Hámarks byggingarmagn er óbreytt 1.500 m2 sem og hæð byggingarreitar sem er 9 metrar en lögun hans breytist. Aðkoma og lega bílastæða breytist en fjöldi er hin sami.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 18 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi Vesturvarar 40-48 verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

  Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
  Undirrituð leggst gegn því að skerða aðgengi almennings að strandlengju Kársness í þágu einkaaðila.

  Bókun frá Margréti Júlíu Rafnsdóttur:
  Óásættanlegt að almenningur hafi ekki aðgang að allri strandlengjunni en samkvæmt náttúruverndarlögum er lögð áhersla á að svo sé.

  Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni:
  Þarna er um 155 metra af 4600 metra strandlengju Kársness að ræða þar sem gönguleiðin tekur smá hlykk. Umrætt svæði verður opið fyrir almenning og mun auka almenn lífsgæði.
  Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Andrés Pétursson, Sigríður Kristjánsdóttir og Júlíus Hafstein taka undir bókun Ármanns Kr. Ólafssonar.

  Bókun frá Ásu Richardsdóttur:
  Fyrirhugað er Spa hótel á lokuðu svæði ekki almenningssvæði.

  Ása Richardsdóttir greiðir atkvæði gegn tillögunni.

  Margrét Júlía Rafnsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
  Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sjö atkvæðum, þremur mótatkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar, Kristínar Sævarsdóttur og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur og hjásetu Birkis Jóns Jónssonar.
 • 9.9 17031265 Arakór 5. Breytt deiliskipulag.
  Lagt fram að lokinni kynningu erindi Svövu Björk Jónsdóttir, arkitekts fh. lóðarhafa að Arakór 5 um að byggja opnar svalir á norðvestuhlið aðkomuhæðar 6,4 m langar og 1,5 m breiðar sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í mars 2017. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir að stækka grunnflöt hússins og óskað eftir heimild til að fara 1,5 m út fyrir fyrir byggingarreit í kjallara hússins. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 18 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
 • 9.14 16061110 Fagrabrekka 26. Aðkoma og bílastæði.
  Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga skipulags- og byggingardeildar dags. 7. júlí 2017 að breyttu fyrirkomulagi lóðarinnar við leikskólann að Fögrubrekku 26 þar sem komið er til móts við athugasemdir sem bárust við áður kynnta tillögu. Í breytingunni felst að bílastæðum er fjölgað úr 7 í 17 á suðurhluta lóðarinnar. Leikskólalóðin stækkar til vesturs og staðsetning sparkvallar breytist. Breytt aðkoma verður frá göngustíg austan leikskólans. Á fundi skipulagsráðs 21. ágúst 2017 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Fögrubrekku 25, 27, 29, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40, 41, 42, 43, 44, 45, 47, Lundarbrekku 12, 14, 16 og Þverbrekku 6 og 8. Athugasemdafresti lauk 27. október 2017. Athugasemdir bárust.
  Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar. Er umsögnin dags. 17. nóvember 2017.
  Niðurstaða Skipulagsráð - 18 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Pétur Hrafn Sigurðsson vék af fundi vegna vanhæfis kl. 18.23.

  Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.


  Pétur Hrafn Sigurðsson tók aftur sæti kl.18:25.

Önnur mál fundargerðir

10.1711004F - Velferðarráð - 19. fundur frá 13.11.2017

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1709030F - Öldungaráð - 1. fundur frá 16.11.2017

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1711163 - Fundargerð 275. fundar stjórnar Strætó bs. frá 27.10.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1711296 - Fundargerð 276. fundar stjórnar Strætó bs. frá 10.11.2017

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1711360 - Fundargerð 449. fundar stjórnar SSH frá 30.10.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1711361 - Fundargerð 450. fundar stjórnar SSH frá 13.11.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

16.1611729 - Kosningar í skipulagsráð

Bæjarstjórn samþykkir að Hreggviður Norðdal verði varamaður í stað Arnþórs Sigurðssonar

Fundi slitið - kl. 18:41.