Bæjarstjórn

1173. fundur 27. mars 2018 kl. 16:00 - 19:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Anný Berglind Thorstensen varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Fjárhagsáætlun - Ársreikningar

1.18031271 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Frá fjármálastjóra, dags. 23. mars, lagður fram viðauki II við fjárhagsáætun 2018, vegna aukinna útgjalda vegna breytinga á persónuverndarlögum.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka II við fjárhagsáætlun 2018 með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1803008F - Bæjarráð - 2907. fundur frá 15.03.2018

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1803012F - Bæjarráð - 2908. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 26 liðum.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson og Pétur Hrafn Sigurðsson lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Á fundi bæjarráðs þann 22. mars lögðu undirritaðir fram eftirfarandi tillögu: "Undirritaðir leggja til að bæjarráð samþykki breytingu á fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2018. Breytingin felur í sér að veita þeim 140 milljónum, sem eru í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar til endurnýjunar á gervigrasvelli við Fagralund, til byggingar á nýjum upphituðum og upplýstum gervigrasvelli vestanmegin við Fífuna samkvæmt þeirri tillögu sem Breiðablik hefur lagt fram". Afgreiðslu tillögunnar var frestað af hálfu meirihlutans en brýnt er að afgreiða þessa tillögu hið fyrsta.
Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson"
  • 3.6 18031086 Bakkabraut 9,11,13,15,17,19,21 og 23 - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
    Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðirnar Bakkabraut 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23 (áður Bakkabraut 9). Niðurstaða Bæjarráð - 2908 Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagt samkomulag um lóðirnar Bakkabraut 9, 11, 13, 15, 17, 19, 21 og 23 með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.1803015F - Forsætisnefnd - 112. fundur frá 21.03.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 1705174 Stofnun öldungaráðs
    Tekið fyrir til endurskoðunar erindisbréf öldungarráðs. Niðurstaða Forsætisnefnd - 112 Forsætisnefnd gerir eftirfarandi breytingu á 5. gr. samþykkta fyrir öldungarráð:
    Í stað "Öldungaráðið skal að jafnaði [...] Fella má niður fundi að sumarlagi." komi "Öldungaráð setur sér starfsáætlun í upphafi hvers starfsárs."
    2. mgr. 3. gr. falli á brott.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillögu forsætisnefndar um breytingu á erindisbréfi öldungaráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1803001F - Menntaráð - 23. fundur frá 06.03.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1801027F - Skipulagsráð - 23. fundur frá 05.02.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1803003F - Skipulagsráð - 26. fundur frá 19.03.2018

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 7.3 1711722 Askalind 5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar dags. 29. nóvember 2017 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni við Askalind 5. Í breytingunni felst að byggingarreitur er stækkar um 27 m2 til norðurs til að koma fyrir stiga- og lyftuhúsi.
    Byggingarreitur hækkar einnig um 0,7 m á tilgreindum stað ásamt því að fara 2,5 m inn á núverandi þak. Hámarkshæð viðbyggingarinnar er 9,7 m.
    Bílastæði eru færð nær götu og eru þá 0,8 m frá lóðamörkum.
    Einnig er gert ráð fyrir tveimur rýmum í lokunarflokki B (bygging eða hluti hennar sem er lokuð að ofan en opin á hliðum að hluta eða öllu leyti) á austur- og vesturhlið byggingarinnar og svölum þar ofaná.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500.
    Kynningartíma lauk 9. mars 2018, engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.9 1711333 201 Smári. Sunnusmári 1-17. Reitur A08 og A09. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
    Kynningartíma lauk 19. mars 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir tillöguna og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.11 1803970 Urðarhvarf 16. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts, fh. lóðarhafa, um breytt deiliskipulag á lóðinni við Urðarhvarf 16.
    Í breytingunni felst að byggingarmagn er aukið um úr 6.048 m2 í 8.000 m2. Við það eykst nýtingarhlutfall ofanjarðar úr 1,26 í 1,7. Jafnframt er byggingarreitur hækkaður um 3,5 m að hluta til á norðvesturhluta lóðarinnar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 50 m2 í atvinnuhúsnæði þar af helmingur í niðurgrafinni bílageymslu.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt skýringarmyndum dags. 9. mars 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.15 1702284 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting. Hágæðakerfi almenningasamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína.
    Lögð fram til lokaafgreiðslu breyting á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 ásamt umhverfisskýrslu dag. í mars 2018. Tillagan var auglýst 29. nóvember 2017. Kynningartíma lauk 17. janúar 2018, athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram viðbrögð við athugasemdum og umhverfisskýrsla dags. í mars 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga nr. 105/2006 framlagða tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040: hágæðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Borgarlína dags. mars 2018 og umhverfisskýrslu VSÓ dags. í febrúar 2018 ásamt framlagðri greinargerð: viðbrögð við athugasemdum og ábendingum við auglýsta tillögu að svæðisskipulagsbreytingu, VSÓ dags. í febrúar 2018. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Kristinn Dagur Gissurarson greiðir atkvæði gegn tillögunni.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn einu. Birkir Jón Jónsson greiddi atkvæði gegn tillögunni.
  • 7.16 1802372 Breytt afmörkun vaxtamarka á Álfsnesi. Breyting á svæðisskipulagi.
    Lagt fram erindi samtaka sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar á verklýsingu vegan breytingar á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 dags. í desember 2017. Breytingin felst í útvíkkun á vakstamörkum við Álfsnesvík til samræmis við breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um afmörkun svæðis undir efnisvinnslu Björgunar sem kynnt var fyrr á þessu ári. Niðurstaða Skipulagsráð - 26 Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.1802022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 97. fundur frá 12.03.2018

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 8.5 1706372 Kópavogsgöng. Dalvegur 30.
    Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Í tillögunni felst að Kópavogsgöng eru felld út úr skipulagi ásamt því að hluti af opnu svæði við Dalveg 30, OP-10, er breytt í svæði fyrir verslun og þjónustu. Umrædd breyting á aðalskipulagi Kópavogs er unnin samhliða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og í samræmi við Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2030 en þar er ekki gert ráð fyrir Kópavogsgöngum. Vinnslutillaga að fyrirhugaðri breytingu var lögð fram í skipulagsráði 19. júní 2017. Skipulagsráð samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan var kynnt frá 27. janúar 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Vinnslutillagan var jafnfram kynnt á opnu húsi 30. janúar 2018 í Þjónustuveri Kópavogsbæjar og 1. febrúar 2018 í Þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni. Enginn mætti á kynningarnar.

    Tillagan: Tillaga vegna breytinga á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Kópavogsgöng felld úr skipulagi og nýtt svæði fyrir verslun og þjónustu við Dalveg, er sett fram í greinargerð, umhverfismati og uppdrætti dags. í febrúar 2018 unnin af verkfræðistofu VSÓ.
    Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 Lagt fram og kynnt.
    Umhverifs- og samgöngunefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að farið verði í hönnun á útfærslu og legu Dalvegar sem fyrst.
    Niðurstaða Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Undirrituð hefur talað fyrir breyttri legu Dalvegar og bókað um það í Skipulagsráði. Ég styð heilshugar tillögu Umhverfis- og samgöngunefndar um að farið verði í hönnun á útfærslu og legu Dalvegar sem fyrst.
    Ása Richardsdóttir"

    Ármann Kr. Ólafsson lagði til að tillögu umhverfis- og samgöngunefndar frá 12.03; Kópavogsgöng, Dalvegur 30 verði frestað og leitað umsagnar skipulagsstjóra. Bæjarstjórn samþykkir tillögu um frestun með sjö atkvæðum Sverris Óskarssonar, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Andra Steins Hilmarssonar, Jóns Finnbogasonar, Annýjar Berglindar Thorstensen og Guðmundar Geirdal. Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir og Pétur Hrafn Sigurðsson greiddu ekki atkvæði.
  • 8.8 1803101 Hönnunarreglur fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús
    Lögð fram tillaga að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi við fjölbýlishús Niðurstaða Umhverfis- og samgöngunefnd - 97 Umhverfis og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu að hönnunarreglum fyrir sorpgeymslur, sorpgerði og niðurgrafin sorpílát í Kópavogi og felur umhverfissviði að fara yfir stöðuna á uppbyggingarsvæðum Kópavogsbæjar og innleiða hönnunarreglunar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.1802021F - Velferðarráð - 24. fundur frá 26.02.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1803005F - Velferðarráð - 25. fundur frá 12.03.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 1801264 Reglur um fjárhagsaðstoð. Tillögur um breytingar á 17. 28. gr. og 30. gr.
    Niðurstaða Velferðarráð - 25 Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á 17.gr, 28 gr. og 30 gr. í reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð. Breytingar á 30 gr. varða hækkun á viðmiðunarfjárhæð að undanskildum barnabótum og veita aðstoð í 12 mánuði í stað 9. Þessar breytingar eru sérstaklega til þess fallnar að styðja við barnafjölskyldur sem búa við fátækt.

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.
  • 10.5 1802502 Tillaga um breytingu á stigakerfi félagslegra leiguíbúða
    Niðurstaða Velferðarráð - 25 Velferðarráð samþykkir tillögu að breytingum á tekjuviðmiðum í stigakerfi félagslegra leiguíbúða. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.1803671 - Fundargerð 82. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 2. mars 2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1803803 - Fundargerð 455. fundar stjórnar SSH frá 05.03.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1803695 - Fundargerð 386. fundar stjórnar Sorpu frá 7.3.2018

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.18031089 - Fundargerð 387. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 16.03.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.18031088 - Fundargerð 283. fundar stjórnar Strætó bs. frá 09.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl, annars vegar ársreikningur Strætó bs. 2017 og hins vegar kynning á ársreikningi 2017, dags. 9. mars 2018.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:33.