Bæjarstjórn

1048. fundur 13. desember 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson 1. varaforseti
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson forseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Þórður Cl. Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá
Í upphafi fundar áminnti forseti að gefnu tilefni bæjarfulltrúa um að gæta orða sinna og koma fram af háttvísi og virða siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda hjá Kópavogsbæ.

1.1111027 - Bæjarráð 1/12

2619. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1112006 - Bæjarráð 8/12

2620. fundur

 Fundargerðin afgreidd án umræðu.

3.1110242 - Atvinnutorg

Mál, sem ágreiningur var um í bæjarráði, sbr. lið 9 í fundargerð 8/12.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa erindinu til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu með sjö samhljóða atkvæðum.

4.1112013 - Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri úr sjóðnum

Erindi frá framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, vísað til bæjarstjórnar, sbr. lið 12 í fundargerð bæjarráðs 8/12.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

5.1111026 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 29/11

29. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

6.1112001 - Félagsmálaráð 6/12

1320. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1112007 - Framkvæmdaráð 7/12

20. fundur

Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 5.  Þá kvaddi Gunnar Ingi Birgisson sér hljóðs og ræddi lið 1, síðan lið 10 og síðan lið 13 og beindi fyrirspurn til staðgengils bæjarstjóra.  Þá kvaddi Guðríður Arnardóttir sér hljóðs og ræddi lið 1, síðan lið 17, þá lið 10.  Næstur tók til máls Hafsteinn Karlsson og ræddi lið 1,  þá staðgengill bæjarstjóra,  Páll Magnússon, og svaraði fyrirspurn Gunnars Ingi Birgissonar varðandi lið 13.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

8.1112004 - Hafnarstjórn 5/12

78. fundur

Gunnar Ingi Birgisson tók til máls og ræddi lið 2.  Páll Magnússon, staðgengill bæjarstjóra,  tók til máls og gerði grein fyrir málinu.  Bæjarstjórn vísar lið 2 til afgreiðslu bæjarráðs.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

9.1111029 - Leikskólanefnd 6/12

23. fundur

Gunnar Ingi Birgisson kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 2.  Guðríður Arnardóttir kvaddi sér hljóðs og ræddi liði 9 og 10.  Gunnar  Ingi Birgisson tók til máls og ræddi lið 2, síðan lið 5 og þá lið 10.  Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi lið 2, þá lið 5 og 10.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og ræddi lið 5,  þá lið 2 og beindi fyrirspurn til formanns bæjarráðs.  Guðríður Arnardóttir tók til máls og ræddi lið 5 og lagði til að hnykkt yrði á því að þarna væri ekki um víðbótarstarfsdaga að ræða.  Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi lið 2, þá Ármann Kr. Ólafsson vegna sama.  Guðríður Arnardóttir bar af sér sakir og svaraði Ármanni Kr. Ólafssyni.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu og með þeim skilningi bæjarstjórnar að ekki sé um viðbótar starfsdaga að ræða v/ liðar 5.  

Kl. 16:40 var gert fundarhlé, fundi síðan framhaldið kl. 16: 45.  

Fundargerðin afgreidd, en liðir 9 og 10 eru til afgreiðslu í bæjarráði.

10.1111025 - Menningar- og þróunarráð 28/11

13. fundur

Hafsteinn Karlsson kvaddi sér hljóðs varðandi lið 1.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

11.1112008 - Menningar- og þróunarráð 7/12

14. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1111028 - Skipulagsnefnd 5/12

1197. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1111022 - Skólanefnd 28/11

36. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1101859 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 2/11

 Margrét Björnsdóttir kvaddi sér hljóðs og ræddi lið 2.  Guðríður Arnardóttir tók til máls og svaraði fyrirspurnum Margrétar Björnsdóttur.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

15.1101303 - Stjórn SSH 7/11

370. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1101303 - Stjórn SSH 14/11

371. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

17.1101303 - Stjórn SSH 5/12

372. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

18.1101867 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 21/10

103. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

19.1101867 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 11/11

104. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

20.1101867 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 18/11

105. fundur

Gunnar Ingi Birgisson tók til máls varðandi lið 2.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

21.1101867 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 2/12

106. fundur

Gunnar Ingi Birgisson tók til máls og ræddi liði 1 og 2.  Guðríður Arnardóttir tók til máls og ræddi sama, samninga við Velferðarráðuneytið vegna sjúkraflutninga.  

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

22.1101996 - Stjórn Sorpu 28/11

292. fundur

 Gunnar Ingi Birgisson tók til máls og ræddi fundargerðina, þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi sama, þá Gunnar Ingi Birgisson aftur, þá Hjálmar Hjálmarsson, síðan Gunnar Ingi Birgisson með örstutta athugasemd. 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

23.1101878 - Stjórn Strætó bs. 25/11

164. fundur

Gunnar Ingi Birgisson tók til máls og ræddi lið 1, fjárhagsáætlun Strætó 2012 og beindi fyrirspurnum til fulltrúa bæjarins í Strætó.  Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og svaraði fyrirspurnum Gunnars Inga varðandi fjárhagsáætlunina. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og beindi fyrirspurn til Hjálmars Hjálmarssonar, sem svaraði fyrirspurninni.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

24.1111019 - Umhverfis- og samgöngunefnd 28/11

12. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

25.1006253 - Kosningar í skólanefnd 2010 - 2014

Kosning fulltrúa af B-lista í skólanefnd í stað Áshildar Bragadóttur sem hverfur úr nefndinni.  Tillaga um Ragnheiði Dagsdóttur, Fjallalind 42 í hennar stað samþykkt.

Kl. 17:50 var gert fundarhlé og fundi síðan framhaldið kl. 17:54.

26.1111552 - Fjárhagsáætlun 2012

Páll Magnússon, staðgengill bæjarstjóra, tók til máls og gerði grein fyrir breytingartillögum við fjárhagsáætlun 2012, sem lögð var fram á síðasta fundi, ásamt tillögum að breytingum á gjaldskrám. Páll Magnússon, staðgengill bæjarstjóra, lagði til að tillagan yrði  samþykkt.

Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs og gerði grein fyrir breytingartillögum Sjálfstæðisflokks við fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2012 og lagði til að þær yrðu samþykktar.

Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi breytingartillögur Sjálfstæðisflokks varðandi stofnkostnað og lagði til að þær yrðu samþykktar.  

Kl. 19:30 var gert fundarhlé.   Fundi var síðan framhaldið kl. 19:37.  

Þá tók til máls Ólafur Þór Gunnarsson og ræddi fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar.  Ólafur lagði síðan fram bókun meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúa Framsóknarflokks vegna afgreiðslu tillögunnar:

"Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2012 liggur nú fyrir til afgreiðslu.  Að áætluninni stóðu allir flokkar í bæjarstjórn Kópavogs utan Sjálfstæðisflokks. Í henni er áfram gert ráð fyrir aðhaldi í rekstri bæjarins og lækkun skulda.  Lögð er áhersla á barnvænt samfélag í Kópavogi, góða þjónustu í málefnum fatlaðra og að sérstakt átak verði gert í umhverfismálum. Ljóst er að aðhald í rekstri bæjarins á árinu 2011 hefur skilað góðum árangri og þess vegna er hægt að halda sjó í fjárhagsáætlun ársins 2012.

Undanfarin ár hefur verið hagrætt í skólastarfi t.d. með sameiningu skóla, fækkun stjórnenda og aðhaldi á ýmsum sviðum, en þess hefur þó verið gætt að skólastarf í Kópavogi sé með því besta sem þekkist. Þessi hagræðing er farin að skila sér að verulegu leyti. Áfram verður lögð rík áhersla á að standa vörð um faglegt starf í leik- og grunnskólum bæjarins, framlög til forfallakennslu hækka í grunnskólunum og undirbúningur verður hafinn að byggingu nýs leikskóla. Á árinu 2012 mun vinnuhópur á vegum bæjarstjórnar endurskoða samsetningu leikskólagjalda.

Á árinu 2012 mun Kópavogur koma verulega til móts við foreldra ungra barna því frá og með hausti munu þeir sem eru með barn hjá dagforeldrum greiða sama gjald og í leikskólum.  

Gjaldskrá vegna ferðaþjónustu eldri borgara mun taka breytingum þar sem verð á ferðum verður lækkað. Framlag til fjárhagsaðstoðar og sérstakrar aðstoðar til barnafólks í bænum verður aukið.  Þá er jafnframt ráðgert að efla þjónustu við fatlaða m.a. auka þjónustu vegna liðveislu sem og þjónustu við geðfatlaða.

Vegna kostnaðarhækkana við rekstur leikskóla er óhjákvæmilegt að hækka leikskólagjöld þann 1. janúar 2012 um 6,9% fyrir átta stunda dvöl. Þrátt fyrir þessa hækkun er bærinn að niðurgreiða leikskólagjöld hlutfallslega meira á árinu 2012 en 2011, en hlutdeild foreldra í kostnaði er um 15%.

Þann 1. janúar 2012 hækka gjöld vegna dægradvalar grunnskóla um 5%, en miðað er við að þessi þjónusta standi undir kostnaði.

Styrkir vegna tómstundaiðkunar barna verða óbreyttir frá fyrra ári. Gjaldskrá í sundlaugar Kópavogs mun hækka þann 1. janúar til samræmis við aukinn rekstrarkostnað sundlauganna. Áfram verða til sölu afsláttar- og árskort með verulegum afslætti.

Álagningarhlutfall fasteignaskatts á öllu húsnæði í bænum verður óbreytt á milli ára sem og vatnsgjald og holræsagjald.

Kópavogur mun stíga mikilvægt skref í umhverfismálum á árinu og taka upp flokkun sorps í öllum hverfum bæjarins.  Til stendur að bæta við annarri sorptunnu til flokkunar sorps.  Af þeim sökum mun sorphirðugjald hækka lítillega, bæði vegna almennra kostnaðarhækkana en þó fyrst og fremst vegna aukinnar þjónustu við upptöku "tveggja tunnu flokkunarkerfis".

Samkvæmt áætlun 2012 er gert ráð fyrir að heildarskuldir sem hlutfall af árstekjum fari niður fyrir 200% í lok árs en skv. ársreikningum árins 2010 var þetta hlutfall 242%.  Gangi þessi áætlun eftir er ljóst að verulegum árangri hefur verið náð við að ná tökum á skuldastöðu bæjarins. Þannig er gert ráð fyrir að veltufé frá rekstri verði um 2,5 milljarðar á næsta ári og rúmlega 100 milljóna rekstrarafgangi af samstæðu.  

Rekstur bæjarins er samkvæmt áætluninni að styrkjast en framlegð samstæðu er áætluð tæplega 20%. Áfram verður unnið að þeim markmiðum sem sett voru við gerð síðustu fjárhagsáætlunar en samkvæmt þeim verður m.a. greitt inn á skuldir bæjarsjóðs um að minnsta kosti milljarð á næsta ári sem og næstu árin þar á eftir. Þó að vissulega sé gert ráð fyrir tekjum vegna lóðasölu á árinu var ákveðið að gera ekki ráð fyrir slíkum tekjum í áætlun ársins en frekar nýta allar umframtekjur vegna lóðasölu til að greiða enn frekar niður skuldir.

Vel hefur verið haldið utan um fjármál Kópavogsbæjar á erfiðum tímum og ítrasta aðhalds gætt. Góð niðurstaða gefur Kópavogsbúum tilefni til bjartsýni.  Ólafur Þór Gunnarsson lagði síðan til að tillagan yrði samþykkt.

Þá tók Ómar Stefánsson til máls og ræddi tillöguna og lagði til að hún yrði samþykkt.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls,  þá Ólafur Þór Gunnarsson.  

Kl. 20:12 var gert fundarhlé.   Fundi var framhaldið kl. 20:16.

Forseti tók næst fyrir tillögur að álagningu gjalda 2012 , sem  lögð voru fram á síðasta fundi og frestað ásamt breytingartillögum frá Sjálfstæðisflokki.   Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir því að breytingartillögur Sjálfstæðisflokks yrðu bornar upp sérstaklega:

Forseti bar fyrst upp lið 00 016 0011 fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði.  Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli.  Tillagan borin upp:  Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Aðalsteinn Jónsson segir já, Ármann Kr. Ólafsson segir já, Guðríður Arnardóttir segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já, Hafsteinn Karlsson segir nei, Margrét Björnsdóttir segir já, Ómar Stefánsson segir nei, Pétur Ólafsson segir nei, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar upp lið 00 335 310 lóðarleiga. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Pétur Ólafsson segir nei, Ragnheiður H. Ásgeirsdóttir segir nei, Ómar Stefánsson segir nei, Margrét Björnsdóttir segir já, Hafsteinn Karlsson segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já, Aðalsteinn Jónsson segir já, Guðríður Arnardóttir segir nei, Ármann Kr. Ólafsson segir já, Ólafur Þór Gunnarsson segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei. Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Þá bar forseti undir atkvæði lið 04 011 1141. Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir nafnakalli. Hafsteinn Karlsson segir nei,  Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Aðalsteinn Jónsson segir já, Ármann Kr. Ólafsson segir já, Guðríður Arnardóttir segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já, Margrét Björnsdóttir segir já, Ómar Stefánsson segir nei, Pétur Ólafsson segir nei, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Þá bar forseti upp lið 04 101 0990 Aðrar tekjur, hagræðingarkrafa á leikskóla.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá upp lið 05 512 1110 listasafn kaffistofa.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá upp lið 05 812 9991 Nýtt-menningarhátíð tekið af 0,5% liðnum.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá upp lið 05 311 4911 önnur þjónustukaup Héraðsskjalasafns.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá upp lið 06 821 9928  niðurgreiðsla æfingagjalda úr 12.000,- í 15.000,-.  Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir nafnakalli.

Hafsteinn Karlsson segir nei, Ómar Stefánsson gerir grein fyrir atkvæði sínu og segir nei, Margrét Björnsdóttir segir já, Gunnar Ingi Birgisson segir já,Guðríður Arnardóttir segir nei, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei, Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Ármann Kr. Ólafsson gerir grein fyrir atkvæði sínu og segir já, Aðalsteinn Jónsson segir já, Pétur Ólafsson segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 08 211 0210 sorphirðugjald. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli. Guðríður Arnardóttir segir nei, Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já, Margrét Björnsdóttir segir já, Aðalsteinn Jónsson segir já,  Pétur Ólafsson segir nei, Hafsteinn Karlsson segir nei, Ómar Stefánsson segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 08 231 9694 Sorpa heimili.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 09 011 1191 Framkvæmdaráð lagt niður.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 09 420 2063 Tölvukostnaður hækkar 30%.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 31 010 0398 Sala lóða.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 32 500 11021 Sala lóða.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 32 291 11299 Önnur vörukaup, flóðlýsing á gervigras Kór.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá undir atkvæði lið 43 101 0214  Vatnsskattur lækkun frá áætlun meirihluta. Gunnar Ingi Birgisson óskar eftir nafnakalli.  Gunnar Ingi Birgisson segir já, Pétur Ólafsson segir nei, Ármann Kr. Ólafsson segir já, Margrét Björnsdóttir segir já, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei, Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Aðalsteinn Jónsson segir já, Guðríður Arnardóttir segir nei, Ómar Stefánsson segir nei, Hafsteinn Karlsson segir nei og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.

Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar þá upp lið 47 100 0213 Holræsagjald, lækkun frá áætlun meirihluta. Gunnar Ingi Birgisson óskaði eftir nafnakalli.  Ómar Stefánsson segir nei, Margrét Björnsdóttir segir já, Ármannn Kr. Ólafsson segir já, Pétur Ólafsson segir nei, Rannveig H. Ásgeirsdóttir segir nei, Hafsteinn Karlsson segir nei, Guðríður Arnardóttir segir nei, Aðalsteinn Jónsson segir já, Ólafur Þór Gunnarsson segir nei, Gunnar Ingi Birgisson segir já og Hjálmar Hjálmarsson segir nei.  Tillagan felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Forseti bar síðan upp í heild sinni breytingartillögur fulltrúa Sjálfstæðisflokks við tillögu meirihluta að Fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar 2012 og var hún felld með 7 atkvæðum gegn 4.

Var þá gengið til afgreiðslu tillagna um álagningu gjalda, sem lagðar voru fram við fyrri umræðu.


Forseti bar upp lið A, fasteignaskattur.

1. Íbúðarhúsnæði 0,32% af fasteignamati
2. Atvinnuhúsnæði og annað húsnæði 1,65% af fasteignamati
3. Opinbert húsnæði 1,320% af fasteignamati
4. Hesthús 0,625% af fasteignamati
5. Sumarhús 0,625% af fasteignamati

Samþykkt.

Forseti bar upp lið B Vatnsskattur og holræsagjald.
1. Vatnsskattur verði 0,135% af heildarfasteignamati.  Aukavatnsgjald skv. mæli verði 32,91 fyrir hvern rúmmetra vatns.
2. Fráveitugjald nemi 0,169% af fasteignamati.  Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki holræsagjald. Ekki skal reikna fráveitugjald af húsi það ár sem bygging þess hefst. Rotþróargjald fyrir íbúðarhúsnæði að Vatnsenda verði kr. 23.725 og innheimtist með fasteignagjöldum.

Samþykkt.

Forseti bar upp lið C, lóðarleiga
1. Fyrir lóðir íbúðarhúsa kr. 17,71 á fm.
2. Lækjarbotnar kr. 20,65 á fm.
3. Fyrir lóðir annarra húsa  kr. 214,97 á fm.

Samþykkt.

Forseti bar upp lið D, afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega er njóta lækkunar fasteignaskatts skulu fá staðgreiðsluafslátt samkvæmt sömu reglum og aðrir gjaldendur af þeim hluta er þeim ber að greiða
Veittur verður afsláttur af fasteignaskatti til þeirra elli- og örorkulífeyrisþega, sem búa í eigin íbúð. Miðast afslátturinn við eftirfarandi tekjumörk liðins árs:


100% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur allt að 2.500.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur allt að 3.450.000 krónur.


75% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu frá 2.500.001 - 2.880.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.450.001 - 3.890.000 krónur.


50% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 2.880.001 - 3.110.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 3.890.001 - 4.230.000 krónur.


25% lækkun:
Einstaklingar með heildarárstekjur á bilinu 3.110.001 - 3.290.000 krónur.
Hjón með heildarárstekjur á bilinu 4.230.001 - 4.480.000 krónur.
Örorkulífeyrisþegar skulu skila ljósriti af örorkuskírteini.

Samþykkt.

Forseti bar upp lið E, veittur verður styrkur til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf, sbr. sérstakar reglur bæjarstjórnar þar um.

Samþykkt.


Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir á grundvelli laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, að leggja sérstakt sorphirðu- og eyðingargjald á hverja íbúð í Kópavogi á árinu 2012.  Gjaldið skal vera kr. 23.300 á íbúð. Enn fremur verði heimilt að leggja á aukatunnugjald. Innheimta skal gjaldið með fasteignagjöldum og eru gjalddagar þeir sömu.


Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að gjald fyrir hreinsun taðþróa hesthúsa á hesthúsasvæði Gusts verði 700 kr. á hvern fm hesthúss. Gjaldið greiðist fyrirfram. Stjórn hestamannafélagsins Gusts tilkynnir Kópavogsbæ, í hvaða húsum ekki skuli hreinsa taðþrær. Tilkynningin skal berast Kópavogsbæ fyrir álagningu fasteignagjalda.  Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum, 4 sitja hjá.

Gjaldskrá dægradvalar 2012 (mál 1112209) borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjaldskrá leikskóla 2012 (mál 1112208) borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Gjaldskrá sundlauga 2012 (mál 1112210) borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Tillaga að breyttri gjaldskrá vegna heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlits og hundahalds (mál 1110366) borin undir atkvæði og samþykkt með 10 atkvæðum.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögur við tillögu að fjárhagsáætlun, sem Páll Magnússon, staðgengill bæjarstjóra, hafði  mælt fyrir fyrr á fundinum. Bæjarstjórn samþykkti breytingartillögurnar með 7 atkvæðum, en 4 sátu hjá.

Þá bar forseti undir fundinn fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 svo breytta og var hún samþykkt með 7 samhljóða atkvæðum, 4 sátu hjá.

Þá tók Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og lagði fram bókun sjálfstæðismanna vegna fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar 2012:  

  

"Bókun Sjálfstæðisflokksins við fjárhagsáætlun Kópavogs 2012 Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2012 ber þess merki að engin pólitísk stefnumörkun hefur verið lögð til grundvallar. Engin tilraun er gerð til þess að spara í rekstri og tekjustofnar eru þandir til hins ýtrasta og skattaálögur á Kópavogsbúa stórauknar. Meirihlutinn hafði greinilega engin önnur ráð því þau voru greinilega sammála um að hagræða ekki í rekstri og einnig sammála um að stórauka álögur á Kópavogsbúa meðal annars með stórhækkun á sorphirðugjaldi (30%), hækkun á fasteignaskatti, holræsagjaldi, vatnsskatti og lóðaleigu ásamt hækkun á þjónustutekjum sem voru þó ærnar fyrir ári síðan.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu áherslu á mun lægri skattaheimtu en meiri hagræðingu í rekstri og sölu byggingarréttar. Þetta þýðir að rekstrarafgangurinn hefði orði tæplega fjórum sinnum meiri eða 388 í stað 102 milljóna króna. Niðurgreiðsla skulda hefði jafnframt orðið umtalsvert meiri hjá Sjálfstæðisflokknum eða 30 þúsund króna lækkun á nettóskuld á hvern íbúa (1 milljarður króna). Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að íþrótta- og tómstundastyrkir myndu hækka skv. vísitölu og meirihluti bæjarstjórnar felldi tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins  um flóðlýsingu á gervigrasvelli við Kórinn. Það eru mörg sóknarfæri í rekstri og tekjuaukningu sveitarfélagsins en meirihlutinn hefur ekki nýtt sér neitt af þeim.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Aðalsteinn Jónsson"

Kl. 21:10 var gert fundarhlé.  Fundi var síðan framhaldið kl. 21:20.

Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og lagði fram svofellda bókun þeirra sem unnu að fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið:

  

"Það er lítið mark takandi á yfirlýsingum sjálfstæðismanna sem fara rangt með flesta hluti í bókun sinni.

- Þeir leggja til óskilgreindan niðurskurð á þriðja hundrað milljónir á ársgrundvelli í menntakerfi Kópavogsbæjar sem myndi auðvitað hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir skólastarf í Kópavogi.  

- Tillögur þeirra fela í sér aukinn akstur foreldra með börn vegna tómstundastarfs sem nú þegar er nóg af.

- Tekjufærslur í fjárhagsáætlun sjálfstæðismanna eru flestar óraunhæfar

- Tillögur sjálfstæðismanna fela í sér verulega skerðingu á framlögum til forvarnarmála í bænum.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Þá var gert fundarhlé kl. 21:24 og fundi síðan fram haldið kl. 21:30.  

Þá lagði Ármann Kr. Ólafsson fram svofellda bókun:

"Enn einu sinni getur meirihlutinn ekki farið með rétt mal. Í fjárhagsáætlun Sjálfstæðisflokks fyrir næsta ár er einungis gert ráð fyrir 160 milljóna kr. hagræðingakröfu í fræðslumálunum af 8 milljarða króna heildarkostnaði. Setningin um "skutlið" er óskiljanleg og aðrar fullyrðingar meirihlutans og fulltrúa Framsóknarflokks eru rangar.

Ármann Kr. Ólafsson"

Þá tók Ómar Stefánsson til máls og  lagði hann  fram svofellda bókun:  

"Undirritaður hefur tekið fullan þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og samþykkt hana.  Engu að síður tekur undirritaður fram að óskilgreind stjórnsýsluúttekt er ekki eitthvað sem brýn þörf er á hjá Kópavogsbæ.  Núverandi meirihluti hefur verið í tæp tvö ár og ekki enn sett kraft í að skilgreina þörfina fyrir stjórnsýsluúttekt, sem rennir stoðum undir álit mitt.

Ómar Stefánsson"

Guðríður Arnardóttir tók til máls og lagði fram svofellda bókun:  

"Hér var vitnað í orð Ármanns, 150 milljónir fyrir hálft ár þýðir 300 milljónir á ársgrundvelli. "

Þá tók  Ármann Kr. Ólafsson til máls og lagði fram svofellda bókun:  

"Í fjárhagsáætlun stendur 16 millj. kr."

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  

Fundi slitið - kl. 18:00.