Íþróttaráð

69. fundur 16. febrúar 2017 kl. 16:45 - 18:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1612296 - Hnefaleikafélag Kópavogs, ósk um styrk til rekstrar félagsins

Lagt fram erindi frá Hnefaleikafélagi Kópavogs, dags. 7. des. 2016, þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær styrki félagið með fjárframlagi til reksturs aðstöðunnar að Smiðjuvegi 28 sem og til almennrar starfsemi félagsins.
Í fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 var samþykkt að veita Hnefaleikafélagi Kópavogs rekstrarstyrk vegna leigu og afnota af aðstöðu félagsins að Smiðjuvegi 28. Rekstrarframlagið byggir á svipuðum grunni og stuðst hefur verið við gagnvart íþróttafélögum sem bjóða bæjarbúum upp á iðkun íþrótta innan vébanda íþrótta- og ólympíuhreyfingarinnar.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með samþykkt bæjarstjórnar og leggur jafnframt áherslu á það að samræmi sé í úthlutun gæða/aðstöðu milli íþróttafélaga til sem fjölbreyttastrar íþróttastarfsemi í bænum.

2.17011188 - Reiknuð leiga vegna afnota af íþróttamannvirkjum 2016

Lagt fram yfirlit yfir reiknaða leigu, sem byggir á settum reglum Íþróttaráðs frá 2015, um afnot af aðstöðu til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar.
Leigan er samtals 995.497.524 kr og skiptist eftirfarandi;
Breiðablik 381.290.601, HK 444.214.413, Gerpla 119.446.950, Hvönn 9.920.630, DÍK 2.892.348, Glóð 6.157.056, Stálúlfur 9.166.510, Ísbjörninn 2.546.502, Augnablik 4.285.470, Vatnaliljur 2.504.927, Örninn 2.546.502, Golfkl. Garðabæjar og Kópavogs 4.960.315 og Skotíþróttafélag Kópavogs 5.565.300

Reikningar í samræmi við ofangreint yfirlit, hafa verið sendir til íþróttafélaganna í Kópavogi vegna afnnota þeirra af íþróttamannvirkjum bæjarins á árinu 2016, ásamt bréfi frá deildarstjóra íþróttadeildar dags. 30. 01.2017 þar sem fram kemur að á móti reiknaðri leigu fái íþróttafélögin styrk að sömu upphæð sem færist í ársreikninga þeirra við ársuppgjör fyrir 2016.

Íþróttaráð samþykkir framlagt yfirlit fyrir sitt leiti og lýsir ánægju sinni með, að nú hafi einu af þremur meginmarkmiðum bæjaryfirvalda með setningu ofangreindra reglna verið náð;
"Að raunverulegur kostnaður vegna þeirra íþróttamannvirkja sem Íþróttaráð Kópavogs úthlutar samkvæmt reglum þessum verði sýnilegur í rekstri þeirra íþróttafélaga sem nýta mannvirkin".

3.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Lýðheilsustefna lögð fram til umsagnar samkvæmt beiðni bæjarráðs frá 17. október 2016.
Íþróttaráð fagnar Lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Markmið lýðheilsustefnu eru metnaðarfull og til þess gerð að stuðla að betra samfélagi og gera Kópavogsbæ að eftirsóknaverðum stað að búa á. Að hvetja til heilbrigðari lífsstíls er öllu samfélaginu til góðs. Með stefnunni verður unnið að því að skapa umhverfi sem stuðlar að hreyfingu og útivist og bættu öryggi í umhverfi bæjarbúa. Mikilvægt er að innleiðingin verði sýnileg bæjarbúum og framkvæmd hennar teygi sig út í allt samfélagið. Lykillinn að því að ná árangri með markmiðum lýðheilsustefnu er að samfélagið allt taki þátt í innleiðingunni.

4.1702067 - Áskorun til íþróttaráðs

Lagður fram tölvupóstur frá íbúa í bænum, dags. 1. febrúar sl., þar sem óskað er eftir, "Endurskoðun ráðstöfunar frístundarstyrks til kaupa á líkamsræktarkorti fyrir ungmenni fædd 1999, 2000 og 2001. Í erindi sínu vísar bréfritari til framkvæmdar við ráðstöfun frístundastyrksins til sambærilegra aldurshópa í nágrannasveitarfélögum Kópavogs.
Íþróttaráð felur starfsmönnum íþróttadeildar að kanna, hvort hægt sé innan fjárhagsáætlunar, að koma til móts við óskir sambærilegar þeim sem fram koma í því erindi sem hér um ræðir. Erindinu frestað til næsta fundar.

5.1702298 - FC Sækó, ósk um styrk

Lagt fram erindi dags. 13.2.2017, frá forsvarsmönnum knattspyrnufélagsins FC Sækó, sem er fótboltalið stofnað var af Geðsviði Landspítala, Velferðasviði Reykjavíkurborgar og Hlutverkasetri. Í erindinu er óskað eftir styrk/aðstöðu hjá Kópavogsbæ til æfinga fyrir hópinn nú í vetur en í hópnum eru iðkendur af báðum kynjum.
Íþróttaráð samþykkir af gefa knattspyrnuliðinu FC Sækó, kost á einum æfingatíma á viku til æfinga í Fífunni, fram til vorsins að því gefnu að þessi tími verði utan annatíma á virkum dögum frá kl. 11:00 - 14:00.

6.17011193 - Þróttur - Námskeið fyrir starfsmenn íþróttamannvirkja

Greint frá námskeiði fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja sem unnið er í samstarfi við Starfsmennt Fræðslusetur. Námskeiðið hefur verið í gangi frá vori 2016. Námskeiðunum er skipt niður í lotur og fór 4. lota námskeiðsins fram nú í janúar 2017.
Almennar umræður þar sem starfsmenn íþróttadeildar og fræðslusviðs fóru yfir markmið og fyrirkomulag á námskeiðinu. Íþróttaráð þakkar fyrir að vera upplýst um þetta mikilvæga verkefni sem er til þess fallið að geta gott starf enn betra.

7.1503556 - Menntasvið-fundir nefndarmanna íþróttadeildar

.
Formaður íþróttaráðs greindi frá heimsókn sinni til Skotíþróttafélags Kópavogs þann 24. jan. sl., og því starfi sem félagið stendur fyrir í æfingaaðstöðu sinni í Digranesi. Formaður gerði grein fyrir því að starf félagsins beri það með sér að sjálfboðaliðar, bæði nú og fyrr, hafi unnið afar mikilvægt starf. Fundurinn var góður og þakkaði formaður fyrir hann.

8.1702428 - Aðstaða fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks - Bókun

Matthias Imsland fulltrúi Framsóknar í íþróttaráði lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég undirritaður óska eftir að rætt verði á næsta fundi sú alvarlega staða sem kom fram í umræðu á aðalfundi knattspyurnudeildar Breiðabliks að deildin íhugi að takmarka fjölda iðkenda hjá félaginu vegna aðstöðuleysis"

Jón Finnbogason, formaður Íþróttaráðs, bókar eftirfarandi; "ég fagna bókun Matthiasar um að tilgreint mál verði tekið til umræðu á næsta fundi íþróttaráðs. Málið kannist hann vel við þar sem hann hefur fylgst vel með þeim vanda sem Knattspyrnudeild Breiðabliks er í enda mjög umfangsmikið og flott starf sem fram fer innan félagsins. Málið er reyndar nú þegar í formlegum farvegi innan stjórnsýslu Kópavogs þar sem bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, hefur sett af stað vinnu við að greina ítarlega það starf sem fram fer innan knattspyrnudeildar Breiðabliks og nýtingu á mannvirkinu m.v. umfang starfsins. Þá hafi formaður íþróttaráðs einnig sótt fjölmennan fund hjá Knattspyrnudeild Breiðabliks þar sem formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks, Ólafur H. Ólafsson, fór yfir stöðu félagsins. Málið verður tekið á dagskrá á næsta fundi íþróttaráðs."

Fundi slitið - kl. 18:30.