Íþróttaráð

80. fundur 05. febrúar 2018 kl. 17:00 - 18:15 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Matthias Imsland boðaði forföll skömmu fyrir fund.

Almenn mál

1.1802065 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leiga árið 2017

Íþróttafélögum í Kópavogi verður sendur reikningur vegna leigu af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2017. Það er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur síðan styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Lagt fram yfirlit yfir reiknaða leigu 2017 að upphæð 1.042.699.140,- kr. sem skiptist eftirfarandi: Breiðablik 412.468.580, HK 459.683.477, Gerpla 126.132.379, Hvönn 11.042.807, DÍK 2.994.120, Glóð 6.605.757, Stálúlfur 4.771.980, Ísbjörninn 1.851.131, Augnablik 2.931.152, Vatnaliljur 2.603.719, Golfkl. Garðabæjar og Kópavogs 5.521.404 og Skotíþróttafélag Kópavogs 6.025.625,- kr.
Íþróttaráð samþykkir framlagt yfirlit en sendir út reikningar til hlutaðeigandi íþróttafélaga í bænum í framhaldi af staðfestingu bæjarráðs.

Almenn mál

2.1712873 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Tekið til afgreiðslu erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks dags. 11. des. 2017, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins. Þar óskar félagið eftir því að íþróttamannvirki sem eru í eigu og "rekstri bæjarins og notuð af félögunum verði merkt Breiðablik til jafns við önnur íþróttafélög í bænum sbr. íþróttahúsið í Digranesi og íþróttahúsið í Fagralundi". Að auki óskar Breiðablik eftir því að selja auglýsingar í umrædd hús til jafns við önnur íþróttafélög í bænum."
Íþróttaráð samþykkir eftirfarandi;
Íþróttaráð leggur til við bæjarráð að íþróttamannvirki Kópavogsbæjar verði merkt með eftirfarandi hætti;
1.
Íþróttamannvirki Kópavogsbæjar sem rekin eru af íþróttafélögum í Kópavogi með rekstrarsamningi þar um, skulu öll merkt Kópavogsbæ með merki bæjarins að ákveðinni stærð (cm x cm), í samráði við hönnuði mannvirkjanna. Viðkomandi íþróttafélagi (Breiðablik, Gerpla og HK) verði heimilt að setja upp félagsmerki sitt á mannvirkið í sömu stærð í samráði við Kópavogsbæ.
2.
Íþróttamannvirki Kópavogsbæjar, sem rekin eru af Kópavogsbæ verði einungis merkt með merki Kópavogsbæjar sbr. 1. tl. hér að ofan. Á þetta við öll íþróttamannvirki bæjarins í dag að íþróttahúsinu Digranesi undanskildu þar til áhorfendaaðstöðu hefur verið komið upp í íþróttamiðstöðinni Kórnum.
3.
Menntasviði og Umhverfissviði verði falið að vinna tillögur að reglum um stærð og staðsetningu ofangreindra merkinga á mannvirkjunum Kópavogsbæjar í samráði við íþróttafélögin sem lagðar verði fyrir íþróttaráð og bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.

Jafnframt samþykkir íþróttaráð eftirfarandi bókun um auglýsingar:
"Breiðablik hefur óskað eftir því við íþróttaráð að fá heimild til að selja auglýsingar í íþróttamannvirki í rekstri bæjarins sem ekki gilda sérstakir rekstrarsamningar um. Innan íþróttadeildar hjá Kópavogsbæ er nú í gangi vinna við að semja almennar reglur um auglýsingar í öllum íþróttamannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar með aðkomu viðkomandi hagaðila. Meðan sú vinna er í gangi gerir íþróttaráð ekki athugasemd við það að Breiðablik eða önnur íþróttafélög reyni að afla sér tekna með sölu tímabundinna auglýsinga sem settar verða upp í tilgreindum mannvirkjum svo fremi sem fullt samráð sé haft við íþróttadeild Kópavogsbæjar um alla framkvæmd málsins og að tekið verði tillit til þeirra auglýsinga sem nú þegar eru til staðar."

Almenn mál

3.1710341 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2016-2018

Á fundi íþróttaráðs 3. mars 2106 voru samþykktar Vinnureglur íþróttadeildar um eftirlit með gjaldskrárbreytingum æfingagjalda, en markmið reglnanna er m.a. að tryggja að verðlagning þeirrar þjónustu sem veitt er hverju sinni endurspegli eingöngu þann kostnað til fellur við að veita þá þjónustu sem um ræðir. Starfsmenn íþróttadeildar óskuðu upplýsinga frá íþróttafélögum um æfingagjöld fyrir tímabilin 2016/2017 og 2017/2018 í nóv. sl., sem og yfirliti yfir hvaða þættir liggja að baki verðmyndun æfingagjalda í einstökum flokkum/hópum.
Lagt fram yfirlit yfir æfingagjöld hjá íþróttafélögum í bænum fyrir ofangreind tímabil, samantekið af starfsmönnum íþróttadeildar.

Afgreiðslu frestað og starfsmönnum falið að óska eftir staðfestingu íþróttafélaganna á framlögðu yfirliti sem og ítarlegri gögnum þar sem það á við.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.1801053 - HK - Knattspyrnudeild. Ósk um aukinn æfingatíma í knatthúsi Kórsins

Tekið til afgreiðslu erindi HK með ósk um fleiri æfingatíma í Kórnum fyrir knattspyrnudeild félagsins, er frestað var á 79. fundi ráðsins 11. jan.sl.
Lögð fram yfirlitstafla yfir þróun/fjölgun æfingatíma knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK frá vori 2014 til vorsins 2018.
Íþróttaráð samþykkir að félagið fái til afnota tíma á sunnudögum frá 13:30 til 14:30.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1801054 - DÍK - Ósk um afnot af íþróttahúsi Breiðabliks fyrir nemendasýningu.

Tekið til afgreiðslu erindi stjórnar DÍK, frá 3. jan. sl., sem frestað var á fundi ráðsins þann 11. jan. sl., Þar sem óskað var eftir afnotum af íþróttahúsi Breiðabliks, Smáranum fyrir nemendasýningu DÍK sunnudaginn 22 apríl 2018.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1801301 - Dansmót UMSK 2018 - Umsókn um afnot af Íþróttahúsi Smárans 21. okt 2018

Lagt fram erindi frá þremur dansfélögum í Kópavogi, Hvönn, DÍK og dansdeild HK dags. 11. jan. sl., með ósk um að fá afnot af húsnæðinu í Smáranum sunnudaginn 21.október 2018 undir danskeppni UMSK.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Önnur mál

7.1802072 - Endurnýjun búnaðar vegna 25m innilaugar Sundlaugar Kópavogs

Lagt fram erindi frá Sunddeild Breiðabliks dagsett 3. jan. sl., vegna endurnýjun keppnisbúnaðar í innisundlaug Sundlaugar Kópavogs.
Íþróttaráð er jákvætt gagnvart erindinu og óskar eftir stöðuskýrslu um málið frá íþróttadeild á næsta fundi íþróttaráðs.

Önnur mál

8.1802189 - Menntasvið-Forvörn við kynbundnu misrétti, andlegu og líkamlegu ofbeldi

Lögð fram fyrirspurn í fjórum liðum frá fulltrúa Samfylkingarinnar í íþróttaráði, er varðar forvarnir sem og viðbrögð gegn kynbundu misrétti, misnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi í stofnunum Menntasviðs Kópavogsbæjar sem og hjá samstarfsaðilum sviðsins.
Almenn umræða fór fram á fundinum.
Frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 18:15.