Íþróttaráð

81. fundur 22. mars 2018 kl. 17:00 - 19:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri sat fundinn undir 7. dagskrárlið fundarins.

Almenn mál

1.1803777 - Sumarnámskeið 2018

Lögð fram gögn vegna sumarnámskeiða (Upplýsingabréf, umsóknareyðublöð, og Reglur sumarnámskeiða) sem haldin eru á vegum íþróttafélaga í Kópavogi á komandi sumri.
Lagt fram

Almenn mál

2.1802518 - Ósk um styrk v/ ungmennaæfinga í Kórnum

Lagður fram tölvupóstur dags. 19. feb. sl., frá formanni ameríska fótboltafélagsins Einherjum, þar sem óskað er aðstoðar og hjálpa nýrri íþrótt að vaxa á íslandi.
Félagið er með ungmennaæfingar alla sunnudaga klukkan 19:00 í Kórnum.
Íþróttaráð samþykkir framlagt erindi til þess að styðja við unglingastarf í íþróttagrein á sínum fyrstu skrefum.

Almenn mál

3.18031181 - Þátttaka í íþróttum og tómstundum - tölfræði 2018

Deildarstjóri greindi frá greiningarvinnu sem nú er unnin hjá Kópavogsbæ varðandi virkni barna og unglinga í íþróttum í Kópavogi.

Almenn mál

4.1604107 - Búnaður til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Lögð fram drög að skýrslu um ástand búnaðar í íþróttamannvirkjum bæjarins unnin af íþróttafulltrúa.
Lagt fram, umræðu frestað.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

5.1802189 - Menntasvið-Forvörn við kynbundnu misrétti, andlegu og líkamlegu ofbeldi

Á síðasta fundi ráðsins 5. febrúar sl., var lögð fram fyrirspurn í fjórum liðum er varðar forvarnir sem og viðbrögð gegn kynbundu misrétti, misnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi í stofnunum Menntasviðs Kópavogsbæjar sem og hjá samstarfsaðilum sviðsins. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
Lagt fram svar sviðsstjóra menntasviðs dags. 8. mars sl. er varðar "Forvörn við kynbundnu misrétti, andlegu og líkamlegu ofbeldi"
Lagt fram

Önnur mál

6.1802072 - Endurnýjun búnaðar vegna 25m innilaugar Sundlaugar Kópavogs

Frá síðasta fundi ráðsins hafa starfsmenn íþróttadeildar og forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs ásamt fulltrúum sunddeildar Breiðabliks fundað um málið.
Samþykkt að endurnýja tímatökubúnað ásamt pödsum fyrir innilaugina en hægt er að nýta upplýsingaskjá sundlaugarinnar eitthvað lengur.
Íþróttaráð fagnar endurnýjun keppnisbúnaðar fyrir innisundlaugina.

Önnur mál

7.1702428 - Aðstaða fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks

Fulltrúi Bjartrar Framtíðar í íþróttaráði óskaði eftir því "að aðstaða knattspyrnudeildar Breiðabliks yrði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins, jafnframt því að kalla eftir göngum um ferli málsins innan stjórnsýslunnar".
Lögð fram gögn um ferli málsins annars vegar innan íþróttaráðs og hins vegar innan stjórnsýslu Kópavogsbæjar sl. mánuði.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri mætti á fundinn og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem hefur átt sér stað hjá Kópavogsbæ varðandi aðstöðumál knattspyrnunnar hjá Breiðablik.

Fulltrúi Bjartrar framtíðar, Rannveig Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi spurningar. "Í kjölfar félagsfundar hjá knattspyrnudeild Breiðabliks langar mig að fá svör við eftirfarandi spurningum,
1.
Við gerð fjárhagsáætlunar af hverju er sú ákvörðun tekin að veita 140 milljónum frekar í Fagralund í stað gervigrass við Fífuna gegn ósk Breiðabliks og af hverju kom þetta ekki inn á borð íþróttaráðs?
2.
Af hverju kemur þetta mál ekki inn á borð íþróttaráðs í áframhaldandi vinnslu málsins innan stjórnsýslunnar?
3.
Hver ákveður hvað kemur inn borð ráðsins
4.
Þar sem íþróttaráð er ráðgefandi ráð af hverju koma ekki svona stórar ákvarðanir um málefni íþróttafélaga bæjarins inn til ráðsins til umsagnar?"

Fulltrúi Samfylkingarinnar, Hlín Bjarnadóttir lagði fram eftirfarandi spurningar fyrir fundinn;
"Á sl., 4 árum hefur íþróttaráð komið að mörgum málum er varða málaflokkinn m.a. hvað varðar styrkveitingar, frístundastyrki, úthlutanir tíma í mannvirkjum, aðstöðumálum og áhöldum í mannvirkjum bæjarins, hverfaskiptingum í knattspyrnu svo að eitthvað sé nefnt.
Spurningar varðandi verklag og ákvarðanir á staðsetningu og uppbyggingu á fyrirhuguðum gervigrasvelli á félagssvæði Breiðabliks í knattspyrnu á vegum Kópavogsbæjar. Fulltrúi Samfylkingarinnar í íþróttaráði spyr í kjölfar umræðna á félagsfundi knattspyrnudeildar Breiðabliks þann 20.3 sl.
1)
Í hvaða ferli er málið nú hjá Kópavogsbæ og til umræðu í hvaða nefndum á vegum bæjarins ?
2)
Af hverju hefur málið ekki verið tekið fyrir hjá íþróttaráði sem er ráðgefandi hvað varðar málaflokk íþrótta- og tómstundamála hjá bænum, er það fyrirhugað ?
3)
Hver/hverjir ákveða hvort að málið fari til umfjöllunar hjá íþróttaráði, ef slík ákvörðun liggur fyrir hverjir tóku þá ákvörðun og hvenær?
4)
Verður sett af stað frekari vinna og mat í kjölfar skýrslu VSÓ fyrir Kópavogsbæ árið 2017, s.s. kostnaðargreining á byggingu frekari aðstöðu Breiðabliks í knattspyrnu og eða öðrum íþróttagreinum sem og verður haft samráð við félagið varðandi framtíðar uppbyggingu á æfinga- og keppnissvæðum."

Bæjarstjóri svaraði spurningum fundarmanna og yfirgaf fundinn kl. 19:15.
Fulltrúi Bjartrar Framtíðar bókar:
"Ég tel mikilvægt að Kópavogsbær hlusti á óskir Breiðabliks hvað staðsetningu á nýjum gervigrasvelli varðar og að sú vinna sem framundan er sé unnin í samvinnu við félagið. Öllum er ljóst að aðstaða knattspyrnudeildar er löngu sprungin enda hefur deildin leigt aðsöðu af öðrum félögum í Reykjavík og í Sporthúsinu um hríð.
Breiðablik veit öðrum fremur hvaða lausn nýtist best i dag til að bæta æfinga og keppnisaðstöðu deildarinnar. Félagið hefur unnið gott verk við undirbúning á tillögu sinni sem það kynnti nýverið á félagsfundi knattspyrnudeildar og einnig skilaði vinnuhópur innan félagsins samantekt sem lögð var fyrir bæjarráð í febrúar síðasliðnum.
Ég tel enga vafa á því að félagið hafi lagt fram tillögu um nýjan gervigrasvöll við Fífuna með hagsmuni iðkenda og starf deildarinnar að leiðarljósi og vona að farsæl lausn náist í samvinnu við knattspyrnudeild Breiðabliks". Rannveig Bjarnadóttir

"Undirritaður fulltrúi framsóknar í íþróttaráði, lýsir yfir stuðningi við hugmyndir Breiðabliks á uppbyggingu á gervigrasvelli vestan Fífunar. Treysta þarf faglegu mati Breiðabliks með hvaða hætti er hægt að þjónusta börn og ungmenni með sem bestum og faglegasta hætti. Samhliða því er mikilvægt að tyggja að frjálsar íþróttir innan Breiðabliks verði tryggð aðstaða.
Eins þarf að koma fram áætlum með hvaða hætti eigi að tryggja að fótboltavöllurinn í Fagralundi sé í þannig ástandi að hægt sé að iðka knattspyrnu á honum en fram hefur komið ítrekað að völlurinn sé nánast hættulegur. Fara þarf fram ítarleg skoðun á vellinum og mat hvernig hægt sé að tryggja öryggi barna sem þar stunda æfingar. Eins þarf að liggja fyrir skýrt markmið að ekki standi til á neinn hátt að draga úr þjónustu við börn sem búa í hverfum í kringum Fagralund og hafa hingað til stundað æfingar þar.
Undirritaður fagnar líka umræðu um hvort eigi að leggja gervigras á Kópavogsvöll en ég tel þá umræðu óháða því að byggja þarf upp gervigrasvöll vestan Fífunar. Það hlyti að vera fagnaðarefni ef hægt væri að auka nýtingu á Kópavogsvelli tugfallt meira en nú er. Þannig myndi völlurinn nýtast mun meira í barna og unglingastarf og bæta umgjörð barna og unglingastarfsins verulega en núna er völlurinn aðallega notaður af meistarflokkum Breiðabliks. Samhliða þeirri umræðu þarf að tryggja að frjálsíþróttastarfið fái aðstöðu þannig að starf frjálsíþróttadeildar muni njóta góðs af.
Matthias Imsland"

"Undirritaður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnar þeirri umræðu á fundi ráðsins, sem átti sér stað er varðar fyrirliggjandi málefni Breiðabliks. Telur udirrituð mikilvægt í ljósi umræðu að gerð verði ítarleg greining á þörfum félagsins og kostnaði m.t.t. nýs gervigrasvallar og að tryuggð verði nærþþjónusta til íþróttaiðkunar á svæðinu í Fagralundi í framtíar skipulagi eins og lagt var upp með og Breiðablik samþykkti þegar félagið fékk svæ-ðið til umráða. Einnig er mikilvægt að tryggja góða aðstöðu iðkenda í frjálsum íþróttum inni í framtíðarskipulagi. Lovísa Ólafsdóttir"

"Formaður Íþróttaráðs leggur fram eftirfarandi bókun: Telja verður að bæjarstjóri hafi upplýst vel ferli málsins innan Kópavogsbæjar og með hvaða hætti málið hafi verið unnið sem einnig má sjá af þeim gönum sem deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram á fundinum. Bæjarstjóri gerði einnig grein fyrir afgreiðslu bæjarráðs á fundi sínum sem fór fram fyrr í dag. Þar samþykkti meirihluti bæjarráðs að ráðast í nánari greiningu á kostum og göllum þess að leggja gervigras á Kópavogsvöll og að niðurstaða þeirrar vinnu skuli liggja fyrir í apríl mánuði en við þá vinnu verði haft samráð við Breiðablik. Tekið er undir með meirihluta bæjarráðs hvað þetta varðar. Óháð þeirri vinnu og umræðu um aðstöðu til knattspyrnu umhverfis Fífuna þá verður einnig að telja mikilvægt að taka mið af því að ítrekað eru að koma fram upplýsingar um að gervigrasvöllurinn við Fagralund sé í slæmu ástandi. Fram kom á félagsfundi hjá Knattspyrnudeild Breiðabliks nú fyrr í vikunni að sérfræðingar réðu einstaka iðkendum frá því að nota völlinn vegna hættu á meiðslum. Fullyrðingar um svo slæmt ástand vallarins verður að taka alvarlega, ef réttar eru. Kópavogsbær og Breiðablik verða án tafar að meta hvort ástand vallarins sé svo slæmt að hann sé beinlínis hættulegur. Ef svo er fyrir alla flokka iðkenda þá þarf annað hvort að laga völlinn við fyrsta tækifæri eða loka vellinum, því frumskylda beggja aðila er að tryggja öryggi þeirra sem nýta þau mannvirki sem fyrir eru.
Jón Finnbogason"

Fundi slitið - kl. 19:45.