Íþróttaráð

51. fundur 21. október 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Árni Þorsteinsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1506124 - Starfshópur um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi

Lögð fram kynning formanns íþróttaráðs frá 15. júlí sl. sem og kynningar frá knattspyrnudeildum HK og Breiðabliks frá því lok ágúst 2015.
Fyrir fundinum lágu þrjár kynningar sem lagðar voru fram á fundum starfshóps um framtíðarskipan knattspyrnumála í Kópavogi. Um er að ræða kynningar frá starfshópnum sjálfum, kynningu frá HK og kynningu frá Breiðablik. Á fundi Íþróttaráðs fóru fram almennar umræður um framlögð gögn og málið í heild sinni.
Íþróttaráð telur mikilvægt að í starfi starfshópsins verði annars vegar skilið á milli umfjöllunar um núverandi og hugsanlegra breytinga á þeirri aðstöðu sem nýtt er til knattspyrnuiðkunnar í Kópavogi og hins vegar þeirrar þjónustu sem veitt er hjá knattspyrnudeildunum, þ.e.a.s. þjónustuþáttinn.
Íþróttaráð leggur áherslu á að hlutverk starfshópsins sé að fjalla um þjónustuþáttinn. Í þeim efnum leggur íþróttaráð áherslu á að þjónusta í barna og unglingastarfi sé veitt í nærumhverfi hverju sinni. Lagt var upp með að skipta bæjarfélaginu upp í tvö knattspyrnusvæði út frá hringjum sem dregnir voru umhverfis nærumhverfi Kórsins og Fífunnar.
Íþróttaráð felur starfshópnum að halda áfram sinni vinnu sem miðar að því að vinna að gerð tímaáætlunar sem byggð verði á þeirri þjónustu sem veitt verður af hvoru félagi á því starfssvæði sem því er afmarkað. Þó skal eins og að framan greinir ávallt, byggt á þeirri meginreglu að þjónusta í barna og unglingastarfi verði veitt í nærumhverfi eftir því sem kostur er.

2.1510417 - Ársreikningar íþróttafélaga 2014

Lagt fram afkomu- og skuldastöðuyfirlit fyrir íþróttafélögin í Kópavogi , unnið af starfsmönnum íþróttadeildar uppúr ársreikningum félaganna fyrir árið 2014.
Almennar umræður um fjárhagsstöðu íþróttafélaganna í Kópavogi. Starfsmönnum íþróttadeildar falið að hafa samband við þau félög þar sem hækkun skulda á sér stað og óska eftir skýringum.

3.1510419 - Gervigrasvellir í Kópavogi 2015.

Lagt fram yfirlit yfir gervigrasvelli í Kópavogi 2015, þar sem fram kemur stærð, hvenær þeir voru lagðir og hvers konar gras og fylliefni eru í þeim.
Lögð fram áætlun um endurnýjun gervigrasvalla í Kópavogi með það að markmiði að fjarlægja/skipta út öllu dekkjakurli á völlunum. Endurnýjun er nú þegar hafin s.s. með nýju gúmmíi í Fífunni og sparkvelli við Lindaskóla. Íþróttaráð beinir því til deildarstjóra að við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs verði tekið tillit til framangreindrar áætlunnar. Íþróttaráð leggur áherslu á að endurnýjun fari fram eins fljótt og kostur er.

4.1510418 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2015-2016

Lögð fram drög að vinnureglum varðandi ferli við eftirlit með hækkun/lækkun æfingagjalda hjá íþróttafélögum í Kópavogi á hverju ári.

Íþróttaráð leggur áherslu á að gott eftirlit verði með hækkun æfingagjalda/ námskeiðsgjalda félaga og fyrirtækja í bænum og samþykkir framlagðar vinnureglur. Með slíku eftirliti verði betur tryggt að hækkun Frístundastyrkja skili sér til foreldra og forráðamanna. Íþróttaráð felur starfsmönnum að óska eftir upplýsingum um æfingagjöld allra íþróttafélaga sem eru aðilar að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.

5.1510420 - Afrekssjóður Íþróttaráðs - Er þörf á endurskoðun?

Lagður fram tölvupóstur frá íbúa í Kópavogi dags. 22. sept. sl., þar sem viðkomandi lýsir sig ósammála þeim markmiðum Afrekssjóðs að útiloka afreksfólk með lögheimili í Kópavogi frá því að fá styrk úr sjóðnum ef það telur að íþróttalegum framgangi sínum sé betur borgið í íþróttafélagi í öðru sveitarfélagi.
Íþróttaráð samþykkir að fella úr c lið 1. mgr. 2. gr. reglugerðar fyrir afrekssjóð ÍTK eftirfarandi texta "og stundar íþrótt sem ekki er iðkuð með íþróttafélagi í Kópavogi." Þannig breyttur hljóðar c liður 1. mgr. 2. gr. "Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi."

6.1510214 - Skotfélag Kópavogs, styrkumsókn 2015 v. endurnýjunar á æfinga-og keppnisbúnaði.

Lagt fram erindi frá Skotíþróttafélagi Kópavogs dags. 7. okt. sl., þar sem félagið sækir um styrk til endurnýjunar á æfinga- og keppnisbúnaði félagsins í Digranesi.
Frestað. Íþróttafulltrúa falið að skoða hvort að heimild verði veitt í verkefnið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið.