- Íbúar
- Leikskólaaldur Dagforeldrar
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Skipulagsmál
- Byggingarmál
- Sorp og endurvinnsla
- Samgöngur
- Útivist
- Heilbrigðiseftirlit og dýrahald
- Vatnsveita
- Umhverfisviðurkenningar
- Vorhreinsun
- Garðlönd
- Kópavogshöfn
- Miðbær í mótun
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttaráð telur mikilvægt að í starfi starfshópsins verði annars vegar skilið á milli umfjöllunar um núverandi og hugsanlegra breytinga á þeirri aðstöðu sem nýtt er til knattspyrnuiðkunnar í Kópavogi og hins vegar þeirrar þjónustu sem veitt er hjá knattspyrnudeildunum, þ.e.a.s. þjónustuþáttinn.
Íþróttaráð leggur áherslu á að hlutverk starfshópsins sé að fjalla um þjónustuþáttinn. Í þeim efnum leggur íþróttaráð áherslu á að þjónusta í barna og unglingastarfi sé veitt í nærumhverfi hverju sinni. Lagt var upp með að skipta bæjarfélaginu upp í tvö knattspyrnusvæði út frá hringjum sem dregnir voru umhverfis nærumhverfi Kórsins og Fífunnar.
Íþróttaráð felur starfshópnum að halda áfram sinni vinnu sem miðar að því að vinna að gerð tímaáætlunar sem byggð verði á þeirri þjónustu sem veitt verður af hvoru félagi á því starfssvæði sem því er afmarkað. Þó skal eins og að framan greinir ávallt, byggt á þeirri meginreglu að þjónusta í barna og unglingastarfi verði veitt í nærumhverfi eftir því sem kostur er.